Scheffler með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn Smári Jökull Jónsson skrifar 11. mars 2023 23:30 Scottie Scheffler er efstur fyrir lokahringinn á Players risamótinu. Vísir/Getty Scottie Scheffler er með tveggja högga forystu á Min Won Lee fyrir lokahringinn á Players risamótinu í golfi sem fram fer í Bandaríkjunum. Scheffler átti flottan hring í dag og lék brautina samtals á sjö höggum undir pari. Min Woo Lee frá Ástralíu lék á sex höggum undir og lengi vel leit út fyrir að hann yrði jafn Scheffler fyrir lokahringinn. Þeir fóru jafnir inn á 18. brautina en þar náði Lee sér í skolla en Scheffler í fugl. Þetta var eini skolli Lee í dag. Scheffler er samtals á fjórtán höggum undir pari en Lee er tveimur höggum á eftir. LET S GO CRAZY, FOLKS! #THEPLAYERS pic.twitter.com/EH4N7jLscW— THE PLAYERS (@THEPLAYERSChamp) March 11, 2023 Aaron Rai átti högg dagsins en hann náði holu í höggi á hinni frægu 17. braut Sawgrass vallarins en þetta er í annað sinn á mótinu sem spilari fer holu í höggi. Þetta er í fyrsta sinn sem tveir fara holu í höggi á brautinni í sömu vikunni. Fleiri kylfingar gætu blandað sér í baráttuna um sigurinn á morgun en Ástralinn Cam Davis er á tíu höggum undir og svo fylgja nokkrir kylfingar í kjölfarið. There is a new course record holder at THE PLAYERS Stadium Course. #THEPLAYERS | @HogeGolf pic.twitter.com/Jly3PVWnix— THE PLAYERS (@THEPLAYERSChamp) March 11, 2023 Bandaríkjamaðurinn Tom Hoge setti brautarmet þegar hann lék völlinn á 62 höggum eða á tíu höggum undir pari og hann blandar sér þar með í baráttuna um efstu sætin. Staða efstu manna Scottie Scheffler, Bandaríkjunum -14Min Woo Lee, Ástralíu -12Cam Davis, Ástralíu -10Tommy Fleetwood, Englandi -9Aaron Rai, Englandi -9Chad Ramey, Bandaríkjunum -9Christian Bezuidenhout, Suður-Afríku -9Sungjae Im, Suður-Kóreu -8David Lingmerth, Svíþjóð -8Tom Hoge, Bandaríkjunum -8 Golf Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Frakklands: Hvað segir Deschamps um Ísland? Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Sjá meira
Scheffler átti flottan hring í dag og lék brautina samtals á sjö höggum undir pari. Min Woo Lee frá Ástralíu lék á sex höggum undir og lengi vel leit út fyrir að hann yrði jafn Scheffler fyrir lokahringinn. Þeir fóru jafnir inn á 18. brautina en þar náði Lee sér í skolla en Scheffler í fugl. Þetta var eini skolli Lee í dag. Scheffler er samtals á fjórtán höggum undir pari en Lee er tveimur höggum á eftir. LET S GO CRAZY, FOLKS! #THEPLAYERS pic.twitter.com/EH4N7jLscW— THE PLAYERS (@THEPLAYERSChamp) March 11, 2023 Aaron Rai átti högg dagsins en hann náði holu í höggi á hinni frægu 17. braut Sawgrass vallarins en þetta er í annað sinn á mótinu sem spilari fer holu í höggi. Þetta er í fyrsta sinn sem tveir fara holu í höggi á brautinni í sömu vikunni. Fleiri kylfingar gætu blandað sér í baráttuna um sigurinn á morgun en Ástralinn Cam Davis er á tíu höggum undir og svo fylgja nokkrir kylfingar í kjölfarið. There is a new course record holder at THE PLAYERS Stadium Course. #THEPLAYERS | @HogeGolf pic.twitter.com/Jly3PVWnix— THE PLAYERS (@THEPLAYERSChamp) March 11, 2023 Bandaríkjamaðurinn Tom Hoge setti brautarmet þegar hann lék völlinn á 62 höggum eða á tíu höggum undir pari og hann blandar sér þar með í baráttuna um efstu sætin. Staða efstu manna Scottie Scheffler, Bandaríkjunum -14Min Woo Lee, Ástralíu -12Cam Davis, Ástralíu -10Tommy Fleetwood, Englandi -9Aaron Rai, Englandi -9Chad Ramey, Bandaríkjunum -9Christian Bezuidenhout, Suður-Afríku -9Sungjae Im, Suður-Kóreu -8David Lingmerth, Svíþjóð -8Tom Hoge, Bandaríkjunum -8
Scottie Scheffler, Bandaríkjunum -14Min Woo Lee, Ástralíu -12Cam Davis, Ástralíu -10Tommy Fleetwood, Englandi -9Aaron Rai, Englandi -9Chad Ramey, Bandaríkjunum -9Christian Bezuidenhout, Suður-Afríku -9Sungjae Im, Suður-Kóreu -8David Lingmerth, Svíþjóð -8Tom Hoge, Bandaríkjunum -8
Golf Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Frakklands: Hvað segir Deschamps um Ísland? Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Sjá meira