Saka Íslensku óperuna um rasisma Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2023 10:09 Fólk af asískum uppruna hefur gagnrýnt Íslensku óperuna fyrir „yellow face“. Íslenska óperan Fólk af asískum uppruna búsett á Íslandi hefur undanfarna daga gagnrýnt uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly. Leikarar og söngvarar verksins eru flestir hvítir og frá Íslandi en í uppsetningunni eru þeir farðaðir svo þeir líti út fyrir að vera asískir. Fiðluleikarinn Laura Liu var fyrst til að vekja athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. Laura er í 1. fiðludeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands en er af kínverskum og bandarískum uppruna. Hún sakar óperuna um „yellow face“ sem er notkun á farða til þess að hvítt fólk líti út fyrir að vera asískt. Þegar „yellow face“-gervi eru notuð stuðla þau oftar en ekki að ýktum staðalímyndum frekar en raunverulegu útliti. Laura Liu er hér til vinstri.Sinfóníuhljómsveit Íslands Verkið Madama Butterfly var samið af ítalska skáldinu Giacomo Puccini og er byggt á smásögu eftir Bandaríkjamanninn John Luther Long. Verkið fjallar um japanska stúlku sem verður ástfangin af sjóliðsforingja í bandaríska hernum. Laura birti nokkrar myndir af leikurum sýningarinnar og óskaði einfaldlega eftir því að aðstandendur sýningarinnar myndu gera betur en þetta. Ekki japanska Fleiri einstaklingar af asískum uppruna hafa brugðist við með ummælum undir færslu Lauru, meðal annars hin japanska Yuka Ogura sem hefur verið búsett hér á landi síðan árið 2003. Hún setur út á það að letrið sem notað er í leikmynd sýningarinnar virðist vera kínverskt en ekki japanskt en sögusvið verksins er Japan. Michiel Dijkema, leikstjóri og leikmyndahönnuður verksins, svarar fyrir það í ummælum undir færslu Lauru. Hann segir að notast sé við japanska letrið Kanji sem vissulega er mjög svipað kínversku. Honum var þó snögglega bent á það að sé bókstöfum Kanji ekki raðað upp eftir japanskri hefð sé það alls ekki lengur japanskur texti. Svipað væri að raða stöfunum L, H, S og T upp saman og kalla það íslensku. Letrið sést hér í bakgrunninum.Facebook/Laura Liu Dijkema þvertekur einnig fyrir það að farði leikaranna sé „yellow face“. Aldrei hafi verið reynt að breyta húðlit leikaranna eða augum þeirra til þess að gera þá asískari í útliti. „Farðinn sem við notum lætur söngvarana í raun og veru verða mun hvítari (hvítari en Íslendingar). Auðvitað er heildarútkoman japönsk en farðinn er ekki hluti af hinni sögulegu og andstyggilegu hefð sem „yellow face“ er,“ skrifar Dijkema. Skaðlegar staðalímyndir Daniel Roh, kennari og uppistandari af asískum uppruna sem búsettur er hér á landi, skrifaði í dag skoðanagrein sem hann birti á Vísi. Þar gagnrýnir hann uppsetninguna og það að ríkið skuli styrkja uppsetningu sem endursegir rasíska frásögn. „Fjölmargir einstaklingar af asískum uppruna sem búsettir eru á Íslandi hafa gagnrýnt uppsetninguna. Þeir segja að yellowface (það að láta hvíta leikara líta út fyrir að vera frá Asíu með því að nota hárkollur, farða og búninga) sé skaðlegt og heldur uppi skaðlegum staðalímyndum,“ segir Daniel. Hann gagnrýnir svör Dijkema og segir hann geta réttlætt þetta þar sem hann skorti skilning og upplifunina til að tjá sig um svo flókið umræðuefni. Daniel sendir Íslensku óperunni svo opið bréf þar sem hann kallar eftir því að uppsetningunni verði breytt þannig ekki sé notast við yellow face. Búið er að skipuleggja mótmæli fyrir utan Hörpu á laugardaginn frá klukkan 18:30 til 19:30. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, án árangurs. Kynþáttafordómar Tónlist Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Fiðluleikarinn Laura Liu var fyrst til að vekja athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. Laura er í 1. fiðludeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands en er af kínverskum og bandarískum uppruna. Hún sakar óperuna um „yellow face“ sem er notkun á farða til þess að hvítt fólk líti út fyrir að vera asískt. Þegar „yellow face“-gervi eru notuð stuðla þau oftar en ekki að ýktum staðalímyndum frekar en raunverulegu útliti. Laura Liu er hér til vinstri.Sinfóníuhljómsveit Íslands Verkið Madama Butterfly var samið af ítalska skáldinu Giacomo Puccini og er byggt á smásögu eftir Bandaríkjamanninn John Luther Long. Verkið fjallar um japanska stúlku sem verður ástfangin af sjóliðsforingja í bandaríska hernum. Laura birti nokkrar myndir af leikurum sýningarinnar og óskaði einfaldlega eftir því að aðstandendur sýningarinnar myndu gera betur en þetta. Ekki japanska Fleiri einstaklingar af asískum uppruna hafa brugðist við með ummælum undir færslu Lauru, meðal annars hin japanska Yuka Ogura sem hefur verið búsett hér á landi síðan árið 2003. Hún setur út á það að letrið sem notað er í leikmynd sýningarinnar virðist vera kínverskt en ekki japanskt en sögusvið verksins er Japan. Michiel Dijkema, leikstjóri og leikmyndahönnuður verksins, svarar fyrir það í ummælum undir færslu Lauru. Hann segir að notast sé við japanska letrið Kanji sem vissulega er mjög svipað kínversku. Honum var þó snögglega bent á það að sé bókstöfum Kanji ekki raðað upp eftir japanskri hefð sé það alls ekki lengur japanskur texti. Svipað væri að raða stöfunum L, H, S og T upp saman og kalla það íslensku. Letrið sést hér í bakgrunninum.Facebook/Laura Liu Dijkema þvertekur einnig fyrir það að farði leikaranna sé „yellow face“. Aldrei hafi verið reynt að breyta húðlit leikaranna eða augum þeirra til þess að gera þá asískari í útliti. „Farðinn sem við notum lætur söngvarana í raun og veru verða mun hvítari (hvítari en Íslendingar). Auðvitað er heildarútkoman japönsk en farðinn er ekki hluti af hinni sögulegu og andstyggilegu hefð sem „yellow face“ er,“ skrifar Dijkema. Skaðlegar staðalímyndir Daniel Roh, kennari og uppistandari af asískum uppruna sem búsettur er hér á landi, skrifaði í dag skoðanagrein sem hann birti á Vísi. Þar gagnrýnir hann uppsetninguna og það að ríkið skuli styrkja uppsetningu sem endursegir rasíska frásögn. „Fjölmargir einstaklingar af asískum uppruna sem búsettir eru á Íslandi hafa gagnrýnt uppsetninguna. Þeir segja að yellowface (það að láta hvíta leikara líta út fyrir að vera frá Asíu með því að nota hárkollur, farða og búninga) sé skaðlegt og heldur uppi skaðlegum staðalímyndum,“ segir Daniel. Hann gagnrýnir svör Dijkema og segir hann geta réttlætt þetta þar sem hann skorti skilning og upplifunina til að tjá sig um svo flókið umræðuefni. Daniel sendir Íslensku óperunni svo opið bréf þar sem hann kallar eftir því að uppsetningunni verði breytt þannig ekki sé notast við yellow face. Búið er að skipuleggja mótmæli fyrir utan Hörpu á laugardaginn frá klukkan 18:30 til 19:30. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, án árangurs.
Kynþáttafordómar Tónlist Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira