Óðinn um markið ótrúlega úr hornkastinu: „Reyni þetta aldrei aftur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2023 11:01 Óðinn Þór Ríkharðsson storkaði handboltalögmálunum með því að skora beint úr hornkasti. vísir/vilhelm Óðinn Þór Ríkharðsson segir að það hafi lengi blundað í sér að reyna að skora úr hornkasti eins og hann gerði í Evrópudeildinni í handbolta á dögunum. Óðinn skoraði markið ótrúlega í eins marks sigri Kadetten Schaffhausen, 27-28, á Benfica í síðustu viku. Hann jafnaði þá í 25-25 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Markið má sjá hér fyrir neðan. WHAT. A. NIGHT. The award of the best goal goes to ____ #ehfel 5 Mijajlo Marsenic | @FuechseBerlin 4 Santiago Barcelo | @bmbenidorm 3 Emil Jakobsen | @SGFleHa 2 @EstebanSali11 | @BMGranollers 1 Odin Thor Rikhardsson | @kadettensh pic.twitter.com/yWZknp8iaa— EHF European League (@ehfel_official) February 22, 2023 „Ég veit ekki hvernig viðbrögðin hefðu verið ef ég hefði klikkað á þessu. En svo sem hugsað þetta áður, að þetta gæti verið möguleiki. Ég var búinn að fá eitt hornkast fyrir, þeir klúðruðu þá þannig ég hugsaði að ég mætti alveg láta vaða,“ sagði Óðinn í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. „Ég hef ekki gert þetta áður og auðvitað kom það mér á óvart því líkurnar á að þetta fari inn eru engar. Ég reyni þetta aldrei aftur.“ Aðeins einu marki munaði að Óðinn og félagar hans í Kadetten Schaffhausen myndu mæta Val í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Í staðinn mæta svissnesku meistararnir Ystad. Langaði að fá Val „Það hefði verið geggjað að fá Val, upp á að spila Evrópuleik í þessari mögnuðu umgjörð og stemmningunni sem hefur verið í Origo-höllinni. Það hefði verið mjög gaman. Ég ætla ekkert að ljúga að mér hafi verið alveg sama,“ sagði Óðinn. „Mig langaði að fá Val. Ekki því þeir eru eitthvað verri. Þetta eru alveg jafn góð lið en bara að fá Evrópuleik á Íslandi hefði verið geggjað.“ Óðinn segir að framganga Valsmanna í Evrópudeildinni hafi ekki komið sér í opna skjöldu. „Nei, þetta hefur ekki komið mér á óvart. Mér finnst þetta vera á pari við það sem ég bjóst við. Þeir fengu ellefu stig og er flott. En ég vissi alveg hversu góðir þeir eru,“ sagði Óðinn. Hlusta má á hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Óðinn skoraði markið ótrúlega í eins marks sigri Kadetten Schaffhausen, 27-28, á Benfica í síðustu viku. Hann jafnaði þá í 25-25 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Markið má sjá hér fyrir neðan. WHAT. A. NIGHT. The award of the best goal goes to ____ #ehfel 5 Mijajlo Marsenic | @FuechseBerlin 4 Santiago Barcelo | @bmbenidorm 3 Emil Jakobsen | @SGFleHa 2 @EstebanSali11 | @BMGranollers 1 Odin Thor Rikhardsson | @kadettensh pic.twitter.com/yWZknp8iaa— EHF European League (@ehfel_official) February 22, 2023 „Ég veit ekki hvernig viðbrögðin hefðu verið ef ég hefði klikkað á þessu. En svo sem hugsað þetta áður, að þetta gæti verið möguleiki. Ég var búinn að fá eitt hornkast fyrir, þeir klúðruðu þá þannig ég hugsaði að ég mætti alveg láta vaða,“ sagði Óðinn í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. „Ég hef ekki gert þetta áður og auðvitað kom það mér á óvart því líkurnar á að þetta fari inn eru engar. Ég reyni þetta aldrei aftur.“ Aðeins einu marki munaði að Óðinn og félagar hans í Kadetten Schaffhausen myndu mæta Val í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Í staðinn mæta svissnesku meistararnir Ystad. Langaði að fá Val „Það hefði verið geggjað að fá Val, upp á að spila Evrópuleik í þessari mögnuðu umgjörð og stemmningunni sem hefur verið í Origo-höllinni. Það hefði verið mjög gaman. Ég ætla ekkert að ljúga að mér hafi verið alveg sama,“ sagði Óðinn. „Mig langaði að fá Val. Ekki því þeir eru eitthvað verri. Þetta eru alveg jafn góð lið en bara að fá Evrópuleik á Íslandi hefði verið geggjað.“ Óðinn segir að framganga Valsmanna í Evrópudeildinni hafi ekki komið sér í opna skjöldu. „Nei, þetta hefur ekki komið mér á óvart. Mér finnst þetta vera á pari við það sem ég bjóst við. Þeir fengu ellefu stig og er flott. En ég vissi alveg hversu góðir þeir eru,“ sagði Óðinn. Hlusta má á hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni