„Að sjálfsögðu á að banna þetta“ Snorri Másson skrifar 11. mars 2023 09:16 Í Íslandi í dag á miðvikudag var farið yfir umræðu um öryggismál þingmanna í tengslum við kínverska samfélagsmiðilinn TikTok. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur gefið út að hann hafi ekki áhyggjur af því að eigendur samfélagsmiðilsins hafi aðgang að gögnum hans. Innslagið má sjá hér að ofan og er þar farið um víðan völl í öðrum málum. Jakob Birgisson grínisti og álitsgjafi lagði mat á þá afstöðu og lýsti yfir áhyggjum af sinnuleysinu. „Af hverju ætti hann að vera á TikTok í fyrsta lagi? Og í öðru lagi, er honum bara alveg sama þótt einhver komist inn í símann hans?“ spurði Jakob. Jakob Birgisson grínist lagði mat á öryggismál þingmanna á sviði samfélagsmiðla.Vísir Jakob segir skemmtilegt að fylgjast með Framsóknarmönnum þegar kemur að netöryggi. „Sigurður Ingi til dæmis, sá ágæti maður, er í raun fjarskiptaráðherra. Það felst í að vera innviðaráðherra. Hann er yfir fjarskiptum á Íslandi. Og Facebook-ið hans var um daginn bara hakkað. Það var bara einhver gæi byrjaður að stýra Facebook-inu hans og skipta um myndir og ég veit ekki hvað,“ segir Jakob. Greint var frá því í síðasta mánuði að óprúttinn aðili hafi tekið yfir Facebook-reikning Sigurðar Inga Jóhannssonar og breytt nafninu í „Ramay Entertainment.“ Er aðstoðarmaður ráðherrans, Sigtryggur Magnason, var spurður út í þennan verknað gantaðist hann með að Framsóknarmenn væru víða; því væri verið að brjótast inn á síðuna. Jakob benti á þá léttúð sem þau ummæli lýstu gagnvart netárás af þessum toga. Jakob sagði að taka þurfi ógn vegna netárása alvarlegar, enda hafi verið rætt um það áður en stríðið í Úkraínu skall á að þau stríð sem fram undan væru í heiminum yrðu háð á netinu. Þegar rætt er um samfélagsmiðlana alla sem notaðir eru á Íslandi eru skilaboðin einföld hjá Jakobi: „Að sjálfsögðu á að banna þetta.“ Öryggisatriði. Ísland í dag Fjarskipti Framsóknarflokkurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut 6. mars 2023 07:00 Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Jakob Birgisson grínisti og álitsgjafi lagði mat á þá afstöðu og lýsti yfir áhyggjum af sinnuleysinu. „Af hverju ætti hann að vera á TikTok í fyrsta lagi? Og í öðru lagi, er honum bara alveg sama þótt einhver komist inn í símann hans?“ spurði Jakob. Jakob Birgisson grínist lagði mat á öryggismál þingmanna á sviði samfélagsmiðla.Vísir Jakob segir skemmtilegt að fylgjast með Framsóknarmönnum þegar kemur að netöryggi. „Sigurður Ingi til dæmis, sá ágæti maður, er í raun fjarskiptaráðherra. Það felst í að vera innviðaráðherra. Hann er yfir fjarskiptum á Íslandi. Og Facebook-ið hans var um daginn bara hakkað. Það var bara einhver gæi byrjaður að stýra Facebook-inu hans og skipta um myndir og ég veit ekki hvað,“ segir Jakob. Greint var frá því í síðasta mánuði að óprúttinn aðili hafi tekið yfir Facebook-reikning Sigurðar Inga Jóhannssonar og breytt nafninu í „Ramay Entertainment.“ Er aðstoðarmaður ráðherrans, Sigtryggur Magnason, var spurður út í þennan verknað gantaðist hann með að Framsóknarmenn væru víða; því væri verið að brjótast inn á síðuna. Jakob benti á þá léttúð sem þau ummæli lýstu gagnvart netárás af þessum toga. Jakob sagði að taka þurfi ógn vegna netárása alvarlegar, enda hafi verið rætt um það áður en stríðið í Úkraínu skall á að þau stríð sem fram undan væru í heiminum yrðu háð á netinu. Þegar rætt er um samfélagsmiðlana alla sem notaðir eru á Íslandi eru skilaboðin einföld hjá Jakobi: „Að sjálfsögðu á að banna þetta.“ Öryggisatriði.
Ísland í dag Fjarskipti Framsóknarflokkurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut 6. mars 2023 07:00 Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut 6. mars 2023 07:00
Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55