Feimin að eðlisfari en milljónir manna fylgjast með Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2023 12:29 Ása hefur rækilega slegið í gegn á sínum samfélagsmiðlum. Ásu Steinarsdóttur er margt til lista lagt. Hún er menntaður tölvunarfræðingur og verkfræðingur en starfar núna sem áhrifavaldur í fullu starfi. Ása er meðal fremstu kvenna í heiminum á sínu sviði. Hún sérhæfir sig í ævintýramennsku, ljósmyndun og gerð myndbanda bæði fyrir sína miðla og fyrir fyrirtæki. Rætt var við Ásu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Óhætt er að segja að fáir Íslendingar geti státað sig af jafn stórum fylgjendahópi og hún, en á Instagram er hún með yfir 700 þúsund fylgjendur og milljónir manna sjá efni frá hennar miðlum í hverjum mánuði. Við settumst niður með Ásu og fengum innsýn inn í það í hverju hennar starf felst. „Starfið mitt er alltaf að breytast og það er eitthvað sem ég elska við þetta starf. Hver einasti dagur getur litið mismunandi út. Ég sérhæfi mig í því að búa til efni, ljósmyndir og video efni og starfa eiginlega bara við samfélagsmiðla,“ segir Ása og heldur áfram. Ekki góð umræða í kringum áhrifavalda „Það er hægt að kalla mig áhrifavald. Mér finnst það ekki skemmtilegasta orðið í heimi og kannski hefur verið svona smá neikvæð umfjöllun tengd orðinu áhrifavaldur. En þetta er bara orðið starf og bara meira en það en ég er búin að stofna fyrirtæki í kringum það sem ég er að gera og það eru fullt af tækifærum í þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Asa Steinars • Iceland (@asasteinars) Áhrifavaldar hafa oftar en ekki verið á milli tannanna á fólki, bæði fyrir það að hegða sér með glæfralegum hætti í íslenskri náttúru en einnig fyrir það að fylgja ekki reglum sem lúta að auglýsingum. Ása segir að bransinn hafi breyst mikið og nú sé hægt að afla sér tekna með vinnu á samfélagsmiðlum. „Ég er með fjóra í vinnu og þar á meðal eiginmann minn svo þetta er fullt starf hjá mér. Það væri aldrei hægt fyrir vöruskipti þannig að fyrirtæki borga að sjálfsögðu fyrir okkar vinnu.“ Byrjaði eftir bakpokaferðalag Ása segist velja vel hvaða fyrirtæki hún vinni með en að þau hjónin hafi fengið fjölmörg boð um samstarf. „Við höfum alveg fengið ýmsar spurningar sem geta verið mjög fyndnar eins og grasreykingar og við vorum ekki alveg til í það,“ segir Ása hlær. Ása hefur klárað nám í bæði verkfræði og tölvunarfræði en fyrir nokkrum árum síðan ákvað hún að segja upp starfi sínu og verða áhrifavaldur í fullu starfi. En hvar byrjaði þetta ævintýri? „Þetta byrjar svona því ég er með svo mikla ferðaþrá í mér. Eftir nám fer ég til Asíu og er á bakpokaferðalagi í meira en ár.“ View this post on Instagram A post shared by Asa Steinars • Iceland (@asasteinars) Hún hélt úti ferðabloggi á ferðalögum sínum um Asíu en eftir komuna heim aftur hélt hún áfram. „Og þá fer ég bara meira að mynda líf mitt hérna heima á Íslandi, íslenska náttúru og það vekur bara svona mikinn áhuga því þetta er akkúrat þegar heimurinn fer að taka meira eftir Íslandi.“ Myndbandið sem milljónir hafa séð Ása er feimin að eðlisfari en samt sem áður hafa tugir milljónir manna séð efni frá henni á samfélagsmiðlum. Ása, Leó maðurinn hennar og sonurinn Atlas eiga húsbíl og þau reyna að dvelja sem mest í honum. Á síðasta ári birti Ása myndband af syninum að róla sér í dyrum húsbílsins og myndbandið vakti heldur betur lukku. „Það var eitthvað sem við vorum ekki að búast við. Okkur vantaði stól þar sem hann gat borðað í húsbílnum okkar þannig að Leó tók IKEA stól og breytti honum í rólu því það er svo lítið pláss í húsbílnum okkar, hann getur líka rólað í honum. Þetta vakti svakalega mikla athygli.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Ferðalög Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira
Óhætt er að segja að fáir Íslendingar geti státað sig af jafn stórum fylgjendahópi og hún, en á Instagram er hún með yfir 700 þúsund fylgjendur og milljónir manna sjá efni frá hennar miðlum í hverjum mánuði. Við settumst niður með Ásu og fengum innsýn inn í það í hverju hennar starf felst. „Starfið mitt er alltaf að breytast og það er eitthvað sem ég elska við þetta starf. Hver einasti dagur getur litið mismunandi út. Ég sérhæfi mig í því að búa til efni, ljósmyndir og video efni og starfa eiginlega bara við samfélagsmiðla,“ segir Ása og heldur áfram. Ekki góð umræða í kringum áhrifavalda „Það er hægt að kalla mig áhrifavald. Mér finnst það ekki skemmtilegasta orðið í heimi og kannski hefur verið svona smá neikvæð umfjöllun tengd orðinu áhrifavaldur. En þetta er bara orðið starf og bara meira en það en ég er búin að stofna fyrirtæki í kringum það sem ég er að gera og það eru fullt af tækifærum í þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Asa Steinars • Iceland (@asasteinars) Áhrifavaldar hafa oftar en ekki verið á milli tannanna á fólki, bæði fyrir það að hegða sér með glæfralegum hætti í íslenskri náttúru en einnig fyrir það að fylgja ekki reglum sem lúta að auglýsingum. Ása segir að bransinn hafi breyst mikið og nú sé hægt að afla sér tekna með vinnu á samfélagsmiðlum. „Ég er með fjóra í vinnu og þar á meðal eiginmann minn svo þetta er fullt starf hjá mér. Það væri aldrei hægt fyrir vöruskipti þannig að fyrirtæki borga að sjálfsögðu fyrir okkar vinnu.“ Byrjaði eftir bakpokaferðalag Ása segist velja vel hvaða fyrirtæki hún vinni með en að þau hjónin hafi fengið fjölmörg boð um samstarf. „Við höfum alveg fengið ýmsar spurningar sem geta verið mjög fyndnar eins og grasreykingar og við vorum ekki alveg til í það,“ segir Ása hlær. Ása hefur klárað nám í bæði verkfræði og tölvunarfræði en fyrir nokkrum árum síðan ákvað hún að segja upp starfi sínu og verða áhrifavaldur í fullu starfi. En hvar byrjaði þetta ævintýri? „Þetta byrjar svona því ég er með svo mikla ferðaþrá í mér. Eftir nám fer ég til Asíu og er á bakpokaferðalagi í meira en ár.“ View this post on Instagram A post shared by Asa Steinars • Iceland (@asasteinars) Hún hélt úti ferðabloggi á ferðalögum sínum um Asíu en eftir komuna heim aftur hélt hún áfram. „Og þá fer ég bara meira að mynda líf mitt hérna heima á Íslandi, íslenska náttúru og það vekur bara svona mikinn áhuga því þetta er akkúrat þegar heimurinn fer að taka meira eftir Íslandi.“ Myndbandið sem milljónir hafa séð Ása er feimin að eðlisfari en samt sem áður hafa tugir milljónir manna séð efni frá henni á samfélagsmiðlum. Ása, Leó maðurinn hennar og sonurinn Atlas eiga húsbíl og þau reyna að dvelja sem mest í honum. Á síðasta ári birti Ása myndband af syninum að róla sér í dyrum húsbílsins og myndbandið vakti heldur betur lukku. „Það var eitthvað sem við vorum ekki að búast við. Okkur vantaði stól þar sem hann gat borðað í húsbílnum okkar þannig að Leó tók IKEA stól og breytti honum í rólu því það er svo lítið pláss í húsbílnum okkar, hann getur líka rólað í honum. Þetta vakti svakalega mikla athygli.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Ferðalög Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira