„Að vera svekktir með að ná ekki öðru sætinu sýnir karakterinn í liðinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2023 20:14 Snorri Steinn Guðjónsson var stoltur af sínum mönnum í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Þetta er bara spes tilfinning. Við unnum leikinn, en erum í dauðafæri að vinna þetta með þrem eða meira og ná 2. sætinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Þriggja marka sigur hefði tryggt Valsmönnum 2. sæti B-riðils, en þrátt fyrir að hafa misst af því gulltryggði liðið í það minnsta 3. sætið með sigrinum. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Fyrri hálfleikurinn er náttúrulega stórkostlegur og Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] með ótrúlegar vörslur og það er kannski fyrst og síðast ástæðan fyrir þessu forskoti,“ sagði Snorri, en Valsmenn leiddu með átta mörkum í hálfleik. „Ég hefði viljað halda betur á spilunum í seinni hálfleik. Við duttum svolítið niður og vorum bara lélegir varnarlega og markvarslan snýst aðeins við. En þetta sýnir líka aðeins hvað við erum komnir langt að drengirnir eru drullusvekktir eftir að hafa unnið Ystad í Evrópuleik.“ Þegar kom í ljós að Valsmenn myndu sleppa við forkeppni og fara beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar höfðu kannski einhverjir áhyggjur af því að liðið myndi lenda í erfiðleikum. Valsmenn nældu sér þó í ellefu stig í tíu leikjum og eru komnir í 16-liða úrslit keppninnar, nokkuð örugglega. „Við náttúrulega ætluðum upp úr riðlinum. Það var ekki bara eitthvað til þess að leika sér að. En að vera með ellefu stig eftir þessa tíu leiki er frábært. Við erum búnir að vera mjög góðir í þessari keppni og ekki búnir að spila neinn afleitan leik. Það er frekar það bara að vera svekktir með að ná ekki 2. sætinu sem sýnir karakterinn í liðinu.“ Fyrir leik kvöldsins var ljóst að Valsmenn gætu mætt þremur liðum í 16-liða úrslitum. Strax eftir leikinn var enn óljóst hvort liðið myndi mæta franska liðinu Montpellier eða þýska liðinu Göppingen, en Snorri segist ekki hafa verið með neina draumamótherja á blaði. „Nei, bara bæði geggjað. Bæði krefjandi og erfitt og það verður bara geggjað,“ sagði Snorri að lokum, en nú er hins vegar ljóst að Göppingen stendur í vegi Valsmanna á leið þeirra í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. Klippa: Snorri Steinn eftir sigur Vals gegn Ystad. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. 28. febrúar 2023 19:25 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Þriggja marka sigur hefði tryggt Valsmönnum 2. sæti B-riðils, en þrátt fyrir að hafa misst af því gulltryggði liðið í það minnsta 3. sætið með sigrinum. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Fyrri hálfleikurinn er náttúrulega stórkostlegur og Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] með ótrúlegar vörslur og það er kannski fyrst og síðast ástæðan fyrir þessu forskoti,“ sagði Snorri, en Valsmenn leiddu með átta mörkum í hálfleik. „Ég hefði viljað halda betur á spilunum í seinni hálfleik. Við duttum svolítið niður og vorum bara lélegir varnarlega og markvarslan snýst aðeins við. En þetta sýnir líka aðeins hvað við erum komnir langt að drengirnir eru drullusvekktir eftir að hafa unnið Ystad í Evrópuleik.“ Þegar kom í ljós að Valsmenn myndu sleppa við forkeppni og fara beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar höfðu kannski einhverjir áhyggjur af því að liðið myndi lenda í erfiðleikum. Valsmenn nældu sér þó í ellefu stig í tíu leikjum og eru komnir í 16-liða úrslit keppninnar, nokkuð örugglega. „Við náttúrulega ætluðum upp úr riðlinum. Það var ekki bara eitthvað til þess að leika sér að. En að vera með ellefu stig eftir þessa tíu leiki er frábært. Við erum búnir að vera mjög góðir í þessari keppni og ekki búnir að spila neinn afleitan leik. Það er frekar það bara að vera svekktir með að ná ekki 2. sætinu sem sýnir karakterinn í liðinu.“ Fyrir leik kvöldsins var ljóst að Valsmenn gætu mætt þremur liðum í 16-liða úrslitum. Strax eftir leikinn var enn óljóst hvort liðið myndi mæta franska liðinu Montpellier eða þýska liðinu Göppingen, en Snorri segist ekki hafa verið með neina draumamótherja á blaði. „Nei, bara bæði geggjað. Bæði krefjandi og erfitt og það verður bara geggjað,“ sagði Snorri að lokum, en nú er hins vegar ljóst að Göppingen stendur í vegi Valsmanna á leið þeirra í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. Klippa: Snorri Steinn eftir sigur Vals gegn Ystad.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. 28. febrúar 2023 19:25 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. 28. febrúar 2023 19:25