Segir enga peninga að fá nema í gegnum kunningsskap Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. mars 2023 15:06 Pétur Bergþór Arason er sveitarstjóri Húnabyggðar. Blönduós er stærsti byggðarkjarninn í sveitarfélaginu. Vísir/Vilhelm Sveitarstjóri Húnabyggðar segir það sæta furðu að ekkert gerist í forgangsröðun á fjármunum ríkisins til svæða eins og Húnabyggðar nema í gegnum kunningsskap og útdeilingar úr nefndum þar sem ekkert gagnsæi ríki. Íbúar Húnabyggðar eru um fjórtán hundruð en stutt er síðan sameining sveitarfélaga átti sér stað og var þá nafnið Húnabyggð valið á nýja sveitarfélagið. Pétur Bergþór Arason sveitarstjóri birtir reglulega á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins pistla þar sem hann fer yfir hin ýmsu málefni. Í nýjasta pistlinum gerir hann athugasemdir við stjórnsýslu íslenska ríkisins þegar kemur að samskiptum við sveitarfélög eins og Húnabyggð. „Við erum að mörgu leyti afskipt, það er bara þannig. Auðvitað höfum við okkar þingmenn og ég ætla svo sem ekkert að tala þá niður, alls ekki, en það skiptir bara máli hvaðan fólk er og þannig er þetta bara eins og við þekkjum nú vel Íslendingar,” segir Pétur. En þegar þú segir afskipt, hvað áttu við með því? „Þá á ég bara við að þegar það er verið að deila út fjármunum til dæmis úr nefndum eins og fjárlaganefnd og annað og þú ert ekki þeim mun meira vakandi yfir því og þekkir hvernig þú átt að vekja á þér athygli og hvar þú átt að gera þig sýnilega, þá ertu bara út undan. Besta leiðin til að vera með á nótunum þegar það er verið að deila gæðunum er að vera við borðið. En við höfum ekki þingmann sem er kannski vakinn og sofinn yfir akkúrat þessu póstnúmeri. Þá getur maður bara verð út undan, þannig virkar þetta bara.” Pétur segir þetta mjög dapurt og skrýtið. „Maður myndi halda að á 21. öldinni værum við komin lengra en að vera bara í þessari frændhygli og svona en ég er ekki að segja að þetta sé spillt eða eitthvað svoleiðis, ekki í myrkrinu, þetta snýst ekkert um það. En snýst um hvar fókusinn er og þegar það er verið að taka ákvarðanir við borðið og þú ert ekki með sterka rödd þá bara vilt þú gleymast,” segir Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar. Húnabyggð Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Íbúar Húnabyggðar eru um fjórtán hundruð en stutt er síðan sameining sveitarfélaga átti sér stað og var þá nafnið Húnabyggð valið á nýja sveitarfélagið. Pétur Bergþór Arason sveitarstjóri birtir reglulega á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins pistla þar sem hann fer yfir hin ýmsu málefni. Í nýjasta pistlinum gerir hann athugasemdir við stjórnsýslu íslenska ríkisins þegar kemur að samskiptum við sveitarfélög eins og Húnabyggð. „Við erum að mörgu leyti afskipt, það er bara þannig. Auðvitað höfum við okkar þingmenn og ég ætla svo sem ekkert að tala þá niður, alls ekki, en það skiptir bara máli hvaðan fólk er og þannig er þetta bara eins og við þekkjum nú vel Íslendingar,” segir Pétur. En þegar þú segir afskipt, hvað áttu við með því? „Þá á ég bara við að þegar það er verið að deila út fjármunum til dæmis úr nefndum eins og fjárlaganefnd og annað og þú ert ekki þeim mun meira vakandi yfir því og þekkir hvernig þú átt að vekja á þér athygli og hvar þú átt að gera þig sýnilega, þá ertu bara út undan. Besta leiðin til að vera með á nótunum þegar það er verið að deila gæðunum er að vera við borðið. En við höfum ekki þingmann sem er kannski vakinn og sofinn yfir akkúrat þessu póstnúmeri. Þá getur maður bara verð út undan, þannig virkar þetta bara.” Pétur segir þetta mjög dapurt og skrýtið. „Maður myndi halda að á 21. öldinni værum við komin lengra en að vera bara í þessari frændhygli og svona en ég er ekki að segja að þetta sé spillt eða eitthvað svoleiðis, ekki í myrkrinu, þetta snýst ekkert um það. En snýst um hvar fókusinn er og þegar það er verið að taka ákvarðanir við borðið og þú ert ekki með sterka rödd þá bara vilt þú gleymast,” segir Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar.
Húnabyggð Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira