Lét stamið ekki stöðva sig og fór í viðtal: „Elska að sjá þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. febrúar 2023 07:30 Ken Sema hefur leikið 14 landsleiki fyrir sænska landsliðið. Gareth Copley/Getty Images Svíinn Ken Sema hefur hlotið mikið lof í vikunni fyrir að fara í viðtal hjá félagsrás liðs síns, Watford. Hann hefur lítið farið í viðtöl á sínum ferli vegna málhelti. Sema átti stórleik þegar Watford vann West Bromwich Albion í ensku B-deildinni á mánudagskvöldið. Hann skoraði tvö marka liðsins í 3-2 sigri, þar á meðal sigurmarkið á 78. mínútu. Hann hefur farið í fá viðtöl á ferli sínum en lét slag standa eftir stórleik mánudagskvöldsins. Hann ræddi við miðla Watford og líkt og sjá má í viðtalinu að neðan stamar sá sænski, sem er ástæða fælni hans við fjölmiðla í gegnum tíðina. "It was an easy one!"Ken Sema speaks following his match winning brace tonight! pic.twitter.com/c8qv7GvNIw— Watford Football Club (@WatfordFC) February 20, 2023 Sema hefur hlotið mikið lof fyrir á samfélagsmiðlum, þar á meðal frá Mikael Neville Anderson, landsliðsmanni Íslands. https://t.co/iHuDDoIm0s— Mikael Anderson (@MikaelAnder10) February 21, 2023 Luke Ayling, varnarmaður Leeds United í ensku úrvalsdeildinni, hefur einnig glímt við það að stama og hann hrósaði Sema í hástert á Twitter er hann deildi viðtalinu undir yfirskriftinni: „Elska að sjá þetta“. Love to see this. https://t.co/X0gwVcN4Ax— Luke Ayling (@lukeayling_8) February 21, 2023 „Ég stama einnig. Þetta er frábært. Ég veit hverja ég styð í Championship-deildinni það sem eftir lifir leiktíðar.“ sagði einn tvítverji. „Frábært. Þetta mun líklega hvetja aðra sem glíma við málhelti til að öðlast sjálfstraust og fara í viðtöl, mér fannst hann standa sig afar vel.“ sagði annar. Sema kom til Watford frá Östersund í Svíþjóð árið 2018 og á yfir 100 deildarleiki að baki fyrir félagið. Eftir sigur mánudagsins er liðið í 7. sæti Championship deildarinnar með 50 stig og er aðeins verri markatölu frá umspilssæti um sæti í ensku úrvalsdeildini. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Sema átti stórleik þegar Watford vann West Bromwich Albion í ensku B-deildinni á mánudagskvöldið. Hann skoraði tvö marka liðsins í 3-2 sigri, þar á meðal sigurmarkið á 78. mínútu. Hann hefur farið í fá viðtöl á ferli sínum en lét slag standa eftir stórleik mánudagskvöldsins. Hann ræddi við miðla Watford og líkt og sjá má í viðtalinu að neðan stamar sá sænski, sem er ástæða fælni hans við fjölmiðla í gegnum tíðina. "It was an easy one!"Ken Sema speaks following his match winning brace tonight! pic.twitter.com/c8qv7GvNIw— Watford Football Club (@WatfordFC) February 20, 2023 Sema hefur hlotið mikið lof fyrir á samfélagsmiðlum, þar á meðal frá Mikael Neville Anderson, landsliðsmanni Íslands. https://t.co/iHuDDoIm0s— Mikael Anderson (@MikaelAnder10) February 21, 2023 Luke Ayling, varnarmaður Leeds United í ensku úrvalsdeildinni, hefur einnig glímt við það að stama og hann hrósaði Sema í hástert á Twitter er hann deildi viðtalinu undir yfirskriftinni: „Elska að sjá þetta“. Love to see this. https://t.co/X0gwVcN4Ax— Luke Ayling (@lukeayling_8) February 21, 2023 „Ég stama einnig. Þetta er frábært. Ég veit hverja ég styð í Championship-deildinni það sem eftir lifir leiktíðar.“ sagði einn tvítverji. „Frábært. Þetta mun líklega hvetja aðra sem glíma við málhelti til að öðlast sjálfstraust og fara í viðtöl, mér fannst hann standa sig afar vel.“ sagði annar. Sema kom til Watford frá Östersund í Svíþjóð árið 2018 og á yfir 100 deildarleiki að baki fyrir félagið. Eftir sigur mánudagsins er liðið í 7. sæti Championship deildarinnar með 50 stig og er aðeins verri markatölu frá umspilssæti um sæti í ensku úrvalsdeildini.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira