Boða ekki til frekari verkfalla Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2023 11:37 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. Umræddar verkfallsaðgerðir áttu að hefjast á hádegi þriðjudaginn 28. febrúar. Aðrar verkfallsaðgerðir sem þegar eru hafnar halda áfram og félagsmenn Eflingar hjá Íslandshótelum, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Samskipum, Skeljungi og Olíudreifingu eru áfram í verkfalli. „Með verkbanni hafa Samtök atvinnulífsins fært kjaradeiluna að ystu mörkum stigmögnunar, langt umfram afmarkaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfélaga. Í ljósi þessa er nauðsynlegt að endurmeta stefnuna og telur samninganefnd ekki rétt á þessum tímapunkti að félagið efni til frekari stigmögnunar verkfallsaðgerða,“ segir í yfirlýsingu á vef Eflingar. Forsvarsmenn aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífisins samþykktu með afgerandi meirihluta verkbann á félagsmenn Eflingar, sem hefjast á þann 2. mars. Í tilkynningu segir að 94,73 prósent hafi greitt atkvæði með verkbanni. Einungis 3,32 prósent greiddu atkvæði á móti. Kjörsókn atvinnurekenda var 87,88 prósent. Efling boðaði til mótmæla í dag vegna verkbanns Samtaka atvinnulífsins og þess sem kallað er dugleysi stjórnvalda. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33 Boða til mótmæla gegn verkbanni og „dugleysi stjórnvalda“ Efling hefur boðað til mótmæla á morgun, fimmtudaginn 23. febrúar vegna verkbanns Samtaka atvinnulífsins og þess sem kallað er dugleysi stjórnvalda á vef Eflingar. 22. febrúar 2023 23:00 Sjóðurinn verði ekki nýttur til að niðurgreiða „níðingsverk“ Stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar hefur gefið það út að hvorki verði tekið við né auglýst eftir umsóknum vegna tekjutaps félagsmanna sem hlotnast af verkbanni atvinnurekenda innan SA. Varaformaður Eflingar segir ekkert koma í veg fyrir að sjóðurinn verði nýttur. 22. febrúar 2023 22:20 Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. 22. febrúar 2023 19:04 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Umræddar verkfallsaðgerðir áttu að hefjast á hádegi þriðjudaginn 28. febrúar. Aðrar verkfallsaðgerðir sem þegar eru hafnar halda áfram og félagsmenn Eflingar hjá Íslandshótelum, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Samskipum, Skeljungi og Olíudreifingu eru áfram í verkfalli. „Með verkbanni hafa Samtök atvinnulífsins fært kjaradeiluna að ystu mörkum stigmögnunar, langt umfram afmarkaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfélaga. Í ljósi þessa er nauðsynlegt að endurmeta stefnuna og telur samninganefnd ekki rétt á þessum tímapunkti að félagið efni til frekari stigmögnunar verkfallsaðgerða,“ segir í yfirlýsingu á vef Eflingar. Forsvarsmenn aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífisins samþykktu með afgerandi meirihluta verkbann á félagsmenn Eflingar, sem hefjast á þann 2. mars. Í tilkynningu segir að 94,73 prósent hafi greitt atkvæði með verkbanni. Einungis 3,32 prósent greiddu atkvæði á móti. Kjörsókn atvinnurekenda var 87,88 prósent. Efling boðaði til mótmæla í dag vegna verkbanns Samtaka atvinnulífsins og þess sem kallað er dugleysi stjórnvalda.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33 Boða til mótmæla gegn verkbanni og „dugleysi stjórnvalda“ Efling hefur boðað til mótmæla á morgun, fimmtudaginn 23. febrúar vegna verkbanns Samtaka atvinnulífsins og þess sem kallað er dugleysi stjórnvalda á vef Eflingar. 22. febrúar 2023 23:00 Sjóðurinn verði ekki nýttur til að niðurgreiða „níðingsverk“ Stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar hefur gefið það út að hvorki verði tekið við né auglýst eftir umsóknum vegna tekjutaps félagsmanna sem hlotnast af verkbanni atvinnurekenda innan SA. Varaformaður Eflingar segir ekkert koma í veg fyrir að sjóðurinn verði nýttur. 22. febrúar 2023 22:20 Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. 22. febrúar 2023 19:04 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33
Boða til mótmæla gegn verkbanni og „dugleysi stjórnvalda“ Efling hefur boðað til mótmæla á morgun, fimmtudaginn 23. febrúar vegna verkbanns Samtaka atvinnulífsins og þess sem kallað er dugleysi stjórnvalda á vef Eflingar. 22. febrúar 2023 23:00
Sjóðurinn verði ekki nýttur til að niðurgreiða „níðingsverk“ Stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar hefur gefið það út að hvorki verði tekið við né auglýst eftir umsóknum vegna tekjutaps félagsmanna sem hlotnast af verkbanni atvinnurekenda innan SA. Varaformaður Eflingar segir ekkert koma í veg fyrir að sjóðurinn verði nýttur. 22. febrúar 2023 22:20
Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. 22. febrúar 2023 19:04