Bróður Hákonar blöskrar valið: „Valsmafían farin að stjórna öllu“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2023 12:00 Hákon Daði Styrmisson fagnar hér fyrir miðju sigri gegn Suður-Kóreu á HM í janúar, ásamt félögum sínum í landsliðinu. Hann hlaut ekki náð fyrir augum Gunnars Magnússonar og Ágústs Jóhannssonar sem nú stýra landsliðinu tímabundið. VÍSIR/VILHELM Handboltamaðurinn Andri Heimir Friðriksson gagnrýnir það að Valsmaðurinn Stiven Tobar Valencia skyldi vera valinn í landsliðið í gær á meðan að Ísland eigi hornamenn í mun sterkari deildum en Olís-deildinni. Andri Heimir, sem varð meðal annars tvisvar sinnum Íslandsmeistari með ÍBV, segir á Twitter að fjölmiðlar og „Valsmafía“ hafi haft áhrif á valið á landsliðshópnum sem kynntur var í gær, fyrir komandi leiki við Tékka. „Mjög eðlilegt að eina breytingin á landsliðshóp sé að kalla Stiven inn og er Valsmafían farin að stjórna öllu hér í íslenskum handbolta. Hann er búinn að vera góður en við eigum nokkra menn sem eru að spila í mikið betri deildum. Við skulum ekki taka mark á því en til hamingju Valur,“ skrifar Andri Heimir meðal annars. Mjög eðlilegt að eina breytingin á landsliðshóp er að kallaStiven inn oger Valsmafían farinn stjórna öllu hér í Íslenskum handbolta. Hann er búinn að vera góður en við eigum nokkra menn sem eru að spila í mikið betri deildum. Við skulum ekki taka mark á því en til hamingju Valur— Andri Heimir Friðriksson (@andriheimir) February 23, 2023 Stiven var valinn í landsliðið í fyrsta sinn í gær fyrir komandi leiki við Tékka í undankeppni EM, 8. og 12. mars, eftir að hafa spilað afar vel með Val í vetur í Olís-deildinni og Evrópudeildinni, þar sem Valsmenn hafa tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Stiven tekur þar með sæti Hákonar Daða Styrmissonar, bróður Andra Heimis, sem annar tveggja rétthentra hornamanna í landsliðinu en hinn er Bjarki Már Elísson. Hákon og Bjarki fóru á HM í janúar en Hákon spilaði þó aðeins 51 mínútu á mótinu og skoraði eitt mark. Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi aðstoðarmenn Guðmundar Guðmundssonar, stýra íslenska landsliðinu gegn Tékkum eftir óvænt brotthvarf Guðmundar í vikunni. Það kom því í þeirra hlut að velja landsliðið og var valið á Stiven það eina sem segja má að hafi ekki verið í samræmi við valið á HM-hópnum. Hákon, Orri og Oddur á síðustu stórmótum Hákon Daði leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í efstu deild Þýskalands, bestu landsdeild Evrópu, líkt og annar Eyjamaður, Elliði Snær Viðarsson. Hákon hefur skorað 53 mörk í átján deildarleikjum í vetur, þar af tólf af vítalínunni, og hefur nýtt 66% skota sinna. Annar vinstri hornamaður sem ekki var valinn að þessu sinni er Orri Freyr Þorkelsson sem leikur með Elverum í norsku úrvalsdeildinni. Orri var í EM-hópnum fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur skorað 32 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Elverum sem er í næstefsta sæti deildarinnar, og auk þess 23 mörk í Meistaradeild Evrópu, nú síðast tvö mörk í 31-24 tapi gegn Álaborg á miðvikudagskvöld. Þá er vinstri hornamaðurinn Oddur Gretarsson, sem var í HM-hópnum í Egyptalandi fyrir tveimur árum, einn markahæsti leikmaður þýsku B-deildarinnar með 131 mark í 22 leikjum í vetur fyrir Balingen. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Sjá meira
Andri Heimir, sem varð meðal annars tvisvar sinnum Íslandsmeistari með ÍBV, segir á Twitter að fjölmiðlar og „Valsmafía“ hafi haft áhrif á valið á landsliðshópnum sem kynntur var í gær, fyrir komandi leiki við Tékka. „Mjög eðlilegt að eina breytingin á landsliðshóp sé að kalla Stiven inn og er Valsmafían farin að stjórna öllu hér í íslenskum handbolta. Hann er búinn að vera góður en við eigum nokkra menn sem eru að spila í mikið betri deildum. Við skulum ekki taka mark á því en til hamingju Valur,“ skrifar Andri Heimir meðal annars. Mjög eðlilegt að eina breytingin á landsliðshóp er að kallaStiven inn oger Valsmafían farinn stjórna öllu hér í Íslenskum handbolta. Hann er búinn að vera góður en við eigum nokkra menn sem eru að spila í mikið betri deildum. Við skulum ekki taka mark á því en til hamingju Valur— Andri Heimir Friðriksson (@andriheimir) February 23, 2023 Stiven var valinn í landsliðið í fyrsta sinn í gær fyrir komandi leiki við Tékka í undankeppni EM, 8. og 12. mars, eftir að hafa spilað afar vel með Val í vetur í Olís-deildinni og Evrópudeildinni, þar sem Valsmenn hafa tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Stiven tekur þar með sæti Hákonar Daða Styrmissonar, bróður Andra Heimis, sem annar tveggja rétthentra hornamanna í landsliðinu en hinn er Bjarki Már Elísson. Hákon og Bjarki fóru á HM í janúar en Hákon spilaði þó aðeins 51 mínútu á mótinu og skoraði eitt mark. Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi aðstoðarmenn Guðmundar Guðmundssonar, stýra íslenska landsliðinu gegn Tékkum eftir óvænt brotthvarf Guðmundar í vikunni. Það kom því í þeirra hlut að velja landsliðið og var valið á Stiven það eina sem segja má að hafi ekki verið í samræmi við valið á HM-hópnum. Hákon, Orri og Oddur á síðustu stórmótum Hákon Daði leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í efstu deild Þýskalands, bestu landsdeild Evrópu, líkt og annar Eyjamaður, Elliði Snær Viðarsson. Hákon hefur skorað 53 mörk í átján deildarleikjum í vetur, þar af tólf af vítalínunni, og hefur nýtt 66% skota sinna. Annar vinstri hornamaður sem ekki var valinn að þessu sinni er Orri Freyr Þorkelsson sem leikur með Elverum í norsku úrvalsdeildinni. Orri var í EM-hópnum fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur skorað 32 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Elverum sem er í næstefsta sæti deildarinnar, og auk þess 23 mörk í Meistaradeild Evrópu, nú síðast tvö mörk í 31-24 tapi gegn Álaborg á miðvikudagskvöld. Þá er vinstri hornamaðurinn Oddur Gretarsson, sem var í HM-hópnum í Egyptalandi fyrir tveimur árum, einn markahæsti leikmaður þýsku B-deildarinnar með 131 mark í 22 leikjum í vetur fyrir Balingen.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Sjá meira