Inter er með frumkvæðið í einvíginu gegn Porto en liðin mættust í fyrri leik liðanna á Ítalíu í kvöld. Inter hafði betur 1-0 en liðin mætast í Portúgal eftir þrjár vikur.
Leikurinn í kvöld var fjörugur og bæði lið fengu sín færi til að skora. Leikurinn var hins vegar markalaus í hálfleik og lengst af í síðari hálfleiknum.
Þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði hins vegar Romelu Lukaku eina mark leiksins með góðu skoti.
Lokatölur 1-0 en síðari leikurinn verður án nokkurs vafa æsispennandi enda erfitt að sækja Porto heim á Drekavelli.