Nú má heita Chloé og Gleymmérei Máni Snær Þorláksson skrifar 10. mars 2023 13:36 Mannanafnanefnd samþykkti þrettán ný nöfn í gær. Getty Mannanafnanefnd samþykkti og færði alls þrettán nöfn á mannanafnaskrá í gær. Nefndin hafnaði einu nafni. Átta kvenkyns nöfn og fimm karlkyns nöfn voru samþykkt. Nefndin samþykkti kvenkyns nöfnin Gleymmérei, Gúrí, Naní, Eiva, Chloé, Emilí, Lillýana og Leya. Karlkyns nöfnin sem samþykkt voru eru: Dímon, Myrkár, Sigurmáni, Fædon og Benjamin. Eiginnafnið Emilí var fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Emilý og eiginnafnið Benjamin var fært á skrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Benjamín. Það var millinafnið Kims sem mannanafnanefnd ákvað að hafna í gær. Ástæðan fyrir höfnuninni er sú að millinafnið er ekki dregið af íslenskum orðstofni og uppfyllir það því ekki sjöttu grein laga um mannanöfn. Chloé aðeins samþykkt vegna hefðar Úrskurðurinn fyrir eiginnafnið Chloé er ansi ítarlegur en nefndin taldi það uppfylla þrjú af fjórum skilyrðum sem mannanöfn þurfa að uppfylla. 1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nefndin telur nafnið Chloé uppfylla skilyrði númer eitt, tvö og fjögur. „Það tekur íslenskri eignarfallsendingu, Chloé, samanber til hliðsjónar eiginfalli Salóme, brýtur ekki í bág við íslenskt málkerfi og er ekki þannig að það geti orðið nafnbera til ama,“ segir í úrskurðinum. „Nafnið er aftur á móti ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks þar sem bókstafurinn c er ekki í íslenska stafrófinu og hljóðgildi stafsins é í nafninu ekki það sama og almennt í íslensku, það er tvíhljóðið je. Þannig er aðeins hægt að samþykkja nafnið að hefð sé fyrir þessum rithætti þess.“ Í skilyrði númer þrjú er þó tekið fram að nafnið þurfi ekki að vera ritað í samræmi við almennar ritreglur sé hefð fyrir öðrum rithætti þess. Taldi nefndin að hefð væri fyrir rithættinum þar sem að um franskt tökunafn er að ræða og rithátturinn er gjaldgengur í veitimálinu og víðar. Mannanöfn Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Átta kvenkyns nöfn og fimm karlkyns nöfn voru samþykkt. Nefndin samþykkti kvenkyns nöfnin Gleymmérei, Gúrí, Naní, Eiva, Chloé, Emilí, Lillýana og Leya. Karlkyns nöfnin sem samþykkt voru eru: Dímon, Myrkár, Sigurmáni, Fædon og Benjamin. Eiginnafnið Emilí var fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Emilý og eiginnafnið Benjamin var fært á skrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Benjamín. Það var millinafnið Kims sem mannanafnanefnd ákvað að hafna í gær. Ástæðan fyrir höfnuninni er sú að millinafnið er ekki dregið af íslenskum orðstofni og uppfyllir það því ekki sjöttu grein laga um mannanöfn. Chloé aðeins samþykkt vegna hefðar Úrskurðurinn fyrir eiginnafnið Chloé er ansi ítarlegur en nefndin taldi það uppfylla þrjú af fjórum skilyrðum sem mannanöfn þurfa að uppfylla. 1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nefndin telur nafnið Chloé uppfylla skilyrði númer eitt, tvö og fjögur. „Það tekur íslenskri eignarfallsendingu, Chloé, samanber til hliðsjónar eiginfalli Salóme, brýtur ekki í bág við íslenskt málkerfi og er ekki þannig að það geti orðið nafnbera til ama,“ segir í úrskurðinum. „Nafnið er aftur á móti ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks þar sem bókstafurinn c er ekki í íslenska stafrófinu og hljóðgildi stafsins é í nafninu ekki það sama og almennt í íslensku, það er tvíhljóðið je. Þannig er aðeins hægt að samþykkja nafnið að hefð sé fyrir þessum rithætti þess.“ Í skilyrði númer þrjú er þó tekið fram að nafnið þurfi ekki að vera ritað í samræmi við almennar ritreglur sé hefð fyrir öðrum rithætti þess. Taldi nefndin að hefð væri fyrir rithættinum þar sem að um franskt tökunafn er að ræða og rithátturinn er gjaldgengur í veitimálinu og víðar.
1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.
Mannanöfn Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira