Brúnni lokað og bræður læstir inni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2023 19:10 Stöpullinn fór undan brúnni í vatnavöxtum fyrr í febrúar en skaðinn kom ekki í ljós fyrr en í dag. Nú er umferð um brúna talin hættuleg. Eggert Norðdahl Íbúar á Hólmi við Suðurlandsveg komast hvorki lönd né strönd nema á „35 tommu breyttum jeppum“ eftir að brúnni yfir Hólmsá hjá Geithálsi var lokað í dag. Íbúi kveðst hafa gert yfirvöldum viðvart og hefur áhyggjur af matarbirgðum og sjúkraflutningi. Eggert Norðdahl, sem býr á Hólmi ásamt bróður sínum, segir í samtali við fréttastofu að gert hafi verið við brúna fyrir rúmum tveimur árum síðan. Viðgerðin hafi ekki verið betri en svo að stöpull hafi losnað undan, vegna vatnselgs fyrr í febrúar. Hólmsá breiddi úr sér yfir vegslóða austan Rauðhóla fyrr í febrúarmánuði.Vísir/Egill „Það var enginn frágangur úr stöplinum niður í jörðina þannig að einn lítill jaki núna þegar áin ruddi sig 13. til 14. febrúar, þá virðist hafa lent jaki á einum stöplinum. Ég sé það bara á ummerkjunum á því hvernig festingarnar við brúarbitanna eru. Frágangurinn á þessu er bara þannig að stöpullinn er bara laus, um leið og hann fær á sig einn jaka þá er hann bara farinn.“ Hann segir að fyrri viðgerð, árið 2020, hafi tekið marga mánuði. Þá hafi verið hægt að nota gamlan veg við Suðurlandsveg, svokallaða Vetrarbraut, sem er óuppbyggður vegur lagður á öðrum áratug tuttugustu aldar. Eggert segist hafa miklar áhyggjur af birgðaflutningum og aðkomu sjúkrabíla.STÖÐ 2/ARNAR „Akkúrat á þessum tíma árs þá er hann bara ófær vegna drullu. Í dag hafa fjórhjóladrifnir bílar verið að keyra hann með þeim skilaboðum að þetta sé ófært vegna smábíla. Ég er búinn að tilkynna þetta og ef það kemur eitthvað upp þá þyrfti bara að kalla á björgunarsveitir á breyttum jeppum,“ segir Eggert. Eggert segir að starfsmaður á vegum þjónustumiðstöðvarinnar Jafnasels hafi lokað brúnni fyrr í dag. Enginn íbúa hafi verið látinn vita. „Vetrarvegurinn er fær fyrir 35 tommu breytta jeppa, en ég er bara á lítilli Toyota 1997 módel sem er ekkert í standi til að fara í einhverja drullu. Ég fór í búðina áður en þeir lokuðu brúnni. Ég kemst ekki neitt, ekki einu sinni út að skemmta mér eða neitt,“ segir Eggert Norðdahl. Fjallað var um flóð á vatnasviði Elliðaánna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar. Veður Reykjavík Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Eggert Norðdahl, sem býr á Hólmi ásamt bróður sínum, segir í samtali við fréttastofu að gert hafi verið við brúna fyrir rúmum tveimur árum síðan. Viðgerðin hafi ekki verið betri en svo að stöpull hafi losnað undan, vegna vatnselgs fyrr í febrúar. Hólmsá breiddi úr sér yfir vegslóða austan Rauðhóla fyrr í febrúarmánuði.Vísir/Egill „Það var enginn frágangur úr stöplinum niður í jörðina þannig að einn lítill jaki núna þegar áin ruddi sig 13. til 14. febrúar, þá virðist hafa lent jaki á einum stöplinum. Ég sé það bara á ummerkjunum á því hvernig festingarnar við brúarbitanna eru. Frágangurinn á þessu er bara þannig að stöpullinn er bara laus, um leið og hann fær á sig einn jaka þá er hann bara farinn.“ Hann segir að fyrri viðgerð, árið 2020, hafi tekið marga mánuði. Þá hafi verið hægt að nota gamlan veg við Suðurlandsveg, svokallaða Vetrarbraut, sem er óuppbyggður vegur lagður á öðrum áratug tuttugustu aldar. Eggert segist hafa miklar áhyggjur af birgðaflutningum og aðkomu sjúkrabíla.STÖÐ 2/ARNAR „Akkúrat á þessum tíma árs þá er hann bara ófær vegna drullu. Í dag hafa fjórhjóladrifnir bílar verið að keyra hann með þeim skilaboðum að þetta sé ófært vegna smábíla. Ég er búinn að tilkynna þetta og ef það kemur eitthvað upp þá þyrfti bara að kalla á björgunarsveitir á breyttum jeppum,“ segir Eggert. Eggert segir að starfsmaður á vegum þjónustumiðstöðvarinnar Jafnasels hafi lokað brúnni fyrr í dag. Enginn íbúa hafi verið látinn vita. „Vetrarvegurinn er fær fyrir 35 tommu breytta jeppa, en ég er bara á lítilli Toyota 1997 módel sem er ekkert í standi til að fara í einhverja drullu. Ég fór í búðina áður en þeir lokuðu brúnni. Ég kemst ekki neitt, ekki einu sinni út að skemmta mér eða neitt,“ segir Eggert Norðdahl. Fjallað var um flóð á vatnasviði Elliðaánna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar.
Veður Reykjavík Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11