Vill sjá réttan uppbótartíma sama hver staðan er Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2023 08:01 Pierluigi Collina var lengi vel besti dómari heims. EPA-EFE/SRDJAN SUKI Pierluigi Collina var á sínum tíma besti knattspyrnudómari í heimi en starfar í dag sem yfirmaður dómaramála hjá Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA. Hann vill sjá dómara bæta við réttum uppbótartíma í lok leikja sama hver staðan er þar sem hvert mark getur skipt máli. Á HM í Katar sem fór fram undir lok síðasta árs var gríðarlegum tíma bætt við hvern leik. Var það tilraun FIFA til að berjast gegn því að lið tefji en það er alltof algengt í nútímafótbolta. Þó það hafi verið gert á HM hefur það hins vegar ekki verið gert í öðrum keppnum. Í ótrúlegum 7-0 sigri Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni var aðeins bætt við þremur mínútum þrátt fyrir að sex mörk hafi litið dagsins ljós í síðari hálfleik og bæði lið nýtt allar þær skiptingar sem völ var á. „Það var fjórum mínútum bætt við fyrri hálfleikinn en aðeins þremur við síðari hálfleikinn,“ sagði Collina þegar hann ræddi við blaðamenn um málið á dögunum. Hann tók líka 5-2 sigur Real Madríd á Anfield sem dæmi. Þar var sjö mínútum bætt við en Collina taldi að uppbótartíminn hefði átt að vera nær 16 mínútum. Hann sagði að mögulega í framtíðinni verði regla sem segi dómurum einfaldlega að sleppa uppbótartíma ef munurinn er svo mikill þegar venjulegur leiktími er uppurinn. Dómarinn fyrrverandi tók þó fram að með því væri hagsmuna ekki gætt þar sem markatala, mörk skoruð eða ekki skoruð, gætu á endanum skipt sköpum. Collina sagðist skilja að hægt væri að horfa á gríðarlegan uppbótartíma í stórsigri sem einfaldlega óþarfa en að samræmi væri lykilatriði. „Á HM vissi fólk við hverju var að búast. Þegar það er samræmi inn á vellinum verða allar ákvarðanir betri.“ Premier League matches WILL follow World Cup example and get 100mins in crackdown on time wasting not many things that wind up match-going fans than time wasting so very welcome stance from FIFA and Collina https://t.co/WcKDrcbweW— John Cross (@johncrossmirror) March 10, 2023 FIFA vill sjá allar deildir, alls staðar, taka upp sama regluverk og var notað á HM í Katar. Þannig yrðu 100 mínútna leikir fljótt að vana, eða allt þangað til að leikmenn myndu hætta að tefja því þeir viti að eyddum tíma verði einfaldlega bætt við sagði Collina að endingu. Fótbolti FIFA Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Á HM í Katar sem fór fram undir lok síðasta árs var gríðarlegum tíma bætt við hvern leik. Var það tilraun FIFA til að berjast gegn því að lið tefji en það er alltof algengt í nútímafótbolta. Þó það hafi verið gert á HM hefur það hins vegar ekki verið gert í öðrum keppnum. Í ótrúlegum 7-0 sigri Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni var aðeins bætt við þremur mínútum þrátt fyrir að sex mörk hafi litið dagsins ljós í síðari hálfleik og bæði lið nýtt allar þær skiptingar sem völ var á. „Það var fjórum mínútum bætt við fyrri hálfleikinn en aðeins þremur við síðari hálfleikinn,“ sagði Collina þegar hann ræddi við blaðamenn um málið á dögunum. Hann tók líka 5-2 sigur Real Madríd á Anfield sem dæmi. Þar var sjö mínútum bætt við en Collina taldi að uppbótartíminn hefði átt að vera nær 16 mínútum. Hann sagði að mögulega í framtíðinni verði regla sem segi dómurum einfaldlega að sleppa uppbótartíma ef munurinn er svo mikill þegar venjulegur leiktími er uppurinn. Dómarinn fyrrverandi tók þó fram að með því væri hagsmuna ekki gætt þar sem markatala, mörk skoruð eða ekki skoruð, gætu á endanum skipt sköpum. Collina sagðist skilja að hægt væri að horfa á gríðarlegan uppbótartíma í stórsigri sem einfaldlega óþarfa en að samræmi væri lykilatriði. „Á HM vissi fólk við hverju var að búast. Þegar það er samræmi inn á vellinum verða allar ákvarðanir betri.“ Premier League matches WILL follow World Cup example and get 100mins in crackdown on time wasting not many things that wind up match-going fans than time wasting so very welcome stance from FIFA and Collina https://t.co/WcKDrcbweW— John Cross (@johncrossmirror) March 10, 2023 FIFA vill sjá allar deildir, alls staðar, taka upp sama regluverk og var notað á HM í Katar. Þannig yrðu 100 mínútna leikir fljótt að vana, eða allt þangað til að leikmenn myndu hætta að tefja því þeir viti að eyddum tíma verði einfaldlega bætt við sagði Collina að endingu.
Fótbolti FIFA Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira