Hvenær hefur maður samræði við barn? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 11. mars 2023 10:30 „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ spurði Jón Hreggviðsson eftirminnilega í skáldsögunni Íslandsklukkan. Svarið við þessari spurningu má reyndar finna kyrfilega skilgreint í 23. kafla hegningarlaga. Ef Laxness hefði hins vegar fjallað um 22. kafla laganna – sem hann gerir raunar, t.d. í Sjálfstætt fólk – þá myndi spurningin sennilega hljóða svona: „Hvenær hefur maður samræði við barn og hvenær hefur maður ekki samræði við barn?“ Ef þú ert yngri en 18 ára, þá ertu barn! Þetta ætti ekki að vera sérstaklega flókin spurning, enda er skilgreining hugtaksins „barn“ afar skýr í lögunum: ef þú ert yngri en 18 ára ert þú barn í augum laganna. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur árið 2013, skilgreinir barn sem einstaklinga sem ekki hafa náð 18 ára aldri, og sömu sögu má segja um lögræðislög. Fullyrða má að samfélagið sé á heildina litið sammála um að börnum beri að veita aukna lagalega vernd í ljósi þess hve varnarlaus þau geta verið – í ljósi þess að þau búa ekki yfir eins viðamikilli reynslu og þekkingu og fullorðið fólk. Fimmtán ára á föstu, sextán ára í sambúð… með fimmtugum manni? Þrátt fyrir allt þetta gera lögin okkar eins og þau standa ráð fyrir því að 15 ára börn hafi þroska og vitsmuni til að stunda kynferðismök með fullorðnum – og engin viðmið eru sett um ásættanlegt aldursviðmið upp á við. Löggjafinn leggur því blessun sína yfir það að 15 ára einstaklingur og 59 ára einstaklingur eigi í kynferðislegu sambandi. Á sama tíma eru lögin ekki í stakk búin til þess að takast á við það sem kallað er á ensku grooming – þegar fullorðinn einstaklingur byggir upp trúnaðar- og tilfinningasamband við barn til að auðvelda sér að misnota það kynferðislega. Þetta skýtur óneitanlega skökku við í ljósi þeirrar aukningar sem hefur átt sér stað í gagnrýninni umræðu og meðvitund um kynferðislega tilburði fullorðinna í garð barna – samfélagið hefur í síauknum mæli kallað eftir að lengra sé gengið til að tryggja réttarvernd barna gagnvart kynferðislegri misnotkun af hálfu fullorðinna. Þess vegna lagði ég fram lagafrumvarp um að þessu yrði breytt síðastliðið haust. Í frumvarpinu legg ég til að kynferðislegur lágmarksaldur, sem er skilgreindur í almennum hegningarlögum, verði hækkaður úr 15 árum í 18 ár. Markmiðið er einmitt að efla réttarvernd barna á aldrinum 15–17 ára. Frumvarpið tryggir þó á sama tíma að þótt einstaklingar undir 18 ára aldri eigi í samþykku kynferðissambandi á jafnræðisgrundvelli verði þeir ekki sóttir til saka þegar um svipaðan aldur er að ræða – eins og hið svokallaða „Rómeó og Júlíu-ákvæði“ gerir nú þegar. Hvers vegna eru lögin svona? Árið 2007 voru gerðar breytingar til hins betra frá því sem áður var, en þá var kynferðislegur lögaldur hækkaður úr 14 árum í 15 ár. Síðan þá hafa engar breytingar átt sér stað. Í greinargerð frumvarpsins segir að íslensk börn byrji mörg að stunda kynlíf 15 ára og því sé varhugavert að hækka aldurinn – svo öruggt sé að einstaklingar á svipuðum aldri undir lögaldursmörkum sem eigi í kynferðislegu sambandi sæti ekki refsingum fyrir. Á þeim tíma virðist þó ekki hafa verið tekið tillit til þess að um þetta hafi ákveðinn varnagli þegar verið sleginn með hinu svokallaða ákvæði um Rómeó og Júlíu. Í því felst að samræði milli einstaklinga undir 15 ára aldri sé ekki refsivert þegar aðilar eru á svipuðum aldri. Í ljósi þess að ákvæðið var þegar til staðar þegar lögunum var breytt virðist röksemdafærslan fyrir því að varhugavert sé að hækka lágmarksaldurinn frekar standa á brothættum brauðfótum. Góð umræða gulli betri Nýverið skilaði embætti héraðssaksóknara umsögn um frumvarpið þar sem gerðar eru mikilvægar efnislegar athugasemdir við innihald þess. Meðal annars bendir embættið á notagildi 200. og 201. gr. hegningarlaga, sem gera hvers kyns kynferðislegt samræði við barn eða annan niðja refsivert – hvort sem um er að ræða barn eða fullorðinn einstakling. Þess að auki færir embættið rök fyrir því að gáleysisákvæði 204. gr. hegningarlaga þjóni sem mikilvægur varnagli fyrir ákæruvaldið. Meginreglan er sú að brot gegn hegningarlögum séu einungis refsiverð þegar ásetningur er til staðar – svo gáleysisákvæðið veitir ákæruvaldinu rýmri heimild en ella til þess að vernda börn. Ég fagna auðvitað allri efnislegri umræðu um frumvarpið og vona að meðferð frumvarpsins í allsherjar- og menntamálanefnd taki gott tillit til þessarra þátta umsagnarinnar, og að hún verði þá til þess að umbætur eigi sér stað. Það síðasta sem ég vil gera er að rökstuddar athugasemdir séu virtar að vettugi – en það er því miður ósiður sem stjórnarliðar hafa tileinkað sér og stunda í síauknum mæli, eins og til að mynda í útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar. Það er afar mikilvægur hluti af lýðræðislegri valddreifingu að tekið sé mark á umsögnum sérfræðinga í hverjum málaflokki fyrir sig. En hvað er mikilvægustu breytingunni til fyrirstöðu? Það sætir þó furðu að embætti héraðssaksóknara haldi því fram í umsögninni að við hækkunina úr 14 í 15 ára aldur árið 2007 hafi verið „vísað til rannsókna sem lágu fyrir um viðhorf ungmenna sjálfra til þessa efnis,“ – og að á þeim grundvelli meti embættið sem svo að ekki sé ráðlegt að gera „svo stórar breytingar“ á aldursviðmiðinu „án frekari skoðunar.“ Þegar við könnum greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögunum sem um ræðir kemur í ljós að staðhæfingin um vísan til rannsókna um viðhorf ungmenna í frumvarpinu 2007 sé nokkuð vafasöm. Í greinargerðinni segir: „Rannsóknir sýna að unglingar á Íslandi byrja snemma að stunda kynlíf, eða rúmlega 15 ára að meðaltali.“ Hér er því ekki um að ræða „viðhorf ungmenna sjálfra“ til hækkunar lágmarksaldurs, heldur töluleg gögn um hvenær íslensk ungmenni byrja að jafnaði að stunda kynlíf. Þótt ekki sé vísað til rannsóknarinnar sem um ræðir í greinargerðinni er líklegt að hér sé um að ræða rannsóknarverkefnið HBSC sem kannaði meðal annars kynhneigð og -hegðun ungmenna og var birt í maí 2006. Þar kemur fram að meðaltalið sé jú 15 ára. Í rannsókninni er þó margt merkilegra og marktækara að finna en bara þá niðurstöðu að íslenskir unglingar byrji að meðaltali að stunda kynlíf við 15 ára aldur. Til að mynda kemst rannsóknin að þeirri niðurstöðu að 15 ára stúlkur séu langtum líklegri til þess að hafa byrjað að stunda kynlíf en 15 ára drengir, sem þýðir að stúlkurnar eru mun líklegri til að byrja að stunda kynlíf með sér eldri aðilum. Þetta er afar fyrirferðarmikil vísbending um að bráðnauðsynlega þurfi að auka réttarvernd barna! Eins og ég segi að ofan er öll efnisleg umræða um þetta málefni mikið fagnaðarefni – en hún verður að byggjast á staðreyndum. Von mín er sú að frumvarpið njóti greinargóðrar og gagnrýnar þinglegrar meðferðar í framhaldinu og verði til þess að samfélagið geti reist enn þéttari skjaldborg utan um framtíð, von og trú þjóðarinnar – börnin okkar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Börn og uppeldi Kynlíf Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
„Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ spurði Jón Hreggviðsson eftirminnilega í skáldsögunni Íslandsklukkan. Svarið við þessari spurningu má reyndar finna kyrfilega skilgreint í 23. kafla hegningarlaga. Ef Laxness hefði hins vegar fjallað um 22. kafla laganna – sem hann gerir raunar, t.d. í Sjálfstætt fólk – þá myndi spurningin sennilega hljóða svona: „Hvenær hefur maður samræði við barn og hvenær hefur maður ekki samræði við barn?“ Ef þú ert yngri en 18 ára, þá ertu barn! Þetta ætti ekki að vera sérstaklega flókin spurning, enda er skilgreining hugtaksins „barn“ afar skýr í lögunum: ef þú ert yngri en 18 ára ert þú barn í augum laganna. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur árið 2013, skilgreinir barn sem einstaklinga sem ekki hafa náð 18 ára aldri, og sömu sögu má segja um lögræðislög. Fullyrða má að samfélagið sé á heildina litið sammála um að börnum beri að veita aukna lagalega vernd í ljósi þess hve varnarlaus þau geta verið – í ljósi þess að þau búa ekki yfir eins viðamikilli reynslu og þekkingu og fullorðið fólk. Fimmtán ára á föstu, sextán ára í sambúð… með fimmtugum manni? Þrátt fyrir allt þetta gera lögin okkar eins og þau standa ráð fyrir því að 15 ára börn hafi þroska og vitsmuni til að stunda kynferðismök með fullorðnum – og engin viðmið eru sett um ásættanlegt aldursviðmið upp á við. Löggjafinn leggur því blessun sína yfir það að 15 ára einstaklingur og 59 ára einstaklingur eigi í kynferðislegu sambandi. Á sama tíma eru lögin ekki í stakk búin til þess að takast á við það sem kallað er á ensku grooming – þegar fullorðinn einstaklingur byggir upp trúnaðar- og tilfinningasamband við barn til að auðvelda sér að misnota það kynferðislega. Þetta skýtur óneitanlega skökku við í ljósi þeirrar aukningar sem hefur átt sér stað í gagnrýninni umræðu og meðvitund um kynferðislega tilburði fullorðinna í garð barna – samfélagið hefur í síauknum mæli kallað eftir að lengra sé gengið til að tryggja réttarvernd barna gagnvart kynferðislegri misnotkun af hálfu fullorðinna. Þess vegna lagði ég fram lagafrumvarp um að þessu yrði breytt síðastliðið haust. Í frumvarpinu legg ég til að kynferðislegur lágmarksaldur, sem er skilgreindur í almennum hegningarlögum, verði hækkaður úr 15 árum í 18 ár. Markmiðið er einmitt að efla réttarvernd barna á aldrinum 15–17 ára. Frumvarpið tryggir þó á sama tíma að þótt einstaklingar undir 18 ára aldri eigi í samþykku kynferðissambandi á jafnræðisgrundvelli verði þeir ekki sóttir til saka þegar um svipaðan aldur er að ræða – eins og hið svokallaða „Rómeó og Júlíu-ákvæði“ gerir nú þegar. Hvers vegna eru lögin svona? Árið 2007 voru gerðar breytingar til hins betra frá því sem áður var, en þá var kynferðislegur lögaldur hækkaður úr 14 árum í 15 ár. Síðan þá hafa engar breytingar átt sér stað. Í greinargerð frumvarpsins segir að íslensk börn byrji mörg að stunda kynlíf 15 ára og því sé varhugavert að hækka aldurinn – svo öruggt sé að einstaklingar á svipuðum aldri undir lögaldursmörkum sem eigi í kynferðislegu sambandi sæti ekki refsingum fyrir. Á þeim tíma virðist þó ekki hafa verið tekið tillit til þess að um þetta hafi ákveðinn varnagli þegar verið sleginn með hinu svokallaða ákvæði um Rómeó og Júlíu. Í því felst að samræði milli einstaklinga undir 15 ára aldri sé ekki refsivert þegar aðilar eru á svipuðum aldri. Í ljósi þess að ákvæðið var þegar til staðar þegar lögunum var breytt virðist röksemdafærslan fyrir því að varhugavert sé að hækka lágmarksaldurinn frekar standa á brothættum brauðfótum. Góð umræða gulli betri Nýverið skilaði embætti héraðssaksóknara umsögn um frumvarpið þar sem gerðar eru mikilvægar efnislegar athugasemdir við innihald þess. Meðal annars bendir embættið á notagildi 200. og 201. gr. hegningarlaga, sem gera hvers kyns kynferðislegt samræði við barn eða annan niðja refsivert – hvort sem um er að ræða barn eða fullorðinn einstakling. Þess að auki færir embættið rök fyrir því að gáleysisákvæði 204. gr. hegningarlaga þjóni sem mikilvægur varnagli fyrir ákæruvaldið. Meginreglan er sú að brot gegn hegningarlögum séu einungis refsiverð þegar ásetningur er til staðar – svo gáleysisákvæðið veitir ákæruvaldinu rýmri heimild en ella til þess að vernda börn. Ég fagna auðvitað allri efnislegri umræðu um frumvarpið og vona að meðferð frumvarpsins í allsherjar- og menntamálanefnd taki gott tillit til þessarra þátta umsagnarinnar, og að hún verði þá til þess að umbætur eigi sér stað. Það síðasta sem ég vil gera er að rökstuddar athugasemdir séu virtar að vettugi – en það er því miður ósiður sem stjórnarliðar hafa tileinkað sér og stunda í síauknum mæli, eins og til að mynda í útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar. Það er afar mikilvægur hluti af lýðræðislegri valddreifingu að tekið sé mark á umsögnum sérfræðinga í hverjum málaflokki fyrir sig. En hvað er mikilvægustu breytingunni til fyrirstöðu? Það sætir þó furðu að embætti héraðssaksóknara haldi því fram í umsögninni að við hækkunina úr 14 í 15 ára aldur árið 2007 hafi verið „vísað til rannsókna sem lágu fyrir um viðhorf ungmenna sjálfra til þessa efnis,“ – og að á þeim grundvelli meti embættið sem svo að ekki sé ráðlegt að gera „svo stórar breytingar“ á aldursviðmiðinu „án frekari skoðunar.“ Þegar við könnum greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögunum sem um ræðir kemur í ljós að staðhæfingin um vísan til rannsókna um viðhorf ungmenna í frumvarpinu 2007 sé nokkuð vafasöm. Í greinargerðinni segir: „Rannsóknir sýna að unglingar á Íslandi byrja snemma að stunda kynlíf, eða rúmlega 15 ára að meðaltali.“ Hér er því ekki um að ræða „viðhorf ungmenna sjálfra“ til hækkunar lágmarksaldurs, heldur töluleg gögn um hvenær íslensk ungmenni byrja að jafnaði að stunda kynlíf. Þótt ekki sé vísað til rannsóknarinnar sem um ræðir í greinargerðinni er líklegt að hér sé um að ræða rannsóknarverkefnið HBSC sem kannaði meðal annars kynhneigð og -hegðun ungmenna og var birt í maí 2006. Þar kemur fram að meðaltalið sé jú 15 ára. Í rannsókninni er þó margt merkilegra og marktækara að finna en bara þá niðurstöðu að íslenskir unglingar byrji að meðaltali að stunda kynlíf við 15 ára aldur. Til að mynda kemst rannsóknin að þeirri niðurstöðu að 15 ára stúlkur séu langtum líklegri til þess að hafa byrjað að stunda kynlíf en 15 ára drengir, sem þýðir að stúlkurnar eru mun líklegri til að byrja að stunda kynlíf með sér eldri aðilum. Þetta er afar fyrirferðarmikil vísbending um að bráðnauðsynlega þurfi að auka réttarvernd barna! Eins og ég segi að ofan er öll efnisleg umræða um þetta málefni mikið fagnaðarefni – en hún verður að byggjast á staðreyndum. Von mín er sú að frumvarpið njóti greinargóðrar og gagnrýnar þinglegrar meðferðar í framhaldinu og verði til þess að samfélagið geti reist enn þéttari skjaldborg utan um framtíð, von og trú þjóðarinnar – börnin okkar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun