„Ég hata fréttamenn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2023 10:30 Ingrid Landmark Tandrevold talar við þjálfara sinn á Patrick Oberegger á HM í Nove Mesto. Getty/Christian Manzoni Norska skíðaskotfimikonan Ingrid Landmark Tandrevold klúðraði gjörsamlega boðgöngunni fyrir þjóð sína á HM á dögunum, var mjög pirruð í viðtölum eftir keppnina og missti sig síðan á samfélagsmiðlinum Youtube. Norska sveitin þótti sigurstranglegust í boðgöngunni á HM en gangan breyttist fljótt í martröð fyrir hina 26 ára gömlu Tandrevold. Hún klikkaði á fjórum skotum og þurfti að fara í þrjá refsingahringi sem átti mikinn þátt í því að norska sveitin endaði í sjötta sæti í keppninni. Fréttamenn biðu eftir Tandrevold eftir keppnina og það gekk ekki allt of vel. Hún vildi skiljanlega vera allt annars staðar. "Blir för mycket känslor"https://t.co/YKurZFPsRI— SVT Sport (@SVTSport) March 8, 2023 Eftir keppnin mætti hún á Youtube og kvartaði yfir þeirri stöðu sem hún var sett í. „Það er svo leiðinlegt að þurfa að standa sér og svara fyrir það í fimmtíu viðtölum af hverju ég skaut svona illa, af hverju ég sé svona leiðinleg og af hverju ég stóð mig ekki. Ég reyni allt sem ég get til að gera vel. Það er ekki svo auðvelt að trúa á sig þegar allir segja að þú sért léleg,“ sagði Ingrid Landmark Tandrevold á Youtube og hélt áfram: „Ég hata fréttamenn. Þeir eru voðalegir vinir þínir þegar allt gengur vel og svo ömurlegir við þig þegar það gengur illa,“ sagði Tandrevold. Tandrevold sa hun «hater journalister» nå svarer hun på ordbruken: https://t.co/UR0mxVhFOF— NRK Sport (@NRK_Sport) March 6, 2023 Norska ríkissjónvarpið talaði síðan við Tandrevold þegar henni hafði runnið reiðin. „Ég talaði beint við myndavélina mína rétt eftir keppnina. Ég hefði aldrei sagt sömu hluti viku síðar. Það er hugmyndin á bak við þessi myndbönd. Að sýna hvernig það er að vera að keppa og þurfa að fara í gegnum allar þessar tilfinningar,“ sagði Tandrevold. „Ég hata ykkur ekki og ég hata heldur ekki hina fréttamennina. Ég reyndi að segja frá því hvernig mér leið á þessari stundu og hefði aldrei sagt þetta nokkrum dögum síðar. Það fylgja þessu miklar tilfinningar sem koma og fara,“ sagði Tandrevold. Skíðaíþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira
Norska sveitin þótti sigurstranglegust í boðgöngunni á HM en gangan breyttist fljótt í martröð fyrir hina 26 ára gömlu Tandrevold. Hún klikkaði á fjórum skotum og þurfti að fara í þrjá refsingahringi sem átti mikinn þátt í því að norska sveitin endaði í sjötta sæti í keppninni. Fréttamenn biðu eftir Tandrevold eftir keppnina og það gekk ekki allt of vel. Hún vildi skiljanlega vera allt annars staðar. "Blir för mycket känslor"https://t.co/YKurZFPsRI— SVT Sport (@SVTSport) March 8, 2023 Eftir keppnin mætti hún á Youtube og kvartaði yfir þeirri stöðu sem hún var sett í. „Það er svo leiðinlegt að þurfa að standa sér og svara fyrir það í fimmtíu viðtölum af hverju ég skaut svona illa, af hverju ég sé svona leiðinleg og af hverju ég stóð mig ekki. Ég reyni allt sem ég get til að gera vel. Það er ekki svo auðvelt að trúa á sig þegar allir segja að þú sért léleg,“ sagði Ingrid Landmark Tandrevold á Youtube og hélt áfram: „Ég hata fréttamenn. Þeir eru voðalegir vinir þínir þegar allt gengur vel og svo ömurlegir við þig þegar það gengur illa,“ sagði Tandrevold. Tandrevold sa hun «hater journalister» nå svarer hun på ordbruken: https://t.co/UR0mxVhFOF— NRK Sport (@NRK_Sport) March 6, 2023 Norska ríkissjónvarpið talaði síðan við Tandrevold þegar henni hafði runnið reiðin. „Ég talaði beint við myndavélina mína rétt eftir keppnina. Ég hefði aldrei sagt sömu hluti viku síðar. Það er hugmyndin á bak við þessi myndbönd. Að sýna hvernig það er að vera að keppa og þurfa að fara í gegnum allar þessar tilfinningar,“ sagði Tandrevold. „Ég hata ykkur ekki og ég hata heldur ekki hina fréttamennina. Ég reyndi að segja frá því hvernig mér leið á þessari stundu og hefði aldrei sagt þetta nokkrum dögum síðar. Það fylgja þessu miklar tilfinningar sem koma og fara,“ sagði Tandrevold.
Skíðaíþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira