Gaf sitt samþykki eftir einn eða tvo bjóra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2023 09:00 Guðmundur Eggert Stephensen var glaður með uppskeru helgarinnar. Vísir/Arnar Hugmyndin að endurkomu Guðmundar Eggerts Stephensen kom þegar hann fór út að borða með manni sem ætlaði að gera heimildaþætti um magnaðan feril hans. Lokahlutinn af heimildarþáttunum átti að vera endurkoma Guðmundar á Íslandsmótið í borðtennis sem hann vann tuttugu ár í röð frá 1994 til 2013. Guðmundur tók þeirri áskorun, mætti á Íslandsmótið á ný eftir tíu ára fjarveru, og varð Íslandsmeistari um helgina án þess að tapa hrinu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Guðmund og forvitnaðist um það hvernig stóð á því að hann mætti á ný á Íslandsmótið. Þar kom meðal annars fram að Guðmundur hafði lítið sem ekkert spilað borðtennis þennan áratug. Klippa: Guðmundur Stephensen: Leyniæfingar í desember og líkaminn fór í janúar Rosa tilfinningar „Þetta var eintóm gleði víst að þetta heppnaðist allt en það voru rosa tilfinningar fyrir mig að vera að koma aftur. Það var mikil athygli og allir voru að búast við því að ég ynni. Ef ég myndi tapa þá væri það algjör katastrófa,“ sagði Guðmundur Eggert Stephensen. „Það er verið að búa til þætti um þessa endurkomu og ferilinn. Það var því mikið í hausnum á mér og ég hugsaði: Ég verð að vinna þetta einhvern veginn. Það er ekki einfalt að koma aftur og ætla bara að vinna. Það var rosalega erfitt enda strákarnir góðir en þeir eiga hrós skilið að tapa fyrir mér,“ sagði Guðmundur hlæjandi. Hann setti smá pressu á mig helvískur „Júlli Hafstein er að gera þrjá til fjóra þætti um ferilinn hjá mér, frá því að ég vann fyrst þegar ég var ellefu ára, þegar ég var í atvinnumennskunni úti og þessi endurkoma átti að fylgja með í einum þætti. Hann setti smá pressu á mig helvískur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur og Júlíus þekkjast vel enda eru konur þeirra systur. Vísir/Arnar „Við hittumst á einum veitingastað og hann fór að tala um að gera þætti. Það þyrfti að fylgja með því helst, eða að það væri skemmtilegt til að fá smá umfjöllun og fá borðtennisinn aðeins inn. Að það yrði endurkoma. Ég samþykkti það svona eftir einn, tvo bjóra. Þá var það klárt,“ sagði Guðmundur. „Það eru búnar að vera stanslausar æfingar hjá mér síðan. Þetta var um miðjan desember. Ég fór á nokkrar leyniæfingar í TBR í desember og svo byrjaði ég bara 2. janúar á fullu með Magga Hjartar. Við æfðum hérna á hverjum degi og ég er búinn að vera á stanslausum æfingum í tvo mánuði. Þetta hafðist á endanum,“ sagði Guðmundur. Spilaði ekki borðtennis í tíu ár Guðmundur tók sér tíu ára pásu en hefur hann ekkert verið að æfa á þessum áratug? „Ég hef ekkert verið að spila neitt borðtennis. Ég hef kannski komið hingað tvisvar, þrisvar á létta æfingu. Ég spilaði hérna einu sinni við Ingi Darvis (Rodríguez) fyrir svona sex til sjö árum síðan, Þá ætlaði hann að vera Íslandsmeistari og var sextán ára. Ég fór á eina æfingu með honum en ég hef ekkert komið á æfingu síðan,“ sagði Guðmundur. Líkaminn fór gjörsamlega eftir eina viku „Ég var mjög ryðgaður enda fór líkaminn gjörsamlega eftir eina viku. Ég var frá í þrjár vikur. Ég var eiginlega frá allan janúar. Ég fór í bakinu, rassvöðvinn, og það fór bara allt. Ég náði því ekki fullum undirbúningi þessa tvo mánuði,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á allt viðtalið við Guðmund hér að ofan neðan. Borðtennis Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Elvar skoraði tólf í naumu tapi Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Sjá meira
Lokahlutinn af heimildarþáttunum átti að vera endurkoma Guðmundar á Íslandsmótið í borðtennis sem hann vann tuttugu ár í röð frá 1994 til 2013. Guðmundur tók þeirri áskorun, mætti á Íslandsmótið á ný eftir tíu ára fjarveru, og varð Íslandsmeistari um helgina án þess að tapa hrinu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Guðmund og forvitnaðist um það hvernig stóð á því að hann mætti á ný á Íslandsmótið. Þar kom meðal annars fram að Guðmundur hafði lítið sem ekkert spilað borðtennis þennan áratug. Klippa: Guðmundur Stephensen: Leyniæfingar í desember og líkaminn fór í janúar Rosa tilfinningar „Þetta var eintóm gleði víst að þetta heppnaðist allt en það voru rosa tilfinningar fyrir mig að vera að koma aftur. Það var mikil athygli og allir voru að búast við því að ég ynni. Ef ég myndi tapa þá væri það algjör katastrófa,“ sagði Guðmundur Eggert Stephensen. „Það er verið að búa til þætti um þessa endurkomu og ferilinn. Það var því mikið í hausnum á mér og ég hugsaði: Ég verð að vinna þetta einhvern veginn. Það er ekki einfalt að koma aftur og ætla bara að vinna. Það var rosalega erfitt enda strákarnir góðir en þeir eiga hrós skilið að tapa fyrir mér,“ sagði Guðmundur hlæjandi. Hann setti smá pressu á mig helvískur „Júlli Hafstein er að gera þrjá til fjóra þætti um ferilinn hjá mér, frá því að ég vann fyrst þegar ég var ellefu ára, þegar ég var í atvinnumennskunni úti og þessi endurkoma átti að fylgja með í einum þætti. Hann setti smá pressu á mig helvískur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur og Júlíus þekkjast vel enda eru konur þeirra systur. Vísir/Arnar „Við hittumst á einum veitingastað og hann fór að tala um að gera þætti. Það þyrfti að fylgja með því helst, eða að það væri skemmtilegt til að fá smá umfjöllun og fá borðtennisinn aðeins inn. Að það yrði endurkoma. Ég samþykkti það svona eftir einn, tvo bjóra. Þá var það klárt,“ sagði Guðmundur. „Það eru búnar að vera stanslausar æfingar hjá mér síðan. Þetta var um miðjan desember. Ég fór á nokkrar leyniæfingar í TBR í desember og svo byrjaði ég bara 2. janúar á fullu með Magga Hjartar. Við æfðum hérna á hverjum degi og ég er búinn að vera á stanslausum æfingum í tvo mánuði. Þetta hafðist á endanum,“ sagði Guðmundur. Spilaði ekki borðtennis í tíu ár Guðmundur tók sér tíu ára pásu en hefur hann ekkert verið að æfa á þessum áratug? „Ég hef ekkert verið að spila neitt borðtennis. Ég hef kannski komið hingað tvisvar, þrisvar á létta æfingu. Ég spilaði hérna einu sinni við Ingi Darvis (Rodríguez) fyrir svona sex til sjö árum síðan, Þá ætlaði hann að vera Íslandsmeistari og var sextán ára. Ég fór á eina æfingu með honum en ég hef ekkert komið á æfingu síðan,“ sagði Guðmundur. Líkaminn fór gjörsamlega eftir eina viku „Ég var mjög ryðgaður enda fór líkaminn gjörsamlega eftir eina viku. Ég var frá í þrjár vikur. Ég var eiginlega frá allan janúar. Ég fór í bakinu, rassvöðvinn, og það fór bara allt. Ég náði því ekki fullum undirbúningi þessa tvo mánuði,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á allt viðtalið við Guðmund hér að ofan neðan.
Borðtennis Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Elvar skoraði tólf í naumu tapi Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Sjá meira