Gaf sitt samþykki eftir einn eða tvo bjóra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2023 09:00 Guðmundur Eggert Stephensen var glaður með uppskeru helgarinnar. Vísir/Arnar Hugmyndin að endurkomu Guðmundar Eggerts Stephensen kom þegar hann fór út að borða með manni sem ætlaði að gera heimildaþætti um magnaðan feril hans. Lokahlutinn af heimildarþáttunum átti að vera endurkoma Guðmundar á Íslandsmótið í borðtennis sem hann vann tuttugu ár í röð frá 1994 til 2013. Guðmundur tók þeirri áskorun, mætti á Íslandsmótið á ný eftir tíu ára fjarveru, og varð Íslandsmeistari um helgina án þess að tapa hrinu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Guðmund og forvitnaðist um það hvernig stóð á því að hann mætti á ný á Íslandsmótið. Þar kom meðal annars fram að Guðmundur hafði lítið sem ekkert spilað borðtennis þennan áratug. Klippa: Guðmundur Stephensen: Leyniæfingar í desember og líkaminn fór í janúar Rosa tilfinningar „Þetta var eintóm gleði víst að þetta heppnaðist allt en það voru rosa tilfinningar fyrir mig að vera að koma aftur. Það var mikil athygli og allir voru að búast við því að ég ynni. Ef ég myndi tapa þá væri það algjör katastrófa,“ sagði Guðmundur Eggert Stephensen. „Það er verið að búa til þætti um þessa endurkomu og ferilinn. Það var því mikið í hausnum á mér og ég hugsaði: Ég verð að vinna þetta einhvern veginn. Það er ekki einfalt að koma aftur og ætla bara að vinna. Það var rosalega erfitt enda strákarnir góðir en þeir eiga hrós skilið að tapa fyrir mér,“ sagði Guðmundur hlæjandi. Hann setti smá pressu á mig helvískur „Júlli Hafstein er að gera þrjá til fjóra þætti um ferilinn hjá mér, frá því að ég vann fyrst þegar ég var ellefu ára, þegar ég var í atvinnumennskunni úti og þessi endurkoma átti að fylgja með í einum þætti. Hann setti smá pressu á mig helvískur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur og Júlíus þekkjast vel enda eru konur þeirra systur. Vísir/Arnar „Við hittumst á einum veitingastað og hann fór að tala um að gera þætti. Það þyrfti að fylgja með því helst, eða að það væri skemmtilegt til að fá smá umfjöllun og fá borðtennisinn aðeins inn. Að það yrði endurkoma. Ég samþykkti það svona eftir einn, tvo bjóra. Þá var það klárt,“ sagði Guðmundur. „Það eru búnar að vera stanslausar æfingar hjá mér síðan. Þetta var um miðjan desember. Ég fór á nokkrar leyniæfingar í TBR í desember og svo byrjaði ég bara 2. janúar á fullu með Magga Hjartar. Við æfðum hérna á hverjum degi og ég er búinn að vera á stanslausum æfingum í tvo mánuði. Þetta hafðist á endanum,“ sagði Guðmundur. Spilaði ekki borðtennis í tíu ár Guðmundur tók sér tíu ára pásu en hefur hann ekkert verið að æfa á þessum áratug? „Ég hef ekkert verið að spila neitt borðtennis. Ég hef kannski komið hingað tvisvar, þrisvar á létta æfingu. Ég spilaði hérna einu sinni við Ingi Darvis (Rodríguez) fyrir svona sex til sjö árum síðan, Þá ætlaði hann að vera Íslandsmeistari og var sextán ára. Ég fór á eina æfingu með honum en ég hef ekkert komið á æfingu síðan,“ sagði Guðmundur. Líkaminn fór gjörsamlega eftir eina viku „Ég var mjög ryðgaður enda fór líkaminn gjörsamlega eftir eina viku. Ég var frá í þrjár vikur. Ég var eiginlega frá allan janúar. Ég fór í bakinu, rassvöðvinn, og það fór bara allt. Ég náði því ekki fullum undirbúningi þessa tvo mánuði,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á allt viðtalið við Guðmund hér að ofan neðan. Borðtennis Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
Lokahlutinn af heimildarþáttunum átti að vera endurkoma Guðmundar á Íslandsmótið í borðtennis sem hann vann tuttugu ár í röð frá 1994 til 2013. Guðmundur tók þeirri áskorun, mætti á Íslandsmótið á ný eftir tíu ára fjarveru, og varð Íslandsmeistari um helgina án þess að tapa hrinu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Guðmund og forvitnaðist um það hvernig stóð á því að hann mætti á ný á Íslandsmótið. Þar kom meðal annars fram að Guðmundur hafði lítið sem ekkert spilað borðtennis þennan áratug. Klippa: Guðmundur Stephensen: Leyniæfingar í desember og líkaminn fór í janúar Rosa tilfinningar „Þetta var eintóm gleði víst að þetta heppnaðist allt en það voru rosa tilfinningar fyrir mig að vera að koma aftur. Það var mikil athygli og allir voru að búast við því að ég ynni. Ef ég myndi tapa þá væri það algjör katastrófa,“ sagði Guðmundur Eggert Stephensen. „Það er verið að búa til þætti um þessa endurkomu og ferilinn. Það var því mikið í hausnum á mér og ég hugsaði: Ég verð að vinna þetta einhvern veginn. Það er ekki einfalt að koma aftur og ætla bara að vinna. Það var rosalega erfitt enda strákarnir góðir en þeir eiga hrós skilið að tapa fyrir mér,“ sagði Guðmundur hlæjandi. Hann setti smá pressu á mig helvískur „Júlli Hafstein er að gera þrjá til fjóra þætti um ferilinn hjá mér, frá því að ég vann fyrst þegar ég var ellefu ára, þegar ég var í atvinnumennskunni úti og þessi endurkoma átti að fylgja með í einum þætti. Hann setti smá pressu á mig helvískur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur og Júlíus þekkjast vel enda eru konur þeirra systur. Vísir/Arnar „Við hittumst á einum veitingastað og hann fór að tala um að gera þætti. Það þyrfti að fylgja með því helst, eða að það væri skemmtilegt til að fá smá umfjöllun og fá borðtennisinn aðeins inn. Að það yrði endurkoma. Ég samþykkti það svona eftir einn, tvo bjóra. Þá var það klárt,“ sagði Guðmundur. „Það eru búnar að vera stanslausar æfingar hjá mér síðan. Þetta var um miðjan desember. Ég fór á nokkrar leyniæfingar í TBR í desember og svo byrjaði ég bara 2. janúar á fullu með Magga Hjartar. Við æfðum hérna á hverjum degi og ég er búinn að vera á stanslausum æfingum í tvo mánuði. Þetta hafðist á endanum,“ sagði Guðmundur. Spilaði ekki borðtennis í tíu ár Guðmundur tók sér tíu ára pásu en hefur hann ekkert verið að æfa á þessum áratug? „Ég hef ekkert verið að spila neitt borðtennis. Ég hef kannski komið hingað tvisvar, þrisvar á létta æfingu. Ég spilaði hérna einu sinni við Ingi Darvis (Rodríguez) fyrir svona sex til sjö árum síðan, Þá ætlaði hann að vera Íslandsmeistari og var sextán ára. Ég fór á eina æfingu með honum en ég hef ekkert komið á æfingu síðan,“ sagði Guðmundur. Líkaminn fór gjörsamlega eftir eina viku „Ég var mjög ryðgaður enda fór líkaminn gjörsamlega eftir eina viku. Ég var frá í þrjár vikur. Ég var eiginlega frá allan janúar. Ég fór í bakinu, rassvöðvinn, og það fór bara allt. Ég náði því ekki fullum undirbúningi þessa tvo mánuði,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á allt viðtalið við Guðmund hér að ofan neðan.
Borðtennis Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira