„Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Máni Snær Þorláksson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 8. mars 2023 16:43 Formaður Eflingar segir að baráttunni sé ekki lokið. Vísir/Vilhelm Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að hún og meðlimir samninganefndar Eflingar hafi ekki búist við öðru en að tillagan yrði samþykkt. „Við sjálf og Eflingarmeðlimir áttuðum okkur á því að ekki var lengra komist,“ segir hún. „Fólk fær þarna þessa afturvirkni og það eru auðvitað vissar hækkanir sem koma til Eflingarfólks sem lagði niður störf. Eins og staðan var, í ljósi þess að SA einfaldlega neituðu að gera við okkur kjarasamning, þá féllst fólk á þetta.“ Aðspurð um það hvort þessi niðurstaða sé ákjósanlegt millistig segir Sólveig að svo sé ekki: „Nei, ég get nú ekki sagt það. Við auðvitað fögnum því að það kom þarna til hótelstarfsfólks og svo til þeirra sem starfa við akstur á hættulegum efnum hjá Skeljungi og Olíudreifingu og svo þeim sem starfa hjá Samskipum, koma þar hækkanir sem fólk barðist fyrir.“ Hún segist hafa viljað gera góðan samning fyrir meðlimi Eflingar en að SA hafi í komið veg fyrir það. „Við vildum gera góðan Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk en vegna þess að viðsemjendur okkar, SA, neituðu að eiga við okkur eðlilegar kjarasamningsviðræður þá var einfaldlega ekki hægt.“ Erfitt að sætta sig við tillöguna Miðlunartillagan líkist í grunnatriðum kjarasamningnum sem Starfsgreinasambandið gerði fyrir áramót. Sólveig segir að Efling hafi einfaldlega verið svipt tækifærinu til að gera svokallaðan Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk. „Það er auðvitað eitthvað sem er erfitt að sætta sig við. Við auðvitað þurfum að fara mjög ítarlega yfir og gæta þess að það geti bara aldrei gerst aftur.“ Þá er hún harðorð í garð SA en hún segir samtökin og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra þeirra, hafa afhjúpað sig í kjaradeilinnu. „SA og framkvæmdastjóri SA hafa afhjúpað sig sem fólk sem bókstaflega svífst einskis til þess að reyna að kremja og eyðileggja baráttu láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hún. „Það náttúrulega tókst ekki þrátt fyrir mikinn vilja. Eflingarfólk hefur sýnt og sannað að það er tilbúið að berjast. Það hefur sýnt og sannað að það er tilbúið að leggja niður störf til þess að ná árangri.“ Árangurinn felist í afhjúpun Sólveig segir að þessi harða kjaradeila hafi skilað árangri þrátt fyrir að niðurstaðan sé ekki sú sem Efling óskaði sér. „Við höfum náð þeim mikilvæga og bráðnauðsynlega árangri að afhjúpa þá sjúku forherðingu sem ríkir gagnvart hagsmunum láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hún. „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast og við byggjum á því, þessari góðu samninganefnd, öllu þessu frábæra fólki sem við höfum náð tengslum við í félaginu okkar og við komum sterkari til baka næst.“ Hún er því ekki sammála orðum framkvæmdastjóra SA um að þessi kjaradeila hafi skilað litlu fyrir Eflingu: „Ég skil að fyrir fólk sem metur allt í peningum þá sé erfitt að skilja samtöðu og baráttuvilja þeirra sem hafa lítið á milli handanna. Ég tel að ég geti ekki útskýrt afstöðu okkar í Eflingu betur fyrir SA, ég hef reynt að gera það síðustu mánuði þannig ég ætla ekki að reyna það.“ Þurfi að gæta þess að svona aðstæður skapist ekki á ný Þó svo að þessari kjaradeilu sé nú lokið þá eru fleiri kjaraviðræður framundan. Viðræður vegna samninga á opinbera markaðnum fara fljótlega í gang og síðar á árinu hefjast viðræður um langtímakjarasamninga. Samninganefnd Eflingar fundar í kvöld um samninga á opinbera markaðnum, Sólveig segir það vera næsta stóra verkefni félagsins. „Svo auðvitað eins og allir vita þá bíða samningar en við skulum nú aðeins leyfa rykinu að settlast og gefa Eflingu tækifæri til þess að fara inn í næsta stóra verkefni sem er það að gera góðan kjarasamning fyrir þann stóra hóp félagsfólks sem starfar á opinbera markaðnum.“ Er einhver grunnur fyrir áframhaldandi viðræðum fyrir meiri hækkunum? „Það er skylda SA að gera kjarasamning við Eflingarfólk og það verður ekki hjá henni komist. Ástæðan fyrir því að þessar fráleitu aðstæður sköpuðust var að það átti að þröngva upp á okkur samning sem aðrir höfðu gert. Við þurfum þá auðvitað bara að gæta þess að slíkar aðstæður skapist ekki á ný.“ Að lokum segir Sólveig að það sé að sjálfsögðu möguleiki á að verkfallsvopninu verði beitt aftur. Hún kveðst vera bjartsýn fyrir komandi átökum. „Ég er ávallt bjartsýn vegna þess ég veit að Eflingarfólk er tilbúið að standa saman og berjast þannig já, ég er bjartsýn.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að hún og meðlimir samninganefndar Eflingar hafi ekki búist við öðru en að tillagan yrði samþykkt. „Við sjálf og Eflingarmeðlimir áttuðum okkur á því að ekki var lengra komist,“ segir hún. „Fólk fær þarna þessa afturvirkni og það eru auðvitað vissar hækkanir sem koma til Eflingarfólks sem lagði niður störf. Eins og staðan var, í ljósi þess að SA einfaldlega neituðu að gera við okkur kjarasamning, þá féllst fólk á þetta.“ Aðspurð um það hvort þessi niðurstaða sé ákjósanlegt millistig segir Sólveig að svo sé ekki: „Nei, ég get nú ekki sagt það. Við auðvitað fögnum því að það kom þarna til hótelstarfsfólks og svo til þeirra sem starfa við akstur á hættulegum efnum hjá Skeljungi og Olíudreifingu og svo þeim sem starfa hjá Samskipum, koma þar hækkanir sem fólk barðist fyrir.“ Hún segist hafa viljað gera góðan samning fyrir meðlimi Eflingar en að SA hafi í komið veg fyrir það. „Við vildum gera góðan Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk en vegna þess að viðsemjendur okkar, SA, neituðu að eiga við okkur eðlilegar kjarasamningsviðræður þá var einfaldlega ekki hægt.“ Erfitt að sætta sig við tillöguna Miðlunartillagan líkist í grunnatriðum kjarasamningnum sem Starfsgreinasambandið gerði fyrir áramót. Sólveig segir að Efling hafi einfaldlega verið svipt tækifærinu til að gera svokallaðan Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk. „Það er auðvitað eitthvað sem er erfitt að sætta sig við. Við auðvitað þurfum að fara mjög ítarlega yfir og gæta þess að það geti bara aldrei gerst aftur.“ Þá er hún harðorð í garð SA en hún segir samtökin og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra þeirra, hafa afhjúpað sig í kjaradeilinnu. „SA og framkvæmdastjóri SA hafa afhjúpað sig sem fólk sem bókstaflega svífst einskis til þess að reyna að kremja og eyðileggja baráttu láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hún. „Það náttúrulega tókst ekki þrátt fyrir mikinn vilja. Eflingarfólk hefur sýnt og sannað að það er tilbúið að berjast. Það hefur sýnt og sannað að það er tilbúið að leggja niður störf til þess að ná árangri.“ Árangurinn felist í afhjúpun Sólveig segir að þessi harða kjaradeila hafi skilað árangri þrátt fyrir að niðurstaðan sé ekki sú sem Efling óskaði sér. „Við höfum náð þeim mikilvæga og bráðnauðsynlega árangri að afhjúpa þá sjúku forherðingu sem ríkir gagnvart hagsmunum láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hún. „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast og við byggjum á því, þessari góðu samninganefnd, öllu þessu frábæra fólki sem við höfum náð tengslum við í félaginu okkar og við komum sterkari til baka næst.“ Hún er því ekki sammála orðum framkvæmdastjóra SA um að þessi kjaradeila hafi skilað litlu fyrir Eflingu: „Ég skil að fyrir fólk sem metur allt í peningum þá sé erfitt að skilja samtöðu og baráttuvilja þeirra sem hafa lítið á milli handanna. Ég tel að ég geti ekki útskýrt afstöðu okkar í Eflingu betur fyrir SA, ég hef reynt að gera það síðustu mánuði þannig ég ætla ekki að reyna það.“ Þurfi að gæta þess að svona aðstæður skapist ekki á ný Þó svo að þessari kjaradeilu sé nú lokið þá eru fleiri kjaraviðræður framundan. Viðræður vegna samninga á opinbera markaðnum fara fljótlega í gang og síðar á árinu hefjast viðræður um langtímakjarasamninga. Samninganefnd Eflingar fundar í kvöld um samninga á opinbera markaðnum, Sólveig segir það vera næsta stóra verkefni félagsins. „Svo auðvitað eins og allir vita þá bíða samningar en við skulum nú aðeins leyfa rykinu að settlast og gefa Eflingu tækifæri til þess að fara inn í næsta stóra verkefni sem er það að gera góðan kjarasamning fyrir þann stóra hóp félagsfólks sem starfar á opinbera markaðnum.“ Er einhver grunnur fyrir áframhaldandi viðræðum fyrir meiri hækkunum? „Það er skylda SA að gera kjarasamning við Eflingarfólk og það verður ekki hjá henni komist. Ástæðan fyrir því að þessar fráleitu aðstæður sköpuðust var að það átti að þröngva upp á okkur samning sem aðrir höfðu gert. Við þurfum þá auðvitað bara að gæta þess að slíkar aðstæður skapist ekki á ný.“ Að lokum segir Sólveig að það sé að sjálfsögðu möguleiki á að verkfallsvopninu verði beitt aftur. Hún kveðst vera bjartsýn fyrir komandi átökum. „Ég er ávallt bjartsýn vegna þess ég veit að Eflingarfólk er tilbúið að standa saman og berjast þannig já, ég er bjartsýn.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira