Fyrstu Hlébarðarnir komnir til Úkraínu og Selenskí heitir sigri Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2023 11:49 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, við athöfn í Kænugarði í morgun. AP/Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hét því í morgun að Úkraína myndi bera sigur úr býtum gegn Rússum. Þetta sagði hann í ávarpi er hann markaði það að ár er liðið frá því innrás Rússa hófst en Selenskí sagði þetta ár vera ár sársauka, sorgar, trúar og samstöðu. Mateusz Morawieck, forsætisráðherra Póllands, er staddur í Kænugarði en þar tilkynnti hann að fyrstu Leopard 2 skriðdrekarnir væru komnir til Úkraínu. Þetta eru fyrstu vestrænu skriðdrekarnir sem berast til Úkraínu en verið er að þjálfa úkraínska hermenn í notkun þeirra í nokkrum ríkjum Evrópu. Hlébarðarnir eru framleiddir í Þýskalandi og Úkraínumenn eiga von á umtalsverðu magni af þeim á komandi vikum og mánuðum. Bakhjarlar Úkraínu hafa þó verið sakaðir um hægagang varðandi skriðdrekasendingar síðan Þjóðverjar heimiluðu þær. Pólverjar hafa heitið Úkraínumönnum minnst fjórtán skriðdreka en búið er að afhenda fjóra. Þurftu að berjast fyrir hverjum degi Selenskí sagði í ávarpi sínu í morgun að úkraínska þjóðin hefði sýnt sig og sannað á undanförnu ári. „Við lifðum fyrsta dag stríðsins af. Við vissum ekki hvað annar dagurinn bæri í skauti sér en við skildum vel að við þyrftum að berast fyrir hverjum morgundegi og við börðumst,“ sagði Selenskí. „Við erum orðin ein fjölskylda. Það eru engir ókunnugir meðal okkar,“ sagði Selenskí. „Úkraínumenn hafa skýlt Úkraínumönnum, opnað heimili sín og hjörtu gagnvart þeim sem hafa þurft að flýja þetta stríð.“ Hann sagði að úkraínska þjóðin hefði þurft að þola margt á undanförnu ári. Stórskotaliðsárásir, klasasprengjur, stýriflaugar, sjálfsprengidróna, rafmagnsleysi og kulda. Það hefði ekki dugað til að brjóta Úkraínumenn á bak aftur og að þeir myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að sigra Rússa á þessu ári. On February 24, millions of us made a choice. Not a white flag, but the blue and yellow one. Not fleeing, but facing. Resisting & fighting. It was a year of pain, sorrow, faith, and unity. And this year, we remained invincible. We know that 2023 will be the year of our victory! pic.twitter.com/oInWvssjOI— (@ZelenskyyUa) February 24, 2023 Hart barist í austri Þó ár sé liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu hafa úkraínskir hermenn og rússneskir barist í austurhluta landsins frá árinu 2014, þegar aðskilnaðarsinnar í Dónetsk og Lúhansk lýstu yfir sjálfstæði og með aðstoð Rússa börðust gegn úkraínska hernum. Enn er barist í þessum tveimur héruðum, sem saman mynda Donbas svæðið svokallaða. Rússar hafa staðið í umfangsmiklum árásum þar en án mikils árangurs hingað til. Sérfræðingar búast við því að Úkraínumenn ætli sér gagnárásir gegn Rússum þegar vorið nálgast og að þeir muni meðal annars notast við nýjar hersveitir sem notast munu við vestræna bryn- og skriðdreka. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Tengdar fréttir Taka lítið mark á yfirlýsingu Rússa um innrás Úkraínumanna Ríkisstjórn Moldóvu gefur lítið fyrir ásakanir Varnarmálaráðuneytis Rússlands um að Úkraínumenn ætli sér að gera innrás í Transnistríu, hérað í Moldóvu þar sem rússneski herinn er með viðveru. Rússar hafa haldið því fram að úkraínskir hermenn, klæddir eins og Rússar, ætli að sviðsetja einhvers konar ögrun sem Úkraínumenn ætli að nota sem átyllu til innrásar. 24. febrúar 2023 10:48 „Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“ „Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“ 24. febrúar 2023 08:31 Máluðu risastóran Úkraínufána við rússneska sendiráðið Fjórir voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa málað úkraínska fánann á götu fyrir framan sendiráð Rússa í borginni. 23. febrúar 2023 19:53 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira
Mateusz Morawieck, forsætisráðherra Póllands, er staddur í Kænugarði en þar tilkynnti hann að fyrstu Leopard 2 skriðdrekarnir væru komnir til Úkraínu. Þetta eru fyrstu vestrænu skriðdrekarnir sem berast til Úkraínu en verið er að þjálfa úkraínska hermenn í notkun þeirra í nokkrum ríkjum Evrópu. Hlébarðarnir eru framleiddir í Þýskalandi og Úkraínumenn eiga von á umtalsverðu magni af þeim á komandi vikum og mánuðum. Bakhjarlar Úkraínu hafa þó verið sakaðir um hægagang varðandi skriðdrekasendingar síðan Þjóðverjar heimiluðu þær. Pólverjar hafa heitið Úkraínumönnum minnst fjórtán skriðdreka en búið er að afhenda fjóra. Þurftu að berjast fyrir hverjum degi Selenskí sagði í ávarpi sínu í morgun að úkraínska þjóðin hefði sýnt sig og sannað á undanförnu ári. „Við lifðum fyrsta dag stríðsins af. Við vissum ekki hvað annar dagurinn bæri í skauti sér en við skildum vel að við þyrftum að berast fyrir hverjum morgundegi og við börðumst,“ sagði Selenskí. „Við erum orðin ein fjölskylda. Það eru engir ókunnugir meðal okkar,“ sagði Selenskí. „Úkraínumenn hafa skýlt Úkraínumönnum, opnað heimili sín og hjörtu gagnvart þeim sem hafa þurft að flýja þetta stríð.“ Hann sagði að úkraínska þjóðin hefði þurft að þola margt á undanförnu ári. Stórskotaliðsárásir, klasasprengjur, stýriflaugar, sjálfsprengidróna, rafmagnsleysi og kulda. Það hefði ekki dugað til að brjóta Úkraínumenn á bak aftur og að þeir myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að sigra Rússa á þessu ári. On February 24, millions of us made a choice. Not a white flag, but the blue and yellow one. Not fleeing, but facing. Resisting & fighting. It was a year of pain, sorrow, faith, and unity. And this year, we remained invincible. We know that 2023 will be the year of our victory! pic.twitter.com/oInWvssjOI— (@ZelenskyyUa) February 24, 2023 Hart barist í austri Þó ár sé liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu hafa úkraínskir hermenn og rússneskir barist í austurhluta landsins frá árinu 2014, þegar aðskilnaðarsinnar í Dónetsk og Lúhansk lýstu yfir sjálfstæði og með aðstoð Rússa börðust gegn úkraínska hernum. Enn er barist í þessum tveimur héruðum, sem saman mynda Donbas svæðið svokallaða. Rússar hafa staðið í umfangsmiklum árásum þar en án mikils árangurs hingað til. Sérfræðingar búast við því að Úkraínumenn ætli sér gagnárásir gegn Rússum þegar vorið nálgast og að þeir muni meðal annars notast við nýjar hersveitir sem notast munu við vestræna bryn- og skriðdreka.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Tengdar fréttir Taka lítið mark á yfirlýsingu Rússa um innrás Úkraínumanna Ríkisstjórn Moldóvu gefur lítið fyrir ásakanir Varnarmálaráðuneytis Rússlands um að Úkraínumenn ætli sér að gera innrás í Transnistríu, hérað í Moldóvu þar sem rússneski herinn er með viðveru. Rússar hafa haldið því fram að úkraínskir hermenn, klæddir eins og Rússar, ætli að sviðsetja einhvers konar ögrun sem Úkraínumenn ætli að nota sem átyllu til innrásar. 24. febrúar 2023 10:48 „Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“ „Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“ 24. febrúar 2023 08:31 Máluðu risastóran Úkraínufána við rússneska sendiráðið Fjórir voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa málað úkraínska fánann á götu fyrir framan sendiráð Rússa í borginni. 23. febrúar 2023 19:53 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira
Taka lítið mark á yfirlýsingu Rússa um innrás Úkraínumanna Ríkisstjórn Moldóvu gefur lítið fyrir ásakanir Varnarmálaráðuneytis Rússlands um að Úkraínumenn ætli sér að gera innrás í Transnistríu, hérað í Moldóvu þar sem rússneski herinn er með viðveru. Rússar hafa haldið því fram að úkraínskir hermenn, klæddir eins og Rússar, ætli að sviðsetja einhvers konar ögrun sem Úkraínumenn ætli að nota sem átyllu til innrásar. 24. febrúar 2023 10:48
„Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“ „Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“ 24. febrúar 2023 08:31
Máluðu risastóran Úkraínufána við rússneska sendiráðið Fjórir voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa málað úkraínska fánann á götu fyrir framan sendiráð Rússa í borginni. 23. febrúar 2023 19:53