Allt frá kúkableyjum til sjónvarpa hent á opin svæði í náttúrunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. mars 2023 21:01 Valdimar Víðisson er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar. egill aðalsteinsson Sjónvörpum, kúkableyjum og öllu þar á milli er iðulega hent á opið svæði í hraunið við Straumsvík í Hafnarfirði. Formaður bæjarráðs segir ástandið óþolandi. Kenningar séu um að umhverfissóðar reyni að komast hjá því að greiða gjöld til Sorpu. Mikið magn af rusli fannst á víðavangi í og við fjöruna í Straumsvík í gær. Davíð Arnar Stefánsson vakti athygli á málinu á Facebook og birti þessar myndir hér. Formaður bæjarráðs segist hafa fengið veður af ruslinu í gær og að í kjölfarið hafi starfsmenn bæjarins brugðist við ásamt heilbrigðiseftirlitinu og fjarlægt ruslið. Hann segir ekki einsdæmi að rusli sé hent á þessu svæði. „Það er einsdæmi í svona miklu magni, allavegana í langan tíma en þetta er ekki einsdæmi að fólk hefur verið að kasta rusli á svona opnum svæðum en í þessu magni er þetta ekki algengt,“ segir Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðabæjar. Sorpa mjög skammt frá Hann segir að reglulega sé rusl skilið eftir í vegkannti og á opnum fáförnum svæðum. „Það geta verið dekk, sjónvörp eða heimilisúrgangur eða úrgangur frá fyrirtækjum. Þetta kemur alltaf upp annað slagið. Og á þessu svæði, þetta er mikið útivistarsvæði og sem betur fer var fólk á ferðinni að njóta útiveru og urðu vör við þetta magn af rusli. Sorpa er síðan náttúrulega bara hérna hinum megin við Reykjanesbrautina, á Breiðhellu. Mjög stutt frá í sjálfu sér frá Sorpu og að þessu svæði þar sem þetta mikla magn af rusli fannst.“ Ruslið fannst í og við fjöruna.Egill aðalsteinsson Hvers vegna heldur þú að fólk hendi svona í náttúruna? „Ég geri mér enga grein fyrir því en menn hafa velt fyrir sér hvort menn hafa verið að reyna að komast auðveldu leiðina til að sleppa gjaldskyldu hjá Sorpu. Ég geri mér enga grein fyrir því hvers vegna en það er náttúrulega alveg ótækt að menn gangi svona um landið okkar.“ Hann segir ástandið algjörlega óþolandi. „Þetta er algjörlega ótækt því þetta lendir á öðrum að þrífa þetta upp eftir aðra og það er þannig að þegar svona umhverfissóðar eru að verki að þeim kannski er alveg sama sem er miður.“ Hafnarfjörður Sorphirða Umhverfismál Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Sjá meira
Mikið magn af rusli fannst á víðavangi í og við fjöruna í Straumsvík í gær. Davíð Arnar Stefánsson vakti athygli á málinu á Facebook og birti þessar myndir hér. Formaður bæjarráðs segist hafa fengið veður af ruslinu í gær og að í kjölfarið hafi starfsmenn bæjarins brugðist við ásamt heilbrigðiseftirlitinu og fjarlægt ruslið. Hann segir ekki einsdæmi að rusli sé hent á þessu svæði. „Það er einsdæmi í svona miklu magni, allavegana í langan tíma en þetta er ekki einsdæmi að fólk hefur verið að kasta rusli á svona opnum svæðum en í þessu magni er þetta ekki algengt,“ segir Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðabæjar. Sorpa mjög skammt frá Hann segir að reglulega sé rusl skilið eftir í vegkannti og á opnum fáförnum svæðum. „Það geta verið dekk, sjónvörp eða heimilisúrgangur eða úrgangur frá fyrirtækjum. Þetta kemur alltaf upp annað slagið. Og á þessu svæði, þetta er mikið útivistarsvæði og sem betur fer var fólk á ferðinni að njóta útiveru og urðu vör við þetta magn af rusli. Sorpa er síðan náttúrulega bara hérna hinum megin við Reykjanesbrautina, á Breiðhellu. Mjög stutt frá í sjálfu sér frá Sorpu og að þessu svæði þar sem þetta mikla magn af rusli fannst.“ Ruslið fannst í og við fjöruna.Egill aðalsteinsson Hvers vegna heldur þú að fólk hendi svona í náttúruna? „Ég geri mér enga grein fyrir því en menn hafa velt fyrir sér hvort menn hafa verið að reyna að komast auðveldu leiðina til að sleppa gjaldskyldu hjá Sorpu. Ég geri mér enga grein fyrir því hvers vegna en það er náttúrulega alveg ótækt að menn gangi svona um landið okkar.“ Hann segir ástandið algjörlega óþolandi. „Þetta er algjörlega ótækt því þetta lendir á öðrum að þrífa þetta upp eftir aðra og það er þannig að þegar svona umhverfissóðar eru að verki að þeim kannski er alveg sama sem er miður.“
Hafnarfjörður Sorphirða Umhverfismál Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Sjá meira