Garðyrkjubændur undirbúa vorið inn í hlýjunni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2023 20:30 Þorvaldur Snorrason, sem er einn af eigendum Flóru, garðyrkjustöðvar í Hveragerði. Hann hlakkar til vorsins og að geta opnað stöðina almenningi í lok mars. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sama tíma og landsmenn þurfa að sætta sig við frost og kulda úti þessa dagana, þá nýtur starfsfólk garðyrkjustöðva þess að fá að vera inn í hlýjunni og undirbúa blómin fyrir vorið. Á meðan það er skítakuldi úti, mikið frost, norðan garri og leiðindi þá njóta garðyrkjubændur og starfsfólk þeirra þess að vera inni og undirbúa söluna fyrir vorið. Til dæmis í Flóru, garðyrkjustöð, sem er í eigu tvennra hjóna í Hveragerði. Starfsmenn stöðvarinnar eru átta en nú eru þeir á fullu við að undirbúa opnun stöðvarinnar í lok mars. „Já, vorið er allavega komið inn í gróðurhúsin. Við erum á fullu að undirbúa vorið, fyrst aðeins páskana, en aðallega er það vorið hjá okkur núna. Fyrstu blómin eru aðeins farin að sýna sig og eru að fara á markað til Reykjavíkur en mesta salan er svo auðvitað páskarnir og svo meira í maí og júní,“ segir Þorvaldur Snorrason, einn eiganda. Þorvaldur segir þennan árstíma alltaf skemmtilegan inn í gróðurhúsunum, allt sé að verða meira og minna grænt og sólin gægist alltaf meira og meira inn um glerið á gróðurhúsunum. „Við erum að sá og við erum að prikla og potta og við gerum ekkert annað en að reyna að fylla þessi gróðurhús, sem við svo tæmum svo í byrjun maí. Við erum mjög stór í ræktun sumarblóma og eru með mikið úrval af þeim, til dæmis stjúpum og fjólum,“ segir Þorvaldur. Starfsmenn njóta þess að vinna inn í gróðurhúsunum á meðan það er svona kalt úti eins og hefur verið síðustu daga og spáir næstu daga áfram.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki gott að fá að vinna inni þegar það er svona kalt úti? „Jú, það er rosalegur munur. Það voru mínus átta gráður úti í dag og það eru 15 til 20 gráður hér inni, þannig að það er bara rosalega gott, ég tala nú ekki um þegar sólin er.“ Flóra, garðyrkjustöð opnar fyrir páska en þá er reiknað með að það verði nóg að gera og svo eru stærstu mánuðirnir alltaf maí og júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Garðyrkja Veður Blóm Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Á meðan það er skítakuldi úti, mikið frost, norðan garri og leiðindi þá njóta garðyrkjubændur og starfsfólk þeirra þess að vera inni og undirbúa söluna fyrir vorið. Til dæmis í Flóru, garðyrkjustöð, sem er í eigu tvennra hjóna í Hveragerði. Starfsmenn stöðvarinnar eru átta en nú eru þeir á fullu við að undirbúa opnun stöðvarinnar í lok mars. „Já, vorið er allavega komið inn í gróðurhúsin. Við erum á fullu að undirbúa vorið, fyrst aðeins páskana, en aðallega er það vorið hjá okkur núna. Fyrstu blómin eru aðeins farin að sýna sig og eru að fara á markað til Reykjavíkur en mesta salan er svo auðvitað páskarnir og svo meira í maí og júní,“ segir Þorvaldur Snorrason, einn eiganda. Þorvaldur segir þennan árstíma alltaf skemmtilegan inn í gróðurhúsunum, allt sé að verða meira og minna grænt og sólin gægist alltaf meira og meira inn um glerið á gróðurhúsunum. „Við erum að sá og við erum að prikla og potta og við gerum ekkert annað en að reyna að fylla þessi gróðurhús, sem við svo tæmum svo í byrjun maí. Við erum mjög stór í ræktun sumarblóma og eru með mikið úrval af þeim, til dæmis stjúpum og fjólum,“ segir Þorvaldur. Starfsmenn njóta þess að vinna inn í gróðurhúsunum á meðan það er svona kalt úti eins og hefur verið síðustu daga og spáir næstu daga áfram.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki gott að fá að vinna inni þegar það er svona kalt úti? „Jú, það er rosalegur munur. Það voru mínus átta gráður úti í dag og það eru 15 til 20 gráður hér inni, þannig að það er bara rosalega gott, ég tala nú ekki um þegar sólin er.“ Flóra, garðyrkjustöð opnar fyrir páska en þá er reiknað með að það verði nóg að gera og svo eru stærstu mánuðirnir alltaf maí og júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Garðyrkja Veður Blóm Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira