„Mikið fagnaðarefni“ að umboðsmaður krefji Bjarna svara Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2023 13:03 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar því að umboðsmaður Alþingis krefji fjármálaráðherra svara um hæfi hans við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Nú gætu fengist svör við mikilvægum spurningum, sem ríkisendurskoðun hafi ekki getað knúið fram í sinni skýrslu. Umboðsmaður Alþingis birti í morgun bréf sem hann sendi Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, þar sem hann hefur óskað eftir tilteknum skýringum og upplýsingum um umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka á síðasta ári. Umboðsmaður vísar til skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið; hann fái ekki séð að í henni sé sérstaklega fjallað um sölu á hlutum bankans til Hafsilfurs, félags í eigu Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna. Umboðsmaður óskar meðal annars eftir því að Bjarni upplýsi og skýri hvort, og þá með hvaða hætti, reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hafi verið fullnægt að því er snertir söluna á hlutum ríkisins í bankanum. Hilli undir almennilega rannsókn Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar fagnar umleitan umboðsmanns. „Þetta er bara mikið fagnaðarefni að nú sé til þess bær aðili að rannsaka þessar spurningar er lúta að starfsskyldum ráðherra sjálfs. Hvort ráðherra hafi gætt að sérstöku hæfi sínu þegar hann seldi eignarhlut í Íslandsbanka til félags í eigu föður síns, hlutir eins og hvort ráðherra hafi rakt yfirstjórnunar- og eftirlitsskyldur sínar gagnvart bankasýslunni. Ég held að nú kannski hilli undir að þessi atriði sem voru ekki undir í úttekt ríkisendurskoðunar verði loksins rannsökuð af til þess bærum aðila,“ segir Jóhann Páll. Þá sé athyglisvert að umboðsmaður óski eftir umræddum upplýsingum aðeins þremur dögum eftir að Alþingi lauk umfjöllun um skýrslu ríkisendurskoðanda. Umboðsmaður segir raunar í tilkynningu með bréfi sínu að hann hafi „haldið að sér höndum vegna málsins“ hingað til, þar sem umboðsmaður fjalli almennt ekki um mál samtímis því sem þau eru til meðferðar hjá Alþingi. „Ég hef reyndar lengi haldið því fram að ráðherra hafi gagngert beitt sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki upp Íslandsbankamálið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir eða fresta því að það fari fram lögfræðileg úttekt á hans eigin störfum við söluna á Íslandsbanka. Af því að starfssvið og eftirlitshlutverk Ríkisendurskoðunar einfaldlega tekur ekki til þessara spurninga,“ segir Jóhann Páll. Stjórnsýsla Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. 3. mars 2023 10:11 Segja söluna á ÍSB stjórnsýslulegan hroða sem verði að fást botn í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú lokið umfjöllun sinni á skýrslu ríkisendurskoðunar um afar umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka (ÍSB). Nefndarálit minnihluta nefndarinnar er harðort og afgerandi. 28. febrúar 2023 13:51 Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ 27. febrúar 2023 15:08 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis birti í morgun bréf sem hann sendi Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, þar sem hann hefur óskað eftir tilteknum skýringum og upplýsingum um umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka á síðasta ári. Umboðsmaður vísar til skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið; hann fái ekki séð að í henni sé sérstaklega fjallað um sölu á hlutum bankans til Hafsilfurs, félags í eigu Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna. Umboðsmaður óskar meðal annars eftir því að Bjarni upplýsi og skýri hvort, og þá með hvaða hætti, reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hafi verið fullnægt að því er snertir söluna á hlutum ríkisins í bankanum. Hilli undir almennilega rannsókn Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar fagnar umleitan umboðsmanns. „Þetta er bara mikið fagnaðarefni að nú sé til þess bær aðili að rannsaka þessar spurningar er lúta að starfsskyldum ráðherra sjálfs. Hvort ráðherra hafi gætt að sérstöku hæfi sínu þegar hann seldi eignarhlut í Íslandsbanka til félags í eigu föður síns, hlutir eins og hvort ráðherra hafi rakt yfirstjórnunar- og eftirlitsskyldur sínar gagnvart bankasýslunni. Ég held að nú kannski hilli undir að þessi atriði sem voru ekki undir í úttekt ríkisendurskoðunar verði loksins rannsökuð af til þess bærum aðila,“ segir Jóhann Páll. Þá sé athyglisvert að umboðsmaður óski eftir umræddum upplýsingum aðeins þremur dögum eftir að Alþingi lauk umfjöllun um skýrslu ríkisendurskoðanda. Umboðsmaður segir raunar í tilkynningu með bréfi sínu að hann hafi „haldið að sér höndum vegna málsins“ hingað til, þar sem umboðsmaður fjalli almennt ekki um mál samtímis því sem þau eru til meðferðar hjá Alþingi. „Ég hef reyndar lengi haldið því fram að ráðherra hafi gagngert beitt sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki upp Íslandsbankamálið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir eða fresta því að það fari fram lögfræðileg úttekt á hans eigin störfum við söluna á Íslandsbanka. Af því að starfssvið og eftirlitshlutverk Ríkisendurskoðunar einfaldlega tekur ekki til þessara spurninga,“ segir Jóhann Páll.
Stjórnsýsla Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. 3. mars 2023 10:11 Segja söluna á ÍSB stjórnsýslulegan hroða sem verði að fást botn í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú lokið umfjöllun sinni á skýrslu ríkisendurskoðunar um afar umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka (ÍSB). Nefndarálit minnihluta nefndarinnar er harðort og afgerandi. 28. febrúar 2023 13:51 Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ 27. febrúar 2023 15:08 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. 3. mars 2023 10:11
Segja söluna á ÍSB stjórnsýslulegan hroða sem verði að fást botn í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú lokið umfjöllun sinni á skýrslu ríkisendurskoðunar um afar umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka (ÍSB). Nefndarálit minnihluta nefndarinnar er harðort og afgerandi. 28. febrúar 2023 13:51
Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ 27. febrúar 2023 15:08
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?