Segja bleyjulaust uppeldi raunhæft strax frá fæðingu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2023 09:01 Koppaþjálfun ungabarna er lítið þekkt hér á landi. egill aðalsteinsson Svokallað bleyjulaust uppeldi nýtur vaxandi vinsælda hér á landi en þá er ungabörnum boðið að nota kopp í stað bleyju - í sumum tilfellum strax frá fæðingu. Mæður segja ótal kosti fólgna í aðferðafræðinni Samkvæmt óformlegri rannsókn fréttamanns notar eitt ungabarn um tíu bleyjur á dag. Sem eru hátt í sjötíu á viku, 280 á mánuði og um þrjú þúsund á ári. Í kringum fjögur þúsund börn fæðast hér á landi á ári hverju. Hvert barn notar bleyju í um tvö til þrjú ár sem þýðir að tugir milljóna bleyja enda í ruslinu ár hvert sem eru ekkert sérlega góðar fréttir fyrir fólk með loftslagskvíða. Lesa í merki Taubleyjur hafa verið umhverfisvænn kostur á markaðnum síðustu ár en undanfarið hefur borið á því að foreldrar tileinki sér upp að vissu marki bleyjulaust uppeldi. Vel þekkt erlendis en minna borið á því hér á landi. EC eða Elimination communication er á íslensku sú aðferð þar sem foreldrar eða umönnunaraðilar lesa í tjáningu barns og veita því tækifæri til að nota kopp í stað þess að reiða sig á bleyju, í sumum tilfellum strax frá fæðingu. Þjálfunin felur í sér að foreldrar læri að lesa merki sem börn gefa frá sér áður en þau þurfa að gera þarfir sínar. Sóley Meyer hefur tileinkað sér bleyjulaust uppeldi en dóttir hennar var þriggja mánaða þegar hún byrjaði að venja hana á að nota kopp. Sóley segir að merkin sem börn gefi frá sér geti verið allskonar, allt frá óróleika og upp í grátur. „Maður þarf að læra á barnið sitt, alveg eins og þú þarft að læra á það þegar það þarf að borða, drekka og sofa. Það sýnir þessi merki þegar það er þreytt og svangt og það gerir það nákvæmlega sama þegar það þarf á koppinn,“ segir Sóley Sævarsdóttir Meyer, móðir. Sóley Sævarsdóttir Meyer hefur vakið athygli á bleyjulausu uppeldi.egill aðalsteinsson Notaði kopp tíu vikna Tíu mánaða gamall sonur Söru notar kopp að staðaldri en hann var tíu vikna þegar hún byrjaði að kenna honum að nota koppinn. Þá hafði hann átt erfitt með að taka brjóst og skellti sér iðulega aftur á bak þegar á brjóstagjöf stóð. „Ég var hrædd um að hann væri að hafna brjóstinu. Ég fór að skoða aftur EC og þá sá ég að það er mjög algengt að börn vilja fara af brjósti ef þau þurfa að pissa eða kúka sem er mjög skiljanlegt því maður vill kannski ekki vera að drekka þegar maður er alveg í spreng. Þannig ég ákvað bara að prufa með poppskál sem ég átti heima og setti hana á. Hann kúkaði og pissaði í fyrsta sinn sem ég prufaði og þá var bara ekki aftur snúið,“ segir Sara Anita Scime, móðir. Taubleyjur til vara Sonur hennar fer yfirleitt í gegnum tvær taubleyjur á dag en þær notar hún einungis til vara. „Þannig eru bleyjur þróaðar til að byrja með. Þetta á ekki að vera það sem þú pissar eða kúkar í heldur sem backup. Þegar börn eru lítil, yngri en hann þá gefa þau frá sér merki þegar þau þurfa að pissa eða kúka. Alveg eins og þau gefa merki þegar þau eru svöng, þreytt. En þetta er merki sem okkur hefur ekki verið kennt að sjá,“ segir Sara. Sonur Söru byrjaði að nota kopp tíu vikna.egill aðalsteinsson Aðferðarfræðin er þó ekki óumdeild en einhverjir hafa áhyggjur af því að börn sem alast upp við hana eigi síðar meir erfitt með að halda í sér. Sóley gefur lítið fyrir gagnrýnina og segir hana að miklu leyti drifna áfram af bleyjufyrirtækjum. Kostnaðarsjónarmið Sjálf heldur hún úti Instagram reikningi ásamt því sem hún stendur fyrir námskeiðum en hún segir aðferðarfræðina njóta vaxandi vinsælda. Flestir sem heyri af henni hafi ekki haft hugmynd um að hægt væri að kenna ungabarni að nota kopp. Mikill kostur sé fólginn í því að þurfa ekki að leggja út fyrir fjölmörgum bleyjum auk umhverfissjónarmiða og þá komast foreldrar hjá stífri koppaþjálfun frá grunni þegar barnið er orðið tveggja til þriggja ára. En er þetta ekki brjálæðislega mikil vinna ofan á það að eiga ungabarn? „Ég get alveg skilið foreldra sem halda það. Kannski fyrst þegar maður byrjar þá virkar þetta rosalega yfirþyrmandi en ég myndi segja þetta í raun miklu léttara heldur en að skipta á öllum þessum bleyjum. Þó þú sért bara að gera þetta hluta til þá hættir barnið yfirleitt að kúka í bleyjuna, það byrjar yfirleitt alltaf að kúka í kopp.“ Börn og uppeldi Umhverfismál Fjármál heimilisins Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Samkvæmt óformlegri rannsókn fréttamanns notar eitt ungabarn um tíu bleyjur á dag. Sem eru hátt í sjötíu á viku, 280 á mánuði og um þrjú þúsund á ári. Í kringum fjögur þúsund börn fæðast hér á landi á ári hverju. Hvert barn notar bleyju í um tvö til þrjú ár sem þýðir að tugir milljóna bleyja enda í ruslinu ár hvert sem eru ekkert sérlega góðar fréttir fyrir fólk með loftslagskvíða. Lesa í merki Taubleyjur hafa verið umhverfisvænn kostur á markaðnum síðustu ár en undanfarið hefur borið á því að foreldrar tileinki sér upp að vissu marki bleyjulaust uppeldi. Vel þekkt erlendis en minna borið á því hér á landi. EC eða Elimination communication er á íslensku sú aðferð þar sem foreldrar eða umönnunaraðilar lesa í tjáningu barns og veita því tækifæri til að nota kopp í stað þess að reiða sig á bleyju, í sumum tilfellum strax frá fæðingu. Þjálfunin felur í sér að foreldrar læri að lesa merki sem börn gefa frá sér áður en þau þurfa að gera þarfir sínar. Sóley Meyer hefur tileinkað sér bleyjulaust uppeldi en dóttir hennar var þriggja mánaða þegar hún byrjaði að venja hana á að nota kopp. Sóley segir að merkin sem börn gefi frá sér geti verið allskonar, allt frá óróleika og upp í grátur. „Maður þarf að læra á barnið sitt, alveg eins og þú þarft að læra á það þegar það þarf að borða, drekka og sofa. Það sýnir þessi merki þegar það er þreytt og svangt og það gerir það nákvæmlega sama þegar það þarf á koppinn,“ segir Sóley Sævarsdóttir Meyer, móðir. Sóley Sævarsdóttir Meyer hefur vakið athygli á bleyjulausu uppeldi.egill aðalsteinsson Notaði kopp tíu vikna Tíu mánaða gamall sonur Söru notar kopp að staðaldri en hann var tíu vikna þegar hún byrjaði að kenna honum að nota koppinn. Þá hafði hann átt erfitt með að taka brjóst og skellti sér iðulega aftur á bak þegar á brjóstagjöf stóð. „Ég var hrædd um að hann væri að hafna brjóstinu. Ég fór að skoða aftur EC og þá sá ég að það er mjög algengt að börn vilja fara af brjósti ef þau þurfa að pissa eða kúka sem er mjög skiljanlegt því maður vill kannski ekki vera að drekka þegar maður er alveg í spreng. Þannig ég ákvað bara að prufa með poppskál sem ég átti heima og setti hana á. Hann kúkaði og pissaði í fyrsta sinn sem ég prufaði og þá var bara ekki aftur snúið,“ segir Sara Anita Scime, móðir. Taubleyjur til vara Sonur hennar fer yfirleitt í gegnum tvær taubleyjur á dag en þær notar hún einungis til vara. „Þannig eru bleyjur þróaðar til að byrja með. Þetta á ekki að vera það sem þú pissar eða kúkar í heldur sem backup. Þegar börn eru lítil, yngri en hann þá gefa þau frá sér merki þegar þau þurfa að pissa eða kúka. Alveg eins og þau gefa merki þegar þau eru svöng, þreytt. En þetta er merki sem okkur hefur ekki verið kennt að sjá,“ segir Sara. Sonur Söru byrjaði að nota kopp tíu vikna.egill aðalsteinsson Aðferðarfræðin er þó ekki óumdeild en einhverjir hafa áhyggjur af því að börn sem alast upp við hana eigi síðar meir erfitt með að halda í sér. Sóley gefur lítið fyrir gagnrýnina og segir hana að miklu leyti drifna áfram af bleyjufyrirtækjum. Kostnaðarsjónarmið Sjálf heldur hún úti Instagram reikningi ásamt því sem hún stendur fyrir námskeiðum en hún segir aðferðarfræðina njóta vaxandi vinsælda. Flestir sem heyri af henni hafi ekki haft hugmynd um að hægt væri að kenna ungabarni að nota kopp. Mikill kostur sé fólginn í því að þurfa ekki að leggja út fyrir fjölmörgum bleyjum auk umhverfissjónarmiða og þá komast foreldrar hjá stífri koppaþjálfun frá grunni þegar barnið er orðið tveggja til þriggja ára. En er þetta ekki brjálæðislega mikil vinna ofan á það að eiga ungabarn? „Ég get alveg skilið foreldra sem halda það. Kannski fyrst þegar maður byrjar þá virkar þetta rosalega yfirþyrmandi en ég myndi segja þetta í raun miklu léttara heldur en að skipta á öllum þessum bleyjum. Þó þú sért bara að gera þetta hluta til þá hættir barnið yfirleitt að kúka í bleyjuna, það byrjar yfirleitt alltaf að kúka í kopp.“
Börn og uppeldi Umhverfismál Fjármál heimilisins Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira