Óðinn um markið ótrúlega úr hornkastinu: „Reyni þetta aldrei aftur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2023 11:01 Óðinn Þór Ríkharðsson storkaði handboltalögmálunum með því að skora beint úr hornkasti. vísir/vilhelm Óðinn Þór Ríkharðsson segir að það hafi lengi blundað í sér að reyna að skora úr hornkasti eins og hann gerði í Evrópudeildinni í handbolta á dögunum. Óðinn skoraði markið ótrúlega í eins marks sigri Kadetten Schaffhausen, 27-28, á Benfica í síðustu viku. Hann jafnaði þá í 25-25 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Markið má sjá hér fyrir neðan. WHAT. A. NIGHT. The award of the best goal goes to ____ #ehfel 5 Mijajlo Marsenic | @FuechseBerlin 4 Santiago Barcelo | @bmbenidorm 3 Emil Jakobsen | @SGFleHa 2 @EstebanSali11 | @BMGranollers 1 Odin Thor Rikhardsson | @kadettensh pic.twitter.com/yWZknp8iaa— EHF European League (@ehfel_official) February 22, 2023 „Ég veit ekki hvernig viðbrögðin hefðu verið ef ég hefði klikkað á þessu. En svo sem hugsað þetta áður, að þetta gæti verið möguleiki. Ég var búinn að fá eitt hornkast fyrir, þeir klúðruðu þá þannig ég hugsaði að ég mætti alveg láta vaða,“ sagði Óðinn í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. „Ég hef ekki gert þetta áður og auðvitað kom það mér á óvart því líkurnar á að þetta fari inn eru engar. Ég reyni þetta aldrei aftur.“ Aðeins einu marki munaði að Óðinn og félagar hans í Kadetten Schaffhausen myndu mæta Val í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Í staðinn mæta svissnesku meistararnir Ystad. Langaði að fá Val „Það hefði verið geggjað að fá Val, upp á að spila Evrópuleik í þessari mögnuðu umgjörð og stemmningunni sem hefur verið í Origo-höllinni. Það hefði verið mjög gaman. Ég ætla ekkert að ljúga að mér hafi verið alveg sama,“ sagði Óðinn. „Mig langaði að fá Val. Ekki því þeir eru eitthvað verri. Þetta eru alveg jafn góð lið en bara að fá Evrópuleik á Íslandi hefði verið geggjað.“ Óðinn segir að framganga Valsmanna í Evrópudeildinni hafi ekki komið sér í opna skjöldu. „Nei, þetta hefur ekki komið mér á óvart. Mér finnst þetta vera á pari við það sem ég bjóst við. Þeir fengu ellefu stig og er flott. En ég vissi alveg hversu góðir þeir eru,“ sagði Óðinn. Hlusta má á hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Óðinn skoraði markið ótrúlega í eins marks sigri Kadetten Schaffhausen, 27-28, á Benfica í síðustu viku. Hann jafnaði þá í 25-25 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Markið má sjá hér fyrir neðan. WHAT. A. NIGHT. The award of the best goal goes to ____ #ehfel 5 Mijajlo Marsenic | @FuechseBerlin 4 Santiago Barcelo | @bmbenidorm 3 Emil Jakobsen | @SGFleHa 2 @EstebanSali11 | @BMGranollers 1 Odin Thor Rikhardsson | @kadettensh pic.twitter.com/yWZknp8iaa— EHF European League (@ehfel_official) February 22, 2023 „Ég veit ekki hvernig viðbrögðin hefðu verið ef ég hefði klikkað á þessu. En svo sem hugsað þetta áður, að þetta gæti verið möguleiki. Ég var búinn að fá eitt hornkast fyrir, þeir klúðruðu þá þannig ég hugsaði að ég mætti alveg láta vaða,“ sagði Óðinn í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. „Ég hef ekki gert þetta áður og auðvitað kom það mér á óvart því líkurnar á að þetta fari inn eru engar. Ég reyni þetta aldrei aftur.“ Aðeins einu marki munaði að Óðinn og félagar hans í Kadetten Schaffhausen myndu mæta Val í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Í staðinn mæta svissnesku meistararnir Ystad. Langaði að fá Val „Það hefði verið geggjað að fá Val, upp á að spila Evrópuleik í þessari mögnuðu umgjörð og stemmningunni sem hefur verið í Origo-höllinni. Það hefði verið mjög gaman. Ég ætla ekkert að ljúga að mér hafi verið alveg sama,“ sagði Óðinn. „Mig langaði að fá Val. Ekki því þeir eru eitthvað verri. Þetta eru alveg jafn góð lið en bara að fá Evrópuleik á Íslandi hefði verið geggjað.“ Óðinn segir að framganga Valsmanna í Evrópudeildinni hafi ekki komið sér í opna skjöldu. „Nei, þetta hefur ekki komið mér á óvart. Mér finnst þetta vera á pari við það sem ég bjóst við. Þeir fengu ellefu stig og er flott. En ég vissi alveg hversu góðir þeir eru,“ sagði Óðinn. Hlusta má á hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira