Segja að búningsklefi landsliðsins leki: „Ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2023 08:01 Guðmundur Guðmundsson ræðir við leikmenn landsliðsins. vísir/vilhelm Búningsklefi íslenska karlalandsliðsins í handbolta er lekur og upplýsingar virðast flæða þaðan óhindrað. Þetta var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu í gær. Guðmundur Guðmundsson var látinn fara sem landsliðsþjálfari Íslands í síðustu viku. Síðan þá hafa fregnir borist af því að samband hans við leikmenn hafi ekki verið gott. Í útsendingu Seinni bylgjunnar frá leik Vals og PAUC í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport í síðustu viku sagði Arnar Daði Arnarsson að „skemmd epli“ innan búningsklefa Íslands hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar. „Ég held að landsliðsnefndin verði að draga smá lærdóm af þessu af því Guðmundur Guðmundsson missti ekki klefann á þessu móti. Sagan segir að hann hafi misst klefann jafnvel úti í Egyptalandi [á HM 2021]. En menn þorðu ekki að rífa í gikkinn þá og ætluðu ekki að rífa í gikkinn núna. En það voru skemmd epli innan klefans og leikmenn margir hverjir að mér skilst á því að tíma Guðmundar með landsliðið væri lokið,“ sagði Arnar Daði. Brotthvarf Guðmundar var til umræðu í Handkastinu í gær. Henry Birgir Gunnarsson var gestur Arnars Daða ásamt Ásgeiri Jónssyni. Hann er svekktur út í leikmenn landsliðsins og hvernig þeir létu eftir lokaleik Íslands á HM þar sem liðið vann Brasilíu, 43-39, og hvernig þeir virtust kætast yfir hvernig Guðmundur lenti í „hakkavélinni“. „Það fór óstjórnlega í taugarnar á mér að eftir að leik lýkur og það verður mikið havarí í viðtölum að stór hópur íslenskra landsliðsmanna hafi nánast verið byrjaður að moka undan Guðmundi og gleðjast því að hann skildi hafa lent í einhverri hakkavél,“ sagði Henry Birgir. Köstuðu þjálfaranum fram af gilinu „Leikmenn sem ollu vonbrigðum og eiga stóra sök á því að íslenska liðið fór ekki lengra. Þeir hefðu að minnsta kosti mátt líta aðeins í spegil og jafnvel sumir hverjir skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur en þeir gerðu, í stað þess að kasta þjálfaranum fram af gilinu. Það fór í taugarnar á mér.“ Henry Birgir Gunnarsson ræðir við Guðmund.vísir/vilhelm Ásgeir tók í sama streng og Henry Birgir. „Þetta er ekki gott til afspurnar, eitthvað svona á miðju móti eða rétt eftir mót, bara út af prinsippástæðum.“ Fékk ótrúlegustu sendingar Arnar Daði furðar sig á hversu auðveldlega upplýsingar berast úr leikmannahópi Íslands og til fjölmiðla og þeirra sem vilja heyra. „Ég fékk ótrúlegar sendingar, kannski ekki beint frá landsliðsmönnum en eins og landsliðsmenn hafi verið að biðja vini og vandamenn um að senda mér alls konar skilaboð. Ég hef ekki þjálfað í mörg ár en þetta er það síðasta sem þú vilt. Þú vilt ekki að klefinn leki,“ sagði Arnar Daði. „Ég á ekki sem fjölmiðlamaður, þótt það sé frábært fyrir mig og ég þakki fyrir allar sendingarnar sem ég fékk, að fá skilaboð um það hvernig Guðmundur hegðaði sér á myndbandsfundum, á æfingum, hvernig samskipti hans við leikmenn voru eða hvernig hálfleiksræðan var. Þarna er hrikalega stórt vandamál.“ Klefinn á að vera heilagur Ásgeir segir að svona lagað eigi ekki að líðast. „Þetta er eitt af grunnprinsippum hópíþrótta. Klefinn er heilagur,“ sagði hann. „Menn mega alveg vera ósáttir og tala opinskátt um það við þjálfarann og innan hópsins. En að puða svona eitri út í staðinn fyrir að ræða þetta opinskátt innan hópsins er algjört prinsippleysi, alveg sama hvaða teymi er að vinna saman. Þetta er menning sem á ekki að vera í neinu góðu liði.“ Henry Birgir tók aftur við boltanum. „Þetta er óþolandi og fyrir neðan allar hellur. Þú vinnur innan frá en ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um landsliðið hefst á 52:50. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson var látinn fara sem landsliðsþjálfari Íslands í síðustu viku. Síðan þá hafa fregnir borist af því að samband hans við leikmenn hafi ekki verið gott. Í útsendingu Seinni bylgjunnar frá leik Vals og PAUC í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport í síðustu viku sagði Arnar Daði Arnarsson að „skemmd epli“ innan búningsklefa Íslands hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar. „Ég held að landsliðsnefndin verði að draga smá lærdóm af þessu af því Guðmundur Guðmundsson missti ekki klefann á þessu móti. Sagan segir að hann hafi misst klefann jafnvel úti í Egyptalandi [á HM 2021]. En menn þorðu ekki að rífa í gikkinn þá og ætluðu ekki að rífa í gikkinn núna. En það voru skemmd epli innan klefans og leikmenn margir hverjir að mér skilst á því að tíma Guðmundar með landsliðið væri lokið,“ sagði Arnar Daði. Brotthvarf Guðmundar var til umræðu í Handkastinu í gær. Henry Birgir Gunnarsson var gestur Arnars Daða ásamt Ásgeiri Jónssyni. Hann er svekktur út í leikmenn landsliðsins og hvernig þeir létu eftir lokaleik Íslands á HM þar sem liðið vann Brasilíu, 43-39, og hvernig þeir virtust kætast yfir hvernig Guðmundur lenti í „hakkavélinni“. „Það fór óstjórnlega í taugarnar á mér að eftir að leik lýkur og það verður mikið havarí í viðtölum að stór hópur íslenskra landsliðsmanna hafi nánast verið byrjaður að moka undan Guðmundi og gleðjast því að hann skildi hafa lent í einhverri hakkavél,“ sagði Henry Birgir. Köstuðu þjálfaranum fram af gilinu „Leikmenn sem ollu vonbrigðum og eiga stóra sök á því að íslenska liðið fór ekki lengra. Þeir hefðu að minnsta kosti mátt líta aðeins í spegil og jafnvel sumir hverjir skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur en þeir gerðu, í stað þess að kasta þjálfaranum fram af gilinu. Það fór í taugarnar á mér.“ Henry Birgir Gunnarsson ræðir við Guðmund.vísir/vilhelm Ásgeir tók í sama streng og Henry Birgir. „Þetta er ekki gott til afspurnar, eitthvað svona á miðju móti eða rétt eftir mót, bara út af prinsippástæðum.“ Fékk ótrúlegustu sendingar Arnar Daði furðar sig á hversu auðveldlega upplýsingar berast úr leikmannahópi Íslands og til fjölmiðla og þeirra sem vilja heyra. „Ég fékk ótrúlegar sendingar, kannski ekki beint frá landsliðsmönnum en eins og landsliðsmenn hafi verið að biðja vini og vandamenn um að senda mér alls konar skilaboð. Ég hef ekki þjálfað í mörg ár en þetta er það síðasta sem þú vilt. Þú vilt ekki að klefinn leki,“ sagði Arnar Daði. „Ég á ekki sem fjölmiðlamaður, þótt það sé frábært fyrir mig og ég þakki fyrir allar sendingarnar sem ég fékk, að fá skilaboð um það hvernig Guðmundur hegðaði sér á myndbandsfundum, á æfingum, hvernig samskipti hans við leikmenn voru eða hvernig hálfleiksræðan var. Þarna er hrikalega stórt vandamál.“ Klefinn á að vera heilagur Ásgeir segir að svona lagað eigi ekki að líðast. „Þetta er eitt af grunnprinsippum hópíþrótta. Klefinn er heilagur,“ sagði hann. „Menn mega alveg vera ósáttir og tala opinskátt um það við þjálfarann og innan hópsins. En að puða svona eitri út í staðinn fyrir að ræða þetta opinskátt innan hópsins er algjört prinsippleysi, alveg sama hvaða teymi er að vinna saman. Þetta er menning sem á ekki að vera í neinu góðu liði.“ Henry Birgir tók aftur við boltanum. „Þetta er óþolandi og fyrir neðan allar hellur. Þú vinnur innan frá en ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um landsliðið hefst á 52:50.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira