Það fæst nánast allt í Bjarnabúð í Bolungarvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2023 10:30 Stefanía Birgisdóttir, sem alltaf er kölluð Steffí er mjög sátt og ánægð með að reka eina elstu verslun landsins í Bolungarvík, Bjarnabúð. Hér er hún með Jóni Páli, bæjarstjóra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjarnabúð í Bolungarvík, ein elsta verslun landsins stendur alltaf fyrir sínu, enda mikið verslað í versluninni, en hún líkist einna helst gömlu kaupfélögum þar sem allt milli himins og jarðar fékkst. Vöruúrvalið er ótrúlega mikið í Bjarnabúð þrátt fyrir að plássið sé ekkert rosalega mikið í versluninni. Þar er hægt að fá allt frá mjólk upp í fín föt, bækur og leikföng svo eitthvað sé nefnt. Stefanía Birgisdóttir hefur verið með verslunina í að verða 28 ár. „Já þetta er ein elsta verslun landsins en hér er búin að vera verslun síðan 1920. Þetta er bara gamaldags verslun, sem selur allt, allt frá matvöru til leikfanga, gjafavöru, fatnaðar, þetta er bara svona eins og magasín en bara í litlum stíl,“ segir Stefanía. Og eru Bolvíkingar duglegir að versla hjá þér? „Já, já, ég á alveg mína góðu kúnna, það er svona eins og alls staðar. Mér finnst daglega amstrið við verslunarreksturinn skemmtilegast og að hitta fólkið, mæta í vinnuna og það er oft þannig að þegar maður kemur heim eftir vinnudaginn þá er maður búin að fá félagspakkann í vinnunni,“ segir Stefanía og hlær. Stefanía segist enn hafa gaman af því að mæta í vinnuna á hverjum degi en þegar sú löngun hverfi þá mun hún hætta með verslunina. En það er ein vara, sem hún er mjög stolt af að vera með í Bjarnabúð. „Já, að er Vestfirski hnoðmörinn en þá er mörinn búin að hanga í hjalli í þó nokkurn tíma grænfiðruð og þá eru hún hökkuð og hnoðuð og þá kemur Vestfirskur hnoðmör og hann sel ég.“ Og bæjarstjórinn er stoltur af Stefaníu og versluninni. „Þegar maður er í barnaafmæli og maður kaupir hérna gjöfina þá veit Steffí hverjir eru búnir að kaupa hvað, þannig að hún getur leiðbeint manni með að það sé ekki verið að kaupa sömu gjöfina tvisvar, sem ég held að sé þjónusta, sem hvergi er hægt að fá á Íslandi. Þetta er hluti af því að eiga heima í Bolungarvík að eiga svona búð, það er ómetanlegt,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri. Það fæst allt milli himins og jarðar í Bjarnabúð, einni elsti verslun landsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bolungarvík Verslun Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Vöruúrvalið er ótrúlega mikið í Bjarnabúð þrátt fyrir að plássið sé ekkert rosalega mikið í versluninni. Þar er hægt að fá allt frá mjólk upp í fín föt, bækur og leikföng svo eitthvað sé nefnt. Stefanía Birgisdóttir hefur verið með verslunina í að verða 28 ár. „Já þetta er ein elsta verslun landsins en hér er búin að vera verslun síðan 1920. Þetta er bara gamaldags verslun, sem selur allt, allt frá matvöru til leikfanga, gjafavöru, fatnaðar, þetta er bara svona eins og magasín en bara í litlum stíl,“ segir Stefanía. Og eru Bolvíkingar duglegir að versla hjá þér? „Já, já, ég á alveg mína góðu kúnna, það er svona eins og alls staðar. Mér finnst daglega amstrið við verslunarreksturinn skemmtilegast og að hitta fólkið, mæta í vinnuna og það er oft þannig að þegar maður kemur heim eftir vinnudaginn þá er maður búin að fá félagspakkann í vinnunni,“ segir Stefanía og hlær. Stefanía segist enn hafa gaman af því að mæta í vinnuna á hverjum degi en þegar sú löngun hverfi þá mun hún hætta með verslunina. En það er ein vara, sem hún er mjög stolt af að vera með í Bjarnabúð. „Já, að er Vestfirski hnoðmörinn en þá er mörinn búin að hanga í hjalli í þó nokkurn tíma grænfiðruð og þá eru hún hökkuð og hnoðuð og þá kemur Vestfirskur hnoðmör og hann sel ég.“ Og bæjarstjórinn er stoltur af Stefaníu og versluninni. „Þegar maður er í barnaafmæli og maður kaupir hérna gjöfina þá veit Steffí hverjir eru búnir að kaupa hvað, þannig að hún getur leiðbeint manni með að það sé ekki verið að kaupa sömu gjöfina tvisvar, sem ég held að sé þjónusta, sem hvergi er hægt að fá á Íslandi. Þetta er hluti af því að eiga heima í Bolungarvík að eiga svona búð, það er ómetanlegt,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri. Það fæst allt milli himins og jarðar í Bjarnabúð, einni elsti verslun landsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bolungarvík Verslun Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira