Lét stamið ekki stöðva sig og fór í viðtal: „Elska að sjá þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. febrúar 2023 07:30 Ken Sema hefur leikið 14 landsleiki fyrir sænska landsliðið. Gareth Copley/Getty Images Svíinn Ken Sema hefur hlotið mikið lof í vikunni fyrir að fara í viðtal hjá félagsrás liðs síns, Watford. Hann hefur lítið farið í viðtöl á sínum ferli vegna málhelti. Sema átti stórleik þegar Watford vann West Bromwich Albion í ensku B-deildinni á mánudagskvöldið. Hann skoraði tvö marka liðsins í 3-2 sigri, þar á meðal sigurmarkið á 78. mínútu. Hann hefur farið í fá viðtöl á ferli sínum en lét slag standa eftir stórleik mánudagskvöldsins. Hann ræddi við miðla Watford og líkt og sjá má í viðtalinu að neðan stamar sá sænski, sem er ástæða fælni hans við fjölmiðla í gegnum tíðina. "It was an easy one!"Ken Sema speaks following his match winning brace tonight! pic.twitter.com/c8qv7GvNIw— Watford Football Club (@WatfordFC) February 20, 2023 Sema hefur hlotið mikið lof fyrir á samfélagsmiðlum, þar á meðal frá Mikael Neville Anderson, landsliðsmanni Íslands. https://t.co/iHuDDoIm0s— Mikael Anderson (@MikaelAnder10) February 21, 2023 Luke Ayling, varnarmaður Leeds United í ensku úrvalsdeildinni, hefur einnig glímt við það að stama og hann hrósaði Sema í hástert á Twitter er hann deildi viðtalinu undir yfirskriftinni: „Elska að sjá þetta“. Love to see this. https://t.co/X0gwVcN4Ax— Luke Ayling (@lukeayling_8) February 21, 2023 „Ég stama einnig. Þetta er frábært. Ég veit hverja ég styð í Championship-deildinni það sem eftir lifir leiktíðar.“ sagði einn tvítverji. „Frábært. Þetta mun líklega hvetja aðra sem glíma við málhelti til að öðlast sjálfstraust og fara í viðtöl, mér fannst hann standa sig afar vel.“ sagði annar. Sema kom til Watford frá Östersund í Svíþjóð árið 2018 og á yfir 100 deildarleiki að baki fyrir félagið. Eftir sigur mánudagsins er liðið í 7. sæti Championship deildarinnar með 50 stig og er aðeins verri markatölu frá umspilssæti um sæti í ensku úrvalsdeildini. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Sema átti stórleik þegar Watford vann West Bromwich Albion í ensku B-deildinni á mánudagskvöldið. Hann skoraði tvö marka liðsins í 3-2 sigri, þar á meðal sigurmarkið á 78. mínútu. Hann hefur farið í fá viðtöl á ferli sínum en lét slag standa eftir stórleik mánudagskvöldsins. Hann ræddi við miðla Watford og líkt og sjá má í viðtalinu að neðan stamar sá sænski, sem er ástæða fælni hans við fjölmiðla í gegnum tíðina. "It was an easy one!"Ken Sema speaks following his match winning brace tonight! pic.twitter.com/c8qv7GvNIw— Watford Football Club (@WatfordFC) February 20, 2023 Sema hefur hlotið mikið lof fyrir á samfélagsmiðlum, þar á meðal frá Mikael Neville Anderson, landsliðsmanni Íslands. https://t.co/iHuDDoIm0s— Mikael Anderson (@MikaelAnder10) February 21, 2023 Luke Ayling, varnarmaður Leeds United í ensku úrvalsdeildinni, hefur einnig glímt við það að stama og hann hrósaði Sema í hástert á Twitter er hann deildi viðtalinu undir yfirskriftinni: „Elska að sjá þetta“. Love to see this. https://t.co/X0gwVcN4Ax— Luke Ayling (@lukeayling_8) February 21, 2023 „Ég stama einnig. Þetta er frábært. Ég veit hverja ég styð í Championship-deildinni það sem eftir lifir leiktíðar.“ sagði einn tvítverji. „Frábært. Þetta mun líklega hvetja aðra sem glíma við málhelti til að öðlast sjálfstraust og fara í viðtöl, mér fannst hann standa sig afar vel.“ sagði annar. Sema kom til Watford frá Östersund í Svíþjóð árið 2018 og á yfir 100 deildarleiki að baki fyrir félagið. Eftir sigur mánudagsins er liðið í 7. sæti Championship deildarinnar með 50 stig og er aðeins verri markatölu frá umspilssæti um sæti í ensku úrvalsdeildini.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira