Fjárfestar selja í sjóðum þrátt fyrir viðsnúning á mörkuðum

Fjárfestar losuðu um stöður sínar í helstu verðbréfasjóðunum á fyrsta mánuði ársins 2023 sem einkenndist engu að síður af verðhækkunum á mörkuðum eftir erfitt ár í fyrra. Í tíu skipti á síðustu tólf mánuðum hefur verið hreint útflæði úr innlendum hlutabréfasjóðum.
Tengdar fréttir

Fjárfestar seldu í hlutabréfasjóðum fyrir um átta milljarða í fyrra
Erfitt árferði á hlutabréfamörkuðum á liðnu ári, sem einkenndist af miklum verðlækkunum samtímis hækkandi verðbólgu og vaxtahækkunum, varð þess valdandi að fjárfestar minnkuðu stöðu sína í innlendum hlutabréfasjóðum fyrir samtals tæplega átta milljarða króna. Eru það talsverð umskipti frá árunum 2020 og 2021 þegar slíkir sjóðir bólgnuðu út samhliða innflæði og hækkandi gengi hlutabréfa.