Vill sjá réttan uppbótartíma sama hver staðan er Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2023 08:01 Pierluigi Collina var lengi vel besti dómari heims. EPA-EFE/SRDJAN SUKI Pierluigi Collina var á sínum tíma besti knattspyrnudómari í heimi en starfar í dag sem yfirmaður dómaramála hjá Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA. Hann vill sjá dómara bæta við réttum uppbótartíma í lok leikja sama hver staðan er þar sem hvert mark getur skipt máli. Á HM í Katar sem fór fram undir lok síðasta árs var gríðarlegum tíma bætt við hvern leik. Var það tilraun FIFA til að berjast gegn því að lið tefji en það er alltof algengt í nútímafótbolta. Þó það hafi verið gert á HM hefur það hins vegar ekki verið gert í öðrum keppnum. Í ótrúlegum 7-0 sigri Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni var aðeins bætt við þremur mínútum þrátt fyrir að sex mörk hafi litið dagsins ljós í síðari hálfleik og bæði lið nýtt allar þær skiptingar sem völ var á. „Það var fjórum mínútum bætt við fyrri hálfleikinn en aðeins þremur við síðari hálfleikinn,“ sagði Collina þegar hann ræddi við blaðamenn um málið á dögunum. Hann tók líka 5-2 sigur Real Madríd á Anfield sem dæmi. Þar var sjö mínútum bætt við en Collina taldi að uppbótartíminn hefði átt að vera nær 16 mínútum. Hann sagði að mögulega í framtíðinni verði regla sem segi dómurum einfaldlega að sleppa uppbótartíma ef munurinn er svo mikill þegar venjulegur leiktími er uppurinn. Dómarinn fyrrverandi tók þó fram að með því væri hagsmuna ekki gætt þar sem markatala, mörk skoruð eða ekki skoruð, gætu á endanum skipt sköpum. Collina sagðist skilja að hægt væri að horfa á gríðarlegan uppbótartíma í stórsigri sem einfaldlega óþarfa en að samræmi væri lykilatriði. „Á HM vissi fólk við hverju var að búast. Þegar það er samræmi inn á vellinum verða allar ákvarðanir betri.“ Premier League matches WILL follow World Cup example and get 100mins in crackdown on time wasting not many things that wind up match-going fans than time wasting so very welcome stance from FIFA and Collina https://t.co/WcKDrcbweW— John Cross (@johncrossmirror) March 10, 2023 FIFA vill sjá allar deildir, alls staðar, taka upp sama regluverk og var notað á HM í Katar. Þannig yrðu 100 mínútna leikir fljótt að vana, eða allt þangað til að leikmenn myndu hætta að tefja því þeir viti að eyddum tíma verði einfaldlega bætt við sagði Collina að endingu. Fótbolti FIFA Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Fleiri fréttir Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Sjá meira
Á HM í Katar sem fór fram undir lok síðasta árs var gríðarlegum tíma bætt við hvern leik. Var það tilraun FIFA til að berjast gegn því að lið tefji en það er alltof algengt í nútímafótbolta. Þó það hafi verið gert á HM hefur það hins vegar ekki verið gert í öðrum keppnum. Í ótrúlegum 7-0 sigri Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni var aðeins bætt við þremur mínútum þrátt fyrir að sex mörk hafi litið dagsins ljós í síðari hálfleik og bæði lið nýtt allar þær skiptingar sem völ var á. „Það var fjórum mínútum bætt við fyrri hálfleikinn en aðeins þremur við síðari hálfleikinn,“ sagði Collina þegar hann ræddi við blaðamenn um málið á dögunum. Hann tók líka 5-2 sigur Real Madríd á Anfield sem dæmi. Þar var sjö mínútum bætt við en Collina taldi að uppbótartíminn hefði átt að vera nær 16 mínútum. Hann sagði að mögulega í framtíðinni verði regla sem segi dómurum einfaldlega að sleppa uppbótartíma ef munurinn er svo mikill þegar venjulegur leiktími er uppurinn. Dómarinn fyrrverandi tók þó fram að með því væri hagsmuna ekki gætt þar sem markatala, mörk skoruð eða ekki skoruð, gætu á endanum skipt sköpum. Collina sagðist skilja að hægt væri að horfa á gríðarlegan uppbótartíma í stórsigri sem einfaldlega óþarfa en að samræmi væri lykilatriði. „Á HM vissi fólk við hverju var að búast. Þegar það er samræmi inn á vellinum verða allar ákvarðanir betri.“ Premier League matches WILL follow World Cup example and get 100mins in crackdown on time wasting not many things that wind up match-going fans than time wasting so very welcome stance from FIFA and Collina https://t.co/WcKDrcbweW— John Cross (@johncrossmirror) March 10, 2023 FIFA vill sjá allar deildir, alls staðar, taka upp sama regluverk og var notað á HM í Katar. Þannig yrðu 100 mínútna leikir fljótt að vana, eða allt þangað til að leikmenn myndu hætta að tefja því þeir viti að eyddum tíma verði einfaldlega bætt við sagði Collina að endingu.
Fótbolti FIFA Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Fleiri fréttir Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Sjá meira