Loforð stjórnvalda og atvinnulífsins hafi verið svikin Máni Snær Þorláksson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 28. febrúar 2023 19:52 Ragnar Þór og Ásthildur Lóa í Iðnó. Vísir/Sigurjón Hagsmunasamtök heimilanna blása til fundar í Iðnó í kvöld. Formaður samtakanna segir heimilin þurfa að sýna að þau ætli ekki að fóðra bankana. Formaður VR verður á fundinum en hann segir stjórnvöld og atvinnulífið hafa svikið loforð um að standa með fólkinu í landinu. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir nauðsynlegt að fólk stígi fram og segi: „Hingað og ekki lengra.“ Þá segir hún greiðslubyrði heimilanna hafa aukist mikið að undanförnu. „Greiðslubyrði þeirra hefur aukist um hundrað til tvö hundruð þúsund á hverjum einasta mánuði. Það er ekkert út af verðbólgunni, það er fyrst og fremst út af vaxtahækkunum,“ segir hún. „Þetta þarf að stöðva, það þarf að setja heimilin í fyrsta sæti. Ég vona að sem flestir komi og styðji okkur hér í kvöld, sýni fram á að þau láti ekki bjóða sér þetta lengur.“ Hvað geta heimilin í landinu gert? „Heimilin í landinu geta því miður ekki mjög mikið gert nema hugsanlega með samstöðu, með því að sýna stjórnmálamönnum og Seðlabankanum fram á að þau séu ekki tilbúin til þess að vera fóður fyrir bankana.“ Svikin loforð Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður á pallborði á fundinum í kvöld. Hann segir að staðan sé slæm, stjórnvöld og atvinnulíf hafi svikið loforð sín við fólkið í landinu. „Staðan er bara hrikaleg, hún er miklu verri en við reiknum með. Það er ljóst að loforð stjórnvalda og atvinnulífsins um að standa með fólkinu í landinu og heimilum landsins hafa verið svikin og það eiginlega strax á fyrstu mánuðum. Þannig staðan lítur ekki vel út.“ Ragnar segir að verkalýðshreyfingin þurfi að semja um 170 þúsund króna launahækkun bara til að standa undir hækkun á húsnæðiskostnaði. „Þá er allt annað eftir. Það hljóta allir að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp til lengdar,“ segir hann. „Ég vonast til að öll þessi hagsmunasamtök sem hafa staðið sig mjög vel í þessari baráttu fari að snúa saman bökum með verkalýðshreyfingunni og við förum að kalla eftir raunverulegum aðgerðum, sem við höfum verið að kalla eftir síðustu ár.“ Aðspurður um hvaða aðgerðir það eru sem kallað hefur verið eftir segir Ragnar: „Við höfum kallað eftir leiguþaki, við höfum kallað eftir hvalrekaskatti á bankana til þess að styðja betur við fólk sem er að fá á sig stökkbreyttar afborganir á húsnæðislánum og fleiri aðgerðir en það er bara ekkert hlustað.“ Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir nauðsynlegt að fólk stígi fram og segi: „Hingað og ekki lengra.“ Þá segir hún greiðslubyrði heimilanna hafa aukist mikið að undanförnu. „Greiðslubyrði þeirra hefur aukist um hundrað til tvö hundruð þúsund á hverjum einasta mánuði. Það er ekkert út af verðbólgunni, það er fyrst og fremst út af vaxtahækkunum,“ segir hún. „Þetta þarf að stöðva, það þarf að setja heimilin í fyrsta sæti. Ég vona að sem flestir komi og styðji okkur hér í kvöld, sýni fram á að þau láti ekki bjóða sér þetta lengur.“ Hvað geta heimilin í landinu gert? „Heimilin í landinu geta því miður ekki mjög mikið gert nema hugsanlega með samstöðu, með því að sýna stjórnmálamönnum og Seðlabankanum fram á að þau séu ekki tilbúin til þess að vera fóður fyrir bankana.“ Svikin loforð Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður á pallborði á fundinum í kvöld. Hann segir að staðan sé slæm, stjórnvöld og atvinnulíf hafi svikið loforð sín við fólkið í landinu. „Staðan er bara hrikaleg, hún er miklu verri en við reiknum með. Það er ljóst að loforð stjórnvalda og atvinnulífsins um að standa með fólkinu í landinu og heimilum landsins hafa verið svikin og það eiginlega strax á fyrstu mánuðum. Þannig staðan lítur ekki vel út.“ Ragnar segir að verkalýðshreyfingin þurfi að semja um 170 þúsund króna launahækkun bara til að standa undir hækkun á húsnæðiskostnaði. „Þá er allt annað eftir. Það hljóta allir að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp til lengdar,“ segir hann. „Ég vonast til að öll þessi hagsmunasamtök sem hafa staðið sig mjög vel í þessari baráttu fari að snúa saman bökum með verkalýðshreyfingunni og við förum að kalla eftir raunverulegum aðgerðum, sem við höfum verið að kalla eftir síðustu ár.“ Aðspurður um hvaða aðgerðir það eru sem kallað hefur verið eftir segir Ragnar: „Við höfum kallað eftir leiguþaki, við höfum kallað eftir hvalrekaskatti á bankana til þess að styðja betur við fólk sem er að fá á sig stökkbreyttar afborganir á húsnæðislánum og fleiri aðgerðir en það er bara ekkert hlustað.“
Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira