Fullyrðingar ráðherra um verulega fjölgun slysa standast ekki skoðun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2023 07:59 Gögn frá Vinnueftirlitinu benda ekki til þess að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega, hvað þá af manna völdum. Þvert á móti virðist fjöldinn sveiflast lítillega milli ára. Fullyrðingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega á síðustu árum fást ekki staðist samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu. Ráðherra hefur ítrekað vísað til þessa til að réttlæta að heimila lögreglu að bera rafbyssur. Fréttastofa sendi dómsmálaráðuneytinu fyrirspurn þar sem óskað var eftir þeim gögnum sem dómsmálaráðherra væri að vísa í þegar hann talaði um aukinn fjölda slysa á lögreglumönnum og skýrslur um góða reynslu nágrannaþjóða Íslands af rafvopnum. Hvað varðar slysin vísaði upplýsingafulltrúi ráðuneytisins á grein Fjölnis Sæmundssonar, formanns Landssambands lögreglumanna, á vefnum logreglumenn.is. Fjölnir vísaði fréttastofu áfram, á erindi sem fulltrúi Vinnueftirlitsins hélt á ráðstefnunni Löggæsla og samfélagið við Háskólann á Akureyri í október. Umræddur starfsmaður Vinnueftirlitsins, Guðmundur Mar Magnússon, tók saman gögn fyrir fréttastofu sem ná tíu ár aftur í tímann. Hann staðfesti að umræddar upplýsingar hefðu ekki verið teknar saman áður, hvorki fyrir lögregluna né dómsmálaráðuneytið. Á þessu tímabili, frá 2013 til 2022, fjölgaði lögreglumönnum úr 612 í 759 en á sama tíma voru slys á bilinu 109 til 126, að árinu 2020 undanskildu. Það ár voru tilkynnt slys 165 talsins, sem kann að mega rekja til kórónuveirufaraldursins. Ef horft er til slysa af völdum annarra flokkast þau, samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu, undir „Bit, högg, spörk, stunga o.fl. (frá dýri eða manneskju). Þar voru slysin 48 til 65 á árunum 2013 til 2022, nema árið 2016 þegar þau voru 32 og 2022 þegar þau voru 36. Þess ber að geta að á árunum 2013 til 2019 voru öll högg sett í einn flokk en árið 2020 var nýr flokkur tekinn í notkun; „Högg frá hlut á hreyfingu eða samstuð“. Dómsmálaráðherra hefur orðið tíðrætt um aukinn fjölda slysa á lögreglumönnum í umræðunni um heimild lögreglu til að nota rafbyssur. „Þessi ákvörðun er fyrst og fremst tekin á grundvelli þess að auka á öryggi lögreglumanna. Það er fullt tilefni til, virðulegur forseti. Staðan í þeirra störfum hefur orðið miklu alvarlegri á undanförnum fáum árum heldur en hún var fyrir nokkrum árum og afleiðingarnar eru augljósar. Það er mikið meira um slys á lögreglumönnum og meira um óhöpp gagnvart þeim sem þeir eru eiga við þar sem menn lenda í líkamlegum átökum,“ sagði Jón í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í janúar. „Við erum því miður að horfa fram á mikla aukningu í slysatíðni meðal lögreglumanna vegna þeirra sem þeir eru að eiga við. Það fylgja því auðvitað slys á þeim sem er verið að eiga við hverju sinni líka. Við erum bara með þessi mál mjög ítrekuð á síðustu misserum og við þessu verður að bregðast,“ sagði ráðherrann í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í sama mánuði. Vafasamt hvort rafbyssur draga úr slysum Í svörum sínum við fyrirspurn fréttastofu um þau gögn sem ráðherra hefði vísað til í umræðunni benti ráðuneytið á tvær skýrslur. Önnur þeirra er frá 2021 og fjallar um tveggja ára tilraunaverkefni í Noregi, þar sem gerður var samanburður á tveimur hópum lögreglumanna en annar þeirra hafði fengið rafbyssum úthlutað og hinn ekki. Í skýrslunni er fjallað nokkuð ítarlega um rannsóknir á notkun rafbyssa víða um heim en þar segir meðal annars að niðurstöður er varða áhrif rafbyssa á slys á lögreglumönnum og þeim sem lögregla hefur afskipti af séu afar mismunandi og jafnvel mótsagnakenndar. Þá er vitnað í tilraunverkefni í Svíþjóð, þar sem niðurstöður leiddu í ljós að lögreglumenn upplifðu minni hættu á ofbeldi og þar af leiðandi slysum þegar þeir báru rafbyssu en engar skýrar niðurstöður lágu fyrir um að notkun rafbyssa drægi raunverulega úr slysum. Norðmennirnir virðast hafa komist að svipaðri niðurstöðu: „Að geta tekið á málum af minna afli og það að búa að öðrum valkosti en að grípa til skotvopna virðist auka öryggistilfinningu lögreglumanna. [Rafbyssur] virðast ekki hafa áhrif á meiðsl meðal lögreglumanna eða viðfangsefna þeirra en niðurstöður viðtala við lögreglumennina bentu til minni áhættu á verulegum meiðslum og banvænni beitingu valds,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. Hin skýrslan sem ráðuneytið vísar á var gefin út í Finnlandi árið 2017, fjallar um reynslu finnslu lögreglunnar af rafbyssum árið 2016 og var unnin af yfirlögregluþjóninum og prófessornum Henri Rikander. Ekki var um samanburðarrannsókn að ræða og því engar niðurstöður að finna um áhrif rafbyssa á slysatíðni. Tengd skjöl rapport_cew_norge---TASERPDF4.3MBSækja skjal gjrgensenNTFK-2-2017-HenriRikanderPDF248KBSækja skjal Rafbyssur Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16. mars 2023 06:49 Lögreglumenn fagna nýjum reglum ráðherra um vopnanotkun Stjórn og trúnaðarmannaráð Landssambands lögreglumanna fagnar ákvörðun dómsmálaráðherra um útgáfu reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. 27. janúar 2023 07:21 Bannað að beita vopnunum gegn fólki í slæmu ástandi og þunguðum konum Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu. Ekki má beita þeim gegn einstaklingum í „áberandi slæmu líkamlegu ástandi eða konum sem eru augljóslega þungaðar“. 19. janúar 2023 13:07 Dómsmálaráðherra um rafbyssur: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. 18. janúar 2023 23:24 Reglugerðin var tilbúin áður en ráðherra tilkynnti ákvörðunina Reglugerð um heimild lögreglu til að nota rafbyssur hefur verið samin og undirrituð af dómsmálaráðherra. Hún tekur gildi um leið og hún birtist í Stjórnartíðindum, sem verður á næstu dögum. 18. janúar 2023 06:54 Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. 30. desember 2022 13:44 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Fréttastofa sendi dómsmálaráðuneytinu fyrirspurn þar sem óskað var eftir þeim gögnum sem dómsmálaráðherra væri að vísa í þegar hann talaði um aukinn fjölda slysa á lögreglumönnum og skýrslur um góða reynslu nágrannaþjóða Íslands af rafvopnum. Hvað varðar slysin vísaði upplýsingafulltrúi ráðuneytisins á grein Fjölnis Sæmundssonar, formanns Landssambands lögreglumanna, á vefnum logreglumenn.is. Fjölnir vísaði fréttastofu áfram, á erindi sem fulltrúi Vinnueftirlitsins hélt á ráðstefnunni Löggæsla og samfélagið við Háskólann á Akureyri í október. Umræddur starfsmaður Vinnueftirlitsins, Guðmundur Mar Magnússon, tók saman gögn fyrir fréttastofu sem ná tíu ár aftur í tímann. Hann staðfesti að umræddar upplýsingar hefðu ekki verið teknar saman áður, hvorki fyrir lögregluna né dómsmálaráðuneytið. Á þessu tímabili, frá 2013 til 2022, fjölgaði lögreglumönnum úr 612 í 759 en á sama tíma voru slys á bilinu 109 til 126, að árinu 2020 undanskildu. Það ár voru tilkynnt slys 165 talsins, sem kann að mega rekja til kórónuveirufaraldursins. Ef horft er til slysa af völdum annarra flokkast þau, samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu, undir „Bit, högg, spörk, stunga o.fl. (frá dýri eða manneskju). Þar voru slysin 48 til 65 á árunum 2013 til 2022, nema árið 2016 þegar þau voru 32 og 2022 þegar þau voru 36. Þess ber að geta að á árunum 2013 til 2019 voru öll högg sett í einn flokk en árið 2020 var nýr flokkur tekinn í notkun; „Högg frá hlut á hreyfingu eða samstuð“. Dómsmálaráðherra hefur orðið tíðrætt um aukinn fjölda slysa á lögreglumönnum í umræðunni um heimild lögreglu til að nota rafbyssur. „Þessi ákvörðun er fyrst og fremst tekin á grundvelli þess að auka á öryggi lögreglumanna. Það er fullt tilefni til, virðulegur forseti. Staðan í þeirra störfum hefur orðið miklu alvarlegri á undanförnum fáum árum heldur en hún var fyrir nokkrum árum og afleiðingarnar eru augljósar. Það er mikið meira um slys á lögreglumönnum og meira um óhöpp gagnvart þeim sem þeir eru eiga við þar sem menn lenda í líkamlegum átökum,“ sagði Jón í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í janúar. „Við erum því miður að horfa fram á mikla aukningu í slysatíðni meðal lögreglumanna vegna þeirra sem þeir eru að eiga við. Það fylgja því auðvitað slys á þeim sem er verið að eiga við hverju sinni líka. Við erum bara með þessi mál mjög ítrekuð á síðustu misserum og við þessu verður að bregðast,“ sagði ráðherrann í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í sama mánuði. Vafasamt hvort rafbyssur draga úr slysum Í svörum sínum við fyrirspurn fréttastofu um þau gögn sem ráðherra hefði vísað til í umræðunni benti ráðuneytið á tvær skýrslur. Önnur þeirra er frá 2021 og fjallar um tveggja ára tilraunaverkefni í Noregi, þar sem gerður var samanburður á tveimur hópum lögreglumanna en annar þeirra hafði fengið rafbyssum úthlutað og hinn ekki. Í skýrslunni er fjallað nokkuð ítarlega um rannsóknir á notkun rafbyssa víða um heim en þar segir meðal annars að niðurstöður er varða áhrif rafbyssa á slys á lögreglumönnum og þeim sem lögregla hefur afskipti af séu afar mismunandi og jafnvel mótsagnakenndar. Þá er vitnað í tilraunverkefni í Svíþjóð, þar sem niðurstöður leiddu í ljós að lögreglumenn upplifðu minni hættu á ofbeldi og þar af leiðandi slysum þegar þeir báru rafbyssu en engar skýrar niðurstöður lágu fyrir um að notkun rafbyssa drægi raunverulega úr slysum. Norðmennirnir virðast hafa komist að svipaðri niðurstöðu: „Að geta tekið á málum af minna afli og það að búa að öðrum valkosti en að grípa til skotvopna virðist auka öryggistilfinningu lögreglumanna. [Rafbyssur] virðast ekki hafa áhrif á meiðsl meðal lögreglumanna eða viðfangsefna þeirra en niðurstöður viðtala við lögreglumennina bentu til minni áhættu á verulegum meiðslum og banvænni beitingu valds,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. Hin skýrslan sem ráðuneytið vísar á var gefin út í Finnlandi árið 2017, fjallar um reynslu finnslu lögreglunnar af rafbyssum árið 2016 og var unnin af yfirlögregluþjóninum og prófessornum Henri Rikander. Ekki var um samanburðarrannsókn að ræða og því engar niðurstöður að finna um áhrif rafbyssa á slysatíðni. Tengd skjöl rapport_cew_norge---TASERPDF4.3MBSækja skjal gjrgensenNTFK-2-2017-HenriRikanderPDF248KBSækja skjal
Rafbyssur Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16. mars 2023 06:49 Lögreglumenn fagna nýjum reglum ráðherra um vopnanotkun Stjórn og trúnaðarmannaráð Landssambands lögreglumanna fagnar ákvörðun dómsmálaráðherra um útgáfu reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. 27. janúar 2023 07:21 Bannað að beita vopnunum gegn fólki í slæmu ástandi og þunguðum konum Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu. Ekki má beita þeim gegn einstaklingum í „áberandi slæmu líkamlegu ástandi eða konum sem eru augljóslega þungaðar“. 19. janúar 2023 13:07 Dómsmálaráðherra um rafbyssur: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. 18. janúar 2023 23:24 Reglugerðin var tilbúin áður en ráðherra tilkynnti ákvörðunina Reglugerð um heimild lögreglu til að nota rafbyssur hefur verið samin og undirrituð af dómsmálaráðherra. Hún tekur gildi um leið og hún birtist í Stjórnartíðindum, sem verður á næstu dögum. 18. janúar 2023 06:54 Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. 30. desember 2022 13:44 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16. mars 2023 06:49
Lögreglumenn fagna nýjum reglum ráðherra um vopnanotkun Stjórn og trúnaðarmannaráð Landssambands lögreglumanna fagnar ákvörðun dómsmálaráðherra um útgáfu reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. 27. janúar 2023 07:21
Bannað að beita vopnunum gegn fólki í slæmu ástandi og þunguðum konum Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu. Ekki má beita þeim gegn einstaklingum í „áberandi slæmu líkamlegu ástandi eða konum sem eru augljóslega þungaðar“. 19. janúar 2023 13:07
Dómsmálaráðherra um rafbyssur: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. 18. janúar 2023 23:24
Reglugerðin var tilbúin áður en ráðherra tilkynnti ákvörðunina Reglugerð um heimild lögreglu til að nota rafbyssur hefur verið samin og undirrituð af dómsmálaráðherra. Hún tekur gildi um leið og hún birtist í Stjórnartíðindum, sem verður á næstu dögum. 18. janúar 2023 06:54
Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. 30. desember 2022 13:44