Stefna á að fjölga fangelsisrýmum úr fjörtíu í sjötíu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. mars 2023 20:49 Fangelsið að Sogni. Magnús Hlynur „Það eru fara af stað miklar framkvæmdir í aðstöðubreytingum á Litla Hrauni. Það er tveggja milljarða verkefni sem er að fara af stað þar núna, þessa dagana,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknari kynntu umfangsmiklar breytingar í löggæslu á fundi dómsmálaráðherra í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis ræddi Jón um áttakið í löggæslumálum og kom hann meðal annars inn á fangelsismál. Hyggst hann leggja áherslu á að hagræðingarkrafa sem gerð er við fjárlagagerð verði felld niður á löggæsluna, fangelsismálin og saksóknina. „Þannig að við séum komin með þann ramma sem við höfum núna til að vinna eftir með þessari aukningu. Vegna þess að ef við þurfum að skera niður, þá er það í þessum málaflokkun þannig að við þurfum að segja upp fólki. 85 prósent af kostnaðinum eru laun.“ Þá segir Jón að stefnan sé að fjölga fangelsisrýmum. „Ég mun leggja til umtalsverða fjölgun á rýmum í opnum fangelsum, bæði á Sogni og fyrir vestan, á Kvíabryggju. Við erum með um tuttugu fanga á hvorum stað og með ekkert alltof miklum tilkostnaði munum við geta fjölgað þeim upp í tuttugu og átta. Í stað þess að hafa rými fyrir um fjörtíu fanga munum við hafa rými fyrir tæplega sjötíu manns. Hluta af því er hægt að setja í gang með tiltölulega litlum fyrirvara og jafnvel bara strax á þessu ári ef ég fæ það samþykkt á vettvangi ríkisstjórnar.“ Jón segir framkvæmdirnar taka lengri tíma á Kvíabryggju. „Hitt tekur aðeins lengri tíma á Kvíabryggju að byggja upp. Þar er komið að miklum viðhaldsþáttum og þar þyrfti að fara aðeins í frekari uppbyggingu. Það mun þá taka kannski þrjú ár eða eitthvað slíkt að klára þar. En þarna liggja áherslur okkur á þessu stigi, þetta er svona ákveðin framtíðarsýn.“ Þá segir Jón að sjónum verði einnig beint að öðrum afplánunarúrræðum. „Við erum síðan líka að horfa til afplánunar með öðrum hætti, eins og félagsþjónustu og notkun ökklabanda. Það hafa stór skref verið stigin í þessu en við þurfum að gera miklu betur þar.“ Fangelsismál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknari kynntu umfangsmiklar breytingar í löggæslu á fundi dómsmálaráðherra í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis ræddi Jón um áttakið í löggæslumálum og kom hann meðal annars inn á fangelsismál. Hyggst hann leggja áherslu á að hagræðingarkrafa sem gerð er við fjárlagagerð verði felld niður á löggæsluna, fangelsismálin og saksóknina. „Þannig að við séum komin með þann ramma sem við höfum núna til að vinna eftir með þessari aukningu. Vegna þess að ef við þurfum að skera niður, þá er það í þessum málaflokkun þannig að við þurfum að segja upp fólki. 85 prósent af kostnaðinum eru laun.“ Þá segir Jón að stefnan sé að fjölga fangelsisrýmum. „Ég mun leggja til umtalsverða fjölgun á rýmum í opnum fangelsum, bæði á Sogni og fyrir vestan, á Kvíabryggju. Við erum með um tuttugu fanga á hvorum stað og með ekkert alltof miklum tilkostnaði munum við geta fjölgað þeim upp í tuttugu og átta. Í stað þess að hafa rými fyrir um fjörtíu fanga munum við hafa rými fyrir tæplega sjötíu manns. Hluta af því er hægt að setja í gang með tiltölulega litlum fyrirvara og jafnvel bara strax á þessu ári ef ég fæ það samþykkt á vettvangi ríkisstjórnar.“ Jón segir framkvæmdirnar taka lengri tíma á Kvíabryggju. „Hitt tekur aðeins lengri tíma á Kvíabryggju að byggja upp. Þar er komið að miklum viðhaldsþáttum og þar þyrfti að fara aðeins í frekari uppbyggingu. Það mun þá taka kannski þrjú ár eða eitthvað slíkt að klára þar. En þarna liggja áherslur okkur á þessu stigi, þetta er svona ákveðin framtíðarsýn.“ Þá segir Jón að sjónum verði einnig beint að öðrum afplánunarúrræðum. „Við erum síðan líka að horfa til afplánunar með öðrum hætti, eins og félagsþjónustu og notkun ökklabanda. Það hafa stór skref verið stigin í þessu en við þurfum að gera miklu betur þar.“
Fangelsismál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira