Blómstrandi barnamenning Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir skrifa 9. mars 2023 16:01 Barnamenning hefur verið með miklum blóma hér á landi á undanförnum árum. Til stendur að gera enn betur á því sviði með þingsályktunartillögu um eflingu barnamenningar sem nú liggur fyrir Alþingi. Meginmarkmiðið hér eru að auka samhæfingu og efla stefnumótun á sviði barnamenningar, að auka framboð lista, menningar- og listfræðslu fyrir börn og ungmenni í skólastarfi og að festa í sessi starfsemi barnamenningarverkefnisins List fyrir alla og Barnamenningarsjóðs Íslands. Þá er lagt til að komið verði á fót Miðstöð barnamenningar sem falin verði yfirstjórn með barnamenningarverkefninu List fyrir alla og starfsemi Barnamenningarsjóðs Íslands. Barnamenningarsjóður markaði þáttaskil Barnamenningarsjóður Íslands var stofnaður á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Þá var ákveðið að setja 100 milljónir árlega í sjóðinn til að efla listir og menningu í þágu barna og að hann skyldi starfa í fimm ár. Sjóðurinn hefur stutt við sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi ásamt því að stuðla að samfélagsvitund, lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu og styðja við að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Frá 2019 til 2022 var 371,5 milljónum króna úthlutað úr Barnamenningarsjóði Íslands til 149 verkefna um allt land með góðum árangri. Nú þegar framhald sjóðsins er metið var ákveðið að skoða mögulega samlegð Barnamenningarsjóðsins við Barnamenningarverkefnið List fyrir alla sem sett var á laggirnar 2016, en megintilgangur þess er að miðla listviðburðum til grunnskólabarna um land allt og jafna þannig aðgengi að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Með verkefninu gefst börnum og listamönnum meðal annars tækifæri til að móta og skapa listverkefni í sameiningu. Aðgengi að menningu skiptir máli Starfsemi á sviði menningar og starfsumhverfi listafólks hefur samfara samfélagslegum breytingum þróast mikið á undanförnum árum. Hafa verður í huga þá menningarlegu fjölbreytni sem býr í íslensku samfélagi og mikilvægi þess að menningarlífið endurspegli hana. Í því samhengi er mikilvægt að efla menningarlæsi í samfélaginu og tryggja öllum börnum og ungmennum aðgengi að menningarupplifunum, listfræðslu og þátttöku í listsköpun við hæfi. Fjölbreytni í menningarlífi stuðlar að jöfnuði og aukinni velsæld í samfélaginu. Aðgerðaáætlun um eflingu barnamenningar byggist á þeirri framtíðarsýn að menningarlæsi, menningarþátttaka og miðlun menningararfs verði veigamikil atriði í uppvexti og skólastarfi barna og ungmenna og að starfsemi á þessu sviði endurspegli fjölbreytta samsetningu þjóðarinnar og þá alþjóðlegu menningu sem býr í íslensku samfélagi. Við teljum ekki nokkurn vafa leika á að List fyrir alla og Barnamenningarsjóður komu til móts við raunverulega þörf í íslensku menningar- og listalífi. Nú er lykilatriði að byggja áfram upp á þeim góða grunni og tryggja að allar kynslóðir barna fái tækifæri til að sinna menningar- og listastarfi á sínum eigin forsendum. Það er grunnur að góðri framtíð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Katrín Jakobsdóttir Menning Börn og uppeldi Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Barnamenning hefur verið með miklum blóma hér á landi á undanförnum árum. Til stendur að gera enn betur á því sviði með þingsályktunartillögu um eflingu barnamenningar sem nú liggur fyrir Alþingi. Meginmarkmiðið hér eru að auka samhæfingu og efla stefnumótun á sviði barnamenningar, að auka framboð lista, menningar- og listfræðslu fyrir börn og ungmenni í skólastarfi og að festa í sessi starfsemi barnamenningarverkefnisins List fyrir alla og Barnamenningarsjóðs Íslands. Þá er lagt til að komið verði á fót Miðstöð barnamenningar sem falin verði yfirstjórn með barnamenningarverkefninu List fyrir alla og starfsemi Barnamenningarsjóðs Íslands. Barnamenningarsjóður markaði þáttaskil Barnamenningarsjóður Íslands var stofnaður á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Þá var ákveðið að setja 100 milljónir árlega í sjóðinn til að efla listir og menningu í þágu barna og að hann skyldi starfa í fimm ár. Sjóðurinn hefur stutt við sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi ásamt því að stuðla að samfélagsvitund, lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu og styðja við að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Frá 2019 til 2022 var 371,5 milljónum króna úthlutað úr Barnamenningarsjóði Íslands til 149 verkefna um allt land með góðum árangri. Nú þegar framhald sjóðsins er metið var ákveðið að skoða mögulega samlegð Barnamenningarsjóðsins við Barnamenningarverkefnið List fyrir alla sem sett var á laggirnar 2016, en megintilgangur þess er að miðla listviðburðum til grunnskólabarna um land allt og jafna þannig aðgengi að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Með verkefninu gefst börnum og listamönnum meðal annars tækifæri til að móta og skapa listverkefni í sameiningu. Aðgengi að menningu skiptir máli Starfsemi á sviði menningar og starfsumhverfi listafólks hefur samfara samfélagslegum breytingum þróast mikið á undanförnum árum. Hafa verður í huga þá menningarlegu fjölbreytni sem býr í íslensku samfélagi og mikilvægi þess að menningarlífið endurspegli hana. Í því samhengi er mikilvægt að efla menningarlæsi í samfélaginu og tryggja öllum börnum og ungmennum aðgengi að menningarupplifunum, listfræðslu og þátttöku í listsköpun við hæfi. Fjölbreytni í menningarlífi stuðlar að jöfnuði og aukinni velsæld í samfélaginu. Aðgerðaáætlun um eflingu barnamenningar byggist á þeirri framtíðarsýn að menningarlæsi, menningarþátttaka og miðlun menningararfs verði veigamikil atriði í uppvexti og skólastarfi barna og ungmenna og að starfsemi á þessu sviði endurspegli fjölbreytta samsetningu þjóðarinnar og þá alþjóðlegu menningu sem býr í íslensku samfélagi. Við teljum ekki nokkurn vafa leika á að List fyrir alla og Barnamenningarsjóður komu til móts við raunverulega þörf í íslensku menningar- og listalífi. Nú er lykilatriði að byggja áfram upp á þeim góða grunni og tryggja að allar kynslóðir barna fái tækifæri til að sinna menningar- og listastarfi á sínum eigin forsendum. Það er grunnur að góðri framtíð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun