Það fæst nánast allt í Bjarnabúð í Bolungarvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2023 10:30 Stefanía Birgisdóttir, sem alltaf er kölluð Steffí er mjög sátt og ánægð með að reka eina elstu verslun landsins í Bolungarvík, Bjarnabúð. Hér er hún með Jóni Páli, bæjarstjóra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjarnabúð í Bolungarvík, ein elsta verslun landsins stendur alltaf fyrir sínu, enda mikið verslað í versluninni, en hún líkist einna helst gömlu kaupfélögum þar sem allt milli himins og jarðar fékkst. Vöruúrvalið er ótrúlega mikið í Bjarnabúð þrátt fyrir að plássið sé ekkert rosalega mikið í versluninni. Þar er hægt að fá allt frá mjólk upp í fín föt, bækur og leikföng svo eitthvað sé nefnt. Stefanía Birgisdóttir hefur verið með verslunina í að verða 28 ár. „Já þetta er ein elsta verslun landsins en hér er búin að vera verslun síðan 1920. Þetta er bara gamaldags verslun, sem selur allt, allt frá matvöru til leikfanga, gjafavöru, fatnaðar, þetta er bara svona eins og magasín en bara í litlum stíl,“ segir Stefanía. Og eru Bolvíkingar duglegir að versla hjá þér? „Já, já, ég á alveg mína góðu kúnna, það er svona eins og alls staðar. Mér finnst daglega amstrið við verslunarreksturinn skemmtilegast og að hitta fólkið, mæta í vinnuna og það er oft þannig að þegar maður kemur heim eftir vinnudaginn þá er maður búin að fá félagspakkann í vinnunni,“ segir Stefanía og hlær. Stefanía segist enn hafa gaman af því að mæta í vinnuna á hverjum degi en þegar sú löngun hverfi þá mun hún hætta með verslunina. En það er ein vara, sem hún er mjög stolt af að vera með í Bjarnabúð. „Já, að er Vestfirski hnoðmörinn en þá er mörinn búin að hanga í hjalli í þó nokkurn tíma grænfiðruð og þá eru hún hökkuð og hnoðuð og þá kemur Vestfirskur hnoðmör og hann sel ég.“ Og bæjarstjórinn er stoltur af Stefaníu og versluninni. „Þegar maður er í barnaafmæli og maður kaupir hérna gjöfina þá veit Steffí hverjir eru búnir að kaupa hvað, þannig að hún getur leiðbeint manni með að það sé ekki verið að kaupa sömu gjöfina tvisvar, sem ég held að sé þjónusta, sem hvergi er hægt að fá á Íslandi. Þetta er hluti af því að eiga heima í Bolungarvík að eiga svona búð, það er ómetanlegt,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri. Það fæst allt milli himins og jarðar í Bjarnabúð, einni elsti verslun landsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bolungarvík Verslun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Vöruúrvalið er ótrúlega mikið í Bjarnabúð þrátt fyrir að plássið sé ekkert rosalega mikið í versluninni. Þar er hægt að fá allt frá mjólk upp í fín föt, bækur og leikföng svo eitthvað sé nefnt. Stefanía Birgisdóttir hefur verið með verslunina í að verða 28 ár. „Já þetta er ein elsta verslun landsins en hér er búin að vera verslun síðan 1920. Þetta er bara gamaldags verslun, sem selur allt, allt frá matvöru til leikfanga, gjafavöru, fatnaðar, þetta er bara svona eins og magasín en bara í litlum stíl,“ segir Stefanía. Og eru Bolvíkingar duglegir að versla hjá þér? „Já, já, ég á alveg mína góðu kúnna, það er svona eins og alls staðar. Mér finnst daglega amstrið við verslunarreksturinn skemmtilegast og að hitta fólkið, mæta í vinnuna og það er oft þannig að þegar maður kemur heim eftir vinnudaginn þá er maður búin að fá félagspakkann í vinnunni,“ segir Stefanía og hlær. Stefanía segist enn hafa gaman af því að mæta í vinnuna á hverjum degi en þegar sú löngun hverfi þá mun hún hætta með verslunina. En það er ein vara, sem hún er mjög stolt af að vera með í Bjarnabúð. „Já, að er Vestfirski hnoðmörinn en þá er mörinn búin að hanga í hjalli í þó nokkurn tíma grænfiðruð og þá eru hún hökkuð og hnoðuð og þá kemur Vestfirskur hnoðmör og hann sel ég.“ Og bæjarstjórinn er stoltur af Stefaníu og versluninni. „Þegar maður er í barnaafmæli og maður kaupir hérna gjöfina þá veit Steffí hverjir eru búnir að kaupa hvað, þannig að hún getur leiðbeint manni með að það sé ekki verið að kaupa sömu gjöfina tvisvar, sem ég held að sé þjónusta, sem hvergi er hægt að fá á Íslandi. Þetta er hluti af því að eiga heima í Bolungarvík að eiga svona búð, það er ómetanlegt,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri. Það fæst allt milli himins og jarðar í Bjarnabúð, einni elsti verslun landsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bolungarvík Verslun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira