Framkvæmdastjóri BBC biður áhorfendur afsökunar eftir erfiðan dag Smári Jökull Jónsson skrifar 11. mars 2023 22:30 Gary Lineker hefur verið í eldlínunni undanfarna daga. Vísir/Getty Framkvæmdastjóri BBC hefur beðið áhorfendur á Bretlandseyjum afsökunar eftir að mikil truflun varð á dagskrárliðum tengdum knattspyrnu í dag vegna ákvörðun stöðvarinnar að taka sjónvarspmanninn Gary Lineker af skjánum fyrir helgina. Eins og fram hefur komið í fréttum var Gary Lineker, sem hefur verið andlit BBC í umfjöllun stöðvarinnar um ensku úrvalsdeildina, kippt af skjánum fyrir helgina eftir að hann gagnrýndi ríkisstjórn Breta í málefnum flóttamanna. Gagnrýni Lineker stríðir gegn reglum BBC og var hann því settur í tímabundið leyfi. Ákvörðun BBC vakti mikla reiði og margir af samstarfsmönnum Lineker neituðu að taka þátt í útsendingum helgarinnar. Þátturinn Match of the day, sem Lineker stýrir, er á dagskrá á laugardagskvöldum en þar er farið yfir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Vegna fjarveru ýmissa sérfræðinga auk Linekers var þáttur kvöldsins styttur niður í tuttugu mínútur þar sem atvik úr leikjum dagsins verða sýnd án umfjöllunar. Aðrir þættir þar sem fjallað er um leiki á Englandi voru hins vegar einnig styttir eða hreinlega teknir af dagskrá. Stjórnandi Football Focus, Alex Scott, ákvað einum og hálfum tíma fyrir útsendingu að hún vildi ekki taka þátt og sagði að „henni liði ekki vel með að halda þættinum á dagskrá“ í ljósi alls sem gerst hefði. Match of the Day will run for 20 minutes tonight. pic.twitter.com/YIuoCFVbvP— BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2023 Þá var þætti á Radio 5 útvarpsstöðinni einnig tekinn af dagskrá þar sem starfsfólk vantaði. Framkvæmdastjóri BBC hefur nú beðið áhorfendur afsökunar á atburðum dagsins og viðurkenndi að dagurinn hefði verið erfiður. Hann sagði að hann ætlaði ekki að segja af sér og bætti við að hann væri tilbúinn að endurskoða reglur stöðvarinnar fyrir starfsmenn í verktakavinnu líkt og Lineker. „Góður árangur fyri mig væri að fá Gary Lineker aftur á skjáinn,“ sagði Tim Davie framkvæmdastjóri BBC. The Premier League has informed the 12 teams playing on Saturday that players and managers will not be asked to do interviews for Match of the Day.— BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2023 Enski boltinn Fjölmiðlar Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum var Gary Lineker, sem hefur verið andlit BBC í umfjöllun stöðvarinnar um ensku úrvalsdeildina, kippt af skjánum fyrir helgina eftir að hann gagnrýndi ríkisstjórn Breta í málefnum flóttamanna. Gagnrýni Lineker stríðir gegn reglum BBC og var hann því settur í tímabundið leyfi. Ákvörðun BBC vakti mikla reiði og margir af samstarfsmönnum Lineker neituðu að taka þátt í útsendingum helgarinnar. Þátturinn Match of the day, sem Lineker stýrir, er á dagskrá á laugardagskvöldum en þar er farið yfir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Vegna fjarveru ýmissa sérfræðinga auk Linekers var þáttur kvöldsins styttur niður í tuttugu mínútur þar sem atvik úr leikjum dagsins verða sýnd án umfjöllunar. Aðrir þættir þar sem fjallað er um leiki á Englandi voru hins vegar einnig styttir eða hreinlega teknir af dagskrá. Stjórnandi Football Focus, Alex Scott, ákvað einum og hálfum tíma fyrir útsendingu að hún vildi ekki taka þátt og sagði að „henni liði ekki vel með að halda þættinum á dagskrá“ í ljósi alls sem gerst hefði. Match of the Day will run for 20 minutes tonight. pic.twitter.com/YIuoCFVbvP— BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2023 Þá var þætti á Radio 5 útvarpsstöðinni einnig tekinn af dagskrá þar sem starfsfólk vantaði. Framkvæmdastjóri BBC hefur nú beðið áhorfendur afsökunar á atburðum dagsins og viðurkenndi að dagurinn hefði verið erfiður. Hann sagði að hann ætlaði ekki að segja af sér og bætti við að hann væri tilbúinn að endurskoða reglur stöðvarinnar fyrir starfsmenn í verktakavinnu líkt og Lineker. „Góður árangur fyri mig væri að fá Gary Lineker aftur á skjáinn,“ sagði Tim Davie framkvæmdastjóri BBC. The Premier League has informed the 12 teams playing on Saturday that players and managers will not be asked to do interviews for Match of the Day.— BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2023
Enski boltinn Fjölmiðlar Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira