Metdagur í gær en tuttugu metrar í kortunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 17:56 Um 2.500 manns voru á svæðinu í gær á stærsta degi vetrarins. Vísir/Tryggvi Metfjöldi heimsótti Hlíðarfjall á Akureyri í gær. Vetrarfrí í skólum standa yfir og höfðu fjölmargir skíðaáhugamenn lagt leið sína norður. Hvessa tók í dag og loka þurfti skíðasvæðinu snemma. Gert er ráð fyrir áframhaldandi suðvestanátt á morgun. „Það voru 2.500 manns sem voru í gær í fjallinu þannig að það hefur verið stærsti dagurinn hingað til – svona „páskadagur“ má segja. Það var rosalega lítill vindur, gott færi og gott veður. Þannig að það var frábær dagur í gær. Og maður vonaði að þetta yrði til friðs í dag en þetta er búinn að vera lægðavetur,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í samtali við Vísi. Nóg af snjó en mætti kólna Nokkuð hlýtt hefur verið á svæðinu, á bilinu fimm til sjö gráður, en Brynjar Helgi segir að nóg sé af snjó. Farið hafi verið í snjóframleiðslu í liðinni viku en hann vonar hins vegar að það fari aðeins að kólna. Vindurinn hefur hins vegar leikið skíðafólk grátt. Brynjar Helgi segir að gera megi ráð fyrir því að lokað verði á morgun vegna veðurs. Staðan verði að sjálfsögðu metin jafnóðum. Í dag var opið frá klukkan tíu til tólf. „Það eru áframhaldandi tuttugu metrar plús á sekúndu og suðvestan áfram. Það verður erfitt að sjá hvernig þetta á eftir að fara á morgun. Við förum upp eftir á morgun og skoðum aðstæður. Ef það eru fimm til tíu metrar á sekúndu þá reynum við að opna einhverjar lyftur. En svo sjáum við alltaf til hvernig þetta þróast.“ Til hvaða bragðs eiga skíðaáhugamenn að taka? „Skoða svæðin í kring; skoða Dalvík, skoða Siglufjörð. Það er oft skaplegt veður á svæðum í kring þó það sé suðvestan hjá okkur. En svo er það líka að bíða og sjá – fylgjast með upplýsingum í fyrramálið,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Veður Akureyri Skíðasvæði Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Það voru 2.500 manns sem voru í gær í fjallinu þannig að það hefur verið stærsti dagurinn hingað til – svona „páskadagur“ má segja. Það var rosalega lítill vindur, gott færi og gott veður. Þannig að það var frábær dagur í gær. Og maður vonaði að þetta yrði til friðs í dag en þetta er búinn að vera lægðavetur,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í samtali við Vísi. Nóg af snjó en mætti kólna Nokkuð hlýtt hefur verið á svæðinu, á bilinu fimm til sjö gráður, en Brynjar Helgi segir að nóg sé af snjó. Farið hafi verið í snjóframleiðslu í liðinni viku en hann vonar hins vegar að það fari aðeins að kólna. Vindurinn hefur hins vegar leikið skíðafólk grátt. Brynjar Helgi segir að gera megi ráð fyrir því að lokað verði á morgun vegna veðurs. Staðan verði að sjálfsögðu metin jafnóðum. Í dag var opið frá klukkan tíu til tólf. „Það eru áframhaldandi tuttugu metrar plús á sekúndu og suðvestan áfram. Það verður erfitt að sjá hvernig þetta á eftir að fara á morgun. Við förum upp eftir á morgun og skoðum aðstæður. Ef það eru fimm til tíu metrar á sekúndu þá reynum við að opna einhverjar lyftur. En svo sjáum við alltaf til hvernig þetta þróast.“ Til hvaða bragðs eiga skíðaáhugamenn að taka? „Skoða svæðin í kring; skoða Dalvík, skoða Siglufjörð. Það er oft skaplegt veður á svæðum í kring þó það sé suðvestan hjá okkur. En svo er það líka að bíða og sjá – fylgjast með upplýsingum í fyrramálið,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli.
Veður Akureyri Skíðasvæði Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira