Gleðilegt að bæta eigi úr samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2023 22:18 Hildur segir sérstaklega ánægjulegt að sjá að strax eigi að ráðast í úrbætur. Vísir/Vilhelm Starfshópur á vegum innviðaráðherra á að skila af sér tillögum að úrbótum á almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir næsta sumar í apríl á þessu ári. Tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því að ráðast eigi í úrbætur. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málaflokkinn. Þar spurði Hildur meðal annars hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja góðar almenningssamgöngur frá höfuðborginni til Keflavíkurflugvallar. „Starfshópur ráðherra um bættar og umhverfisvænar almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins er að hefja störf. Verkefni hans er að greina leiðir til að bæta almenningssamgöngur á þessari leið með umhverfisvænum hætti og leggja fram tillögur til úrbóta. Horft verður m.a. til leiðakerfis, þjónustustigs, verðskrár, staðsetningar og umgjarðar biðstöðva og kolefnisfótspors. Hópurinn mun setja fram tillögu að aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum en jafnframt verður horft til þess að ná umbótum á þjónustunni næsta sumar,“ segir í svarinu. Niðurstöður og tillögur að úrbótum fyrir næsta sumar eigi að liggja fyrir í apríl á þessu ári en tillögur til lengri tíma í september. Þá sé ekkert í lögum né samningum ríkisins við Isavia sem komi í veg fyrir að úrbætur verði gerðar á almenningssamgöngum. Að sama skapi verði ekki séð að samningar Isavia við rekstraraðila hópbifreiða geti staðið í vegi fyrir slíkum úrbótum. Mikilvægt sé að almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins verði bættar sem fyrst. Meðal þeirra atriða sem verði skoðuð sé að færa biðstöðvar almenningsvagna nær flugstöðvarbyggingunni. Innviðaráðherra segir mikilvægt að samgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarinnar verði bættar sem fyrst.Vísir/Vilhelm Mikið hagsmunamál fyrir marga Hildur, sem lagði fyrirspurnina fram fyrir mánuði síðan, fagnar svari Sigurðar Inga. „Sérstaklega að það eigi að ráðast strax í að bæta úr þessu afleita ástandi að það séu í raun ekki almenningssamgöngur út á Keflavíkurflugvöll.“ Hagsmunir margra séu undir, og því gott að sjá að verið sé að bregðast við vandanum. „Þetta er mikið hagsmunamál fyrir höfuðborgarbúa og ferðamenn sem hefur hreinlega ekki verið sinnt. Því lagði ég fram þessa fyrirspurn og það er gott að sjá að hún hefur komið hreyfingu á málið,“ segir Hildur, Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Strætó Alþingi Tengdar fréttir Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málaflokkinn. Þar spurði Hildur meðal annars hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja góðar almenningssamgöngur frá höfuðborginni til Keflavíkurflugvallar. „Starfshópur ráðherra um bættar og umhverfisvænar almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins er að hefja störf. Verkefni hans er að greina leiðir til að bæta almenningssamgöngur á þessari leið með umhverfisvænum hætti og leggja fram tillögur til úrbóta. Horft verður m.a. til leiðakerfis, þjónustustigs, verðskrár, staðsetningar og umgjarðar biðstöðva og kolefnisfótspors. Hópurinn mun setja fram tillögu að aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum en jafnframt verður horft til þess að ná umbótum á þjónustunni næsta sumar,“ segir í svarinu. Niðurstöður og tillögur að úrbótum fyrir næsta sumar eigi að liggja fyrir í apríl á þessu ári en tillögur til lengri tíma í september. Þá sé ekkert í lögum né samningum ríkisins við Isavia sem komi í veg fyrir að úrbætur verði gerðar á almenningssamgöngum. Að sama skapi verði ekki séð að samningar Isavia við rekstraraðila hópbifreiða geti staðið í vegi fyrir slíkum úrbótum. Mikilvægt sé að almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins verði bættar sem fyrst. Meðal þeirra atriða sem verði skoðuð sé að færa biðstöðvar almenningsvagna nær flugstöðvarbyggingunni. Innviðaráðherra segir mikilvægt að samgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarinnar verði bættar sem fyrst.Vísir/Vilhelm Mikið hagsmunamál fyrir marga Hildur, sem lagði fyrirspurnina fram fyrir mánuði síðan, fagnar svari Sigurðar Inga. „Sérstaklega að það eigi að ráðast strax í að bæta úr þessu afleita ástandi að það séu í raun ekki almenningssamgöngur út á Keflavíkurflugvöll.“ Hagsmunir margra séu undir, og því gott að sjá að verið sé að bregðast við vandanum. „Þetta er mikið hagsmunamál fyrir höfuðborgarbúa og ferðamenn sem hefur hreinlega ekki verið sinnt. Því lagði ég fram þessa fyrirspurn og það er gott að sjá að hún hefur komið hreyfingu á málið,“ segir Hildur,
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Strætó Alþingi Tengdar fréttir Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00