„Byrjuðum ekki nægilega vel“ Hinrik Wöhler skrifar 10. mars 2023 20:05 Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka. Vísir/Diego Eyjakonur sigruðu Hauka með sjö mörkum, 30-23, í Olís-deild kvenna á Ásvöllum í kvöld. Díana Guðjónsdóttir, sem er nýtekin við aðalþjálfarastöðunni eftir að Ragnar Hermannsson lét af störfum, var svekkt með tapið en leit þó björtum augum á framhaldið. „Við náttúrulega byrjuðum ekki nægilega vel og staðan var orðin 5-1 eftir rúmlega fjórar mínútur. Síðan náðum við að stilla okkur af og fórum að vinna eftir reglunum sem var búið að setja varnarlega. Þegar við hættum því og fórum of framarlega þá misstum við þær fram úr okkur,“ sagði Díana eftir leikinn í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik stungu Eyjakonur af undir miðbik síðari hálfleiks. Það hægðist talsvert á sóknarleik Hauka í síðari hálfleik eftir fína frammistöðu í þeim fyrri. „Ég myndi nú segja að það var skotnýtingin og það vantaði meiri áræðni, það er bara hlutur sem við lögum og það er ekkert sem ég hef áhyggjur af. Það sem ég hef áhyggjur af núna er að við brennum af fjórum vítum í dag og fimm í síðasta leik. Sóknarleikurinn á köflum var mjög góður en það vantaði kannski upp á skotnýtinguna, hún var ekki nægilega góð.“ Eftir að Ragnar Hermannsson lét af störfum eftir síðasta leik sem þjálfari Hauka var tilkynnt að Díana Guðjónsdóttir og Halldór Ingólfsson muni stýra liðinu út tímabilið. „Það leggst bara vel í mig, ég er náttúrulega búin að þjálfa lengi, en ég ætla ekki að segja ykkur hversu lengi. Mér líst vel á þetta og ætla að gera mitt besta,“ segir Díana glettin. Næsti leikur Hauka er á móti sterku liði Vals í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „Auðvitað er þetta erfiður leikur á móti Val, það er engin spurning. Við förum klárlega í bikarinn til að njóta og hafa gaman. Það eru forréttindi að vera í höllinni og leikirnir á móti Val hafa oft verið hörkuleikir. Við skoðum þennan leik vel og stillum saman strengi, þetta er allt á góðri leið,“ sagði Díana í lokin. Handbolti Olís-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - ÍBV 23-30 | Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppnum Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta með sjö marka sigri á Ásvöllum í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. mars 2023 19:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Við náttúrulega byrjuðum ekki nægilega vel og staðan var orðin 5-1 eftir rúmlega fjórar mínútur. Síðan náðum við að stilla okkur af og fórum að vinna eftir reglunum sem var búið að setja varnarlega. Þegar við hættum því og fórum of framarlega þá misstum við þær fram úr okkur,“ sagði Díana eftir leikinn í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik stungu Eyjakonur af undir miðbik síðari hálfleiks. Það hægðist talsvert á sóknarleik Hauka í síðari hálfleik eftir fína frammistöðu í þeim fyrri. „Ég myndi nú segja að það var skotnýtingin og það vantaði meiri áræðni, það er bara hlutur sem við lögum og það er ekkert sem ég hef áhyggjur af. Það sem ég hef áhyggjur af núna er að við brennum af fjórum vítum í dag og fimm í síðasta leik. Sóknarleikurinn á köflum var mjög góður en það vantaði kannski upp á skotnýtinguna, hún var ekki nægilega góð.“ Eftir að Ragnar Hermannsson lét af störfum eftir síðasta leik sem þjálfari Hauka var tilkynnt að Díana Guðjónsdóttir og Halldór Ingólfsson muni stýra liðinu út tímabilið. „Það leggst bara vel í mig, ég er náttúrulega búin að þjálfa lengi, en ég ætla ekki að segja ykkur hversu lengi. Mér líst vel á þetta og ætla að gera mitt besta,“ segir Díana glettin. Næsti leikur Hauka er á móti sterku liði Vals í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „Auðvitað er þetta erfiður leikur á móti Val, það er engin spurning. Við förum klárlega í bikarinn til að njóta og hafa gaman. Það eru forréttindi að vera í höllinni og leikirnir á móti Val hafa oft verið hörkuleikir. Við skoðum þennan leik vel og stillum saman strengi, þetta er allt á góðri leið,“ sagði Díana í lokin.
Handbolti Olís-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - ÍBV 23-30 | Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppnum Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta með sjö marka sigri á Ásvöllum í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. mars 2023 19:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Leik lokið: Haukar - ÍBV 23-30 | Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppnum Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta með sjö marka sigri á Ásvöllum í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. mars 2023 19:30