„Við tókum Krýsuvíkurleiðina að þessu“ Siggeir Ævarsson skrifar 12. mars 2023 21:48 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Snædís Bára Njarðvíkingar unnu ótrúlegan sigur á grönnum sínum úr Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld þar sem úrslitin réðust með risastórum þristi frá Raquel Laneiro. Njarðvíkingar fóru illa af ráði sínu í sókninni á undan þar sem þær köstuðu boltanum í hendurnar á Keflvíkingum og þurftu því að brjóta aftur, tveimur stigum undir. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að hann hefði ekki teiknað þetta nákvæmlega svona upp en leikmennirnir hefðu náð að útfæra lokasóknina frábærlega. „Sko. Nei. Ég ætlaði að fá þriggja stiga skot en við tókum Krýsuvíkurleiðina að þessu. Köstum boltanum frá okkur og leikurinn eiginlega farinn en áhorfendur hjálpuðu. Voru með læti í stúkunni sem setti pressu á Karinu sem klikkaði úr báðum vítunum. Frábærlega útfært hraðaupphlaup og góð sending á góðan skotmann sem setti stórt skot.“ Njarðvíkingar hittu ekki á góðan skotdag að þessu sinni, aðeins átta þristar ofan í í 31 skoti, sem gefur 25 prósent nýtingu. Rúnar sagði að hans konur gætu verið miklu agaðari í sínum sóknaraðgerðum en þegar þær náðu að búa til opin skot, þá rötuðu þau ofan í. „Mér fannst öll þriggjastigaskotin sem fóru ofan í það eru galopin skot, þar sem við erum að fara inn í teiginnn og erum að koma honum aftur út á galopna skotmenn til að grípa og skjóta. Rocky (Raquel Laneiro) var kannski með nokkra af driplinu í hraðaupphlaupum en við getum gert ennþá betur í að búa til galopin þriggjastiga skot.“ „Sóknaraðgerðirnar okkar geta verið miklu agaðari heilt yfir. Heilt yfir erum við alltof mikið að skoða og bara gera eitthvað og þá verðum við stundum svolítið ráðvilltar og erum ekki að finna réttu sendingarnar og þar fram eftir götunum. Þannig að ég er mjög ánægður með að vinna en mér finnst við eiga alveg fullt inni.“ Þetta var fyrsti sigur Njarðvíkur í vetur gegn liðinu í efstu þremur sætunum. Sendir það ekki ákveðin skilaboð til hinna liðanna að Njarðvík sé að finna fjölina sína á lokaspretti deildarinnar? „Að sjálfsögðu en ég trúi samt mest að þetta hjálpi okkur. Hjálpi sjálfstraustinu okkar að taka svona leik og hvað þá með svona skoti á lokasekúndunn, það gefur manni mikið, sætur sigur. En ég er búinn að vita það allt tímabilið að við erum alveg á pari við þessi topp þrjú lið.“ „Við erum að verða aðeins rútíneraðri í þessu sem við erum að gera. Við eigum ennþá inni þar, varnarlega líka, þar þurfum við að stoppa í nokkur göt sem voru að koma upp í þessum leik líka. En heilt yfir erum við að taka stíganda og bara frá svona fimm leikjum síðan erum við orðið betra körfuboltalið og eigum eftir að verða betra körfuboltalið, og það er akkúrat árstíminn til þess núna.“ Nú er úrslitakeppnissætið tryggt og að sama skapi komast Njarðvíkingar ekki ofar í töfluna úr þessu. Eru þær að fara að spara sig í síðustu fjórum leikjunum? „Það koma leikir núna gegn ÍR og Breiðabliki. Það eru leikir þar sem við munum klárlega rótera meira en við gerðum í kvöld, þar sem við vorum í bara sjö manna róteringu. Svo eru tvær aðrar upphitanir fyrir úrslitakeppnina gegn Haukum og Val. Við ætlum að sjálfsögðu að vera skynsöm, nýtt körfuboltamót byrjar í apríl og það ætlum við að vera með allar heilar, en þetta kemur bara í ljós, leik fyrir leik,“ sagði kampakátur Rúnar Ingi að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 75-74 | Hádramatík og montrétturinn hafnaði í Njarðvík Njarðvík og Keflavík mættust í slagnum um Reykjanesbæ í kvöld í Subway-deild kvenna þar sem Njarðvík fór að lokum með sigur af hólmi á hádramatískum lokasekúndum. 12. mars 2023 22:55 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira
Njarðvíkingar fóru illa af ráði sínu í sókninni á undan þar sem þær köstuðu boltanum í hendurnar á Keflvíkingum og þurftu því að brjóta aftur, tveimur stigum undir. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að hann hefði ekki teiknað þetta nákvæmlega svona upp en leikmennirnir hefðu náð að útfæra lokasóknina frábærlega. „Sko. Nei. Ég ætlaði að fá þriggja stiga skot en við tókum Krýsuvíkurleiðina að þessu. Köstum boltanum frá okkur og leikurinn eiginlega farinn en áhorfendur hjálpuðu. Voru með læti í stúkunni sem setti pressu á Karinu sem klikkaði úr báðum vítunum. Frábærlega útfært hraðaupphlaup og góð sending á góðan skotmann sem setti stórt skot.“ Njarðvíkingar hittu ekki á góðan skotdag að þessu sinni, aðeins átta þristar ofan í í 31 skoti, sem gefur 25 prósent nýtingu. Rúnar sagði að hans konur gætu verið miklu agaðari í sínum sóknaraðgerðum en þegar þær náðu að búa til opin skot, þá rötuðu þau ofan í. „Mér fannst öll þriggjastigaskotin sem fóru ofan í það eru galopin skot, þar sem við erum að fara inn í teiginnn og erum að koma honum aftur út á galopna skotmenn til að grípa og skjóta. Rocky (Raquel Laneiro) var kannski með nokkra af driplinu í hraðaupphlaupum en við getum gert ennþá betur í að búa til galopin þriggjastiga skot.“ „Sóknaraðgerðirnar okkar geta verið miklu agaðari heilt yfir. Heilt yfir erum við alltof mikið að skoða og bara gera eitthvað og þá verðum við stundum svolítið ráðvilltar og erum ekki að finna réttu sendingarnar og þar fram eftir götunum. Þannig að ég er mjög ánægður með að vinna en mér finnst við eiga alveg fullt inni.“ Þetta var fyrsti sigur Njarðvíkur í vetur gegn liðinu í efstu þremur sætunum. Sendir það ekki ákveðin skilaboð til hinna liðanna að Njarðvík sé að finna fjölina sína á lokaspretti deildarinnar? „Að sjálfsögðu en ég trúi samt mest að þetta hjálpi okkur. Hjálpi sjálfstraustinu okkar að taka svona leik og hvað þá með svona skoti á lokasekúndunn, það gefur manni mikið, sætur sigur. En ég er búinn að vita það allt tímabilið að við erum alveg á pari við þessi topp þrjú lið.“ „Við erum að verða aðeins rútíneraðri í þessu sem við erum að gera. Við eigum ennþá inni þar, varnarlega líka, þar þurfum við að stoppa í nokkur göt sem voru að koma upp í þessum leik líka. En heilt yfir erum við að taka stíganda og bara frá svona fimm leikjum síðan erum við orðið betra körfuboltalið og eigum eftir að verða betra körfuboltalið, og það er akkúrat árstíminn til þess núna.“ Nú er úrslitakeppnissætið tryggt og að sama skapi komast Njarðvíkingar ekki ofar í töfluna úr þessu. Eru þær að fara að spara sig í síðustu fjórum leikjunum? „Það koma leikir núna gegn ÍR og Breiðabliki. Það eru leikir þar sem við munum klárlega rótera meira en við gerðum í kvöld, þar sem við vorum í bara sjö manna róteringu. Svo eru tvær aðrar upphitanir fyrir úrslitakeppnina gegn Haukum og Val. Við ætlum að sjálfsögðu að vera skynsöm, nýtt körfuboltamót byrjar í apríl og það ætlum við að vera með allar heilar, en þetta kemur bara í ljós, leik fyrir leik,“ sagði kampakátur Rúnar Ingi að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 75-74 | Hádramatík og montrétturinn hafnaði í Njarðvík Njarðvík og Keflavík mættust í slagnum um Reykjanesbæ í kvöld í Subway-deild kvenna þar sem Njarðvík fór að lokum með sigur af hólmi á hádramatískum lokasekúndum. 12. mars 2023 22:55 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 75-74 | Hádramatík og montrétturinn hafnaði í Njarðvík Njarðvík og Keflavík mættust í slagnum um Reykjanesbæ í kvöld í Subway-deild kvenna þar sem Njarðvík fór að lokum með sigur af hólmi á hádramatískum lokasekúndum. 12. mars 2023 22:55