Innlent

Vill gera Ísland meira aðlaðandi fyrir sérfræðinga

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Atvinnuleyfi munu fylgja fólki en ekki fyrirtækjum.
Atvinnuleyfi munu fylgja fólki en ekki fyrirtækjum. Vísir/Arnar

Atvinnuleyfi verða bundin við einstaklinga en ekki fyrirtæki ef tillögur forsætisráðherra verða að veruleika. Stjórnsýslan verður einfölduð, reglur um dvalarleyfi verða rýmkaðar og spálíkön gerð um mannaflaþörf í hinum ýmsu atvinnugreinum.

Markmiðið er að stemma stigu við félagslegum undirboðum og að gera Ísland meira aðlaðandi fyrir sérfræðinga sem koma frá löndum utan EES.

Tillögurnar eru eftirfarandi: 

Lagafrumvarp verður lagt fram á vorþingi að sögn forsætisráðherra og breytingarnar sem áætlað er að ráðast í eru þessar: 

Katrín Jakobsdóttir sagði í samtali við fréttastofu að þessar breytingar skipti miklu máli.

„Þetta eru mikilvægar breytingar af því að við vitum það að við þurfum fleiri vinnandi hendur á Íslandi í framtíðinni. Við erum með hátt hlutfall útlendinga á vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Þessum tillögum er ætlað að greiða leið þeirra sem eru utan EES inn á íslenskan vinnumarkað. Styrkja réttarstöðu þess til dæmis með þvi að atvinnuleyfi fylgi starfsmanni en ekki fyrirtæki.“

Vinnumálastofnun mun sjá um að meta mannaflaþörf.

„Þarna erum við líka aftur að læra af því sem best gerist í löndunum í kringum okkur. Hvernig við getum séð fyrir til sex mánaða í senn hver mannaflaþörfin er svo við getum lagað okkur að því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×