Kardóbær Tómas Ellert Tómasson skrifar 21. febrúar 2023 07:00 Kardóbær er yndislegur bær á Suðurlandi, fullur af skrítnum húsum og skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum. Þekktur er bærinn fyrir friðsæld og veðurfar sem ekki fyrirfinnst annarsstaðar á Íslandi. Þrennt er það þó sem að ógnar friðsældinni í Kardóbæ, þrír kostulegir ræningjar, ógurlega ljónið þeirra sem elskar mjólkursúkkulaði og hin ráðríka og skapstygga en jafnframt hin fallega og góða Soffía frænka. Ræningjarnir þrír Ræningjarnir kostulegu Kjasper, Bresper og Sjónatan sem yfirgefnir af móður sinni urðu frægir af endemum er þeir fengu sína korter af frægð í goðsagnakennda raunveruleikasjónvarpsþættinum „Allt í skrúfunni“. Fyrir þá sem ekki vita, að þá fær sá flest stig í þeim þætti sem getur nítt sem mest skóinn af nágrannanum, logið uppá hann sakir og boðið uppá sem flest tonn og rúmmetra af bjór og pizzum, sérstaklega stuttu fyrir lýðræðislegar kosningar. Fyrir það eru gefin auka stig. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fengu ræningjarnir 12+ stig, fullt hús stiga. Og félagar þeirra í kjölfarið hreinan meirihluta í bæjarstjórn Kardóbæjar. Ræningjarnir þrír eru ýmsum „hæfileikum“ gæddir. Sá elsti, Kjasper, er þeim hæfileikum gæddur að vita ekki skilgreininguna á fermeter, sá í miðjunni Bresper veit ekki muninn á réttu og röngu og sá yngsti Sjónatan, veit ekki neitt. Ræningjarnir þrír eru ekki miklar mannvitsbrekkur svona miðað við…fólk. Ljónið Ljónið, krúttið, Ljónsi beib. Ljónsi beib eyðir mestum tíma sínum upp í rúmi jórtrandi mjólkursúkkulaði. Hann er krútt, Mjaw! Þegar ljónið geiflar sig og grettir, teygir loppurnar fram eftir góðan lúr og prumpar, hleypur dáleg dýrð af hræddum dýrum undir hans mjöðm. Þannig hefur það verið undanfarin tuttugu og fimm ár í Kardóbæ. Prump og fart og flest dýr hlaupa undir hans bagga. Hárlausan bagga sem hefur stækkað og þyngst í áranna rás. Soffía frænka Soffía bæjarstýra í Kardóbæ á fullt í fangi með að stýra bænum með ræningjana og ljónið innanbæjar. Ræningjarnir og ljónið eru alltaf að biðja um meiri þrif og meiri mat. Soffía, glaðlynda framfarasinnaðaætta og eftirlætisdúlla samfélagsins í Kardóbæ, skilur ekkert hvernig í heitapotta er snúið með Ræningjana þrjá og ljónið innanborðs. Hún áttar sig ekki á því í dag að ræningjarnir og ljónið ætla sér að éta hana. Hún fattar það ekki. Það er komið að íbúum Kardóbæjar sem fylgjast meðvirknislega með þróuninni að láta hana vita að ræningjarnir og ljónið séu ekki góður félagsskapur og ætla sér að éta hana. Hún Soffía, sem við elskum öll og dáum ætti að drífa sig yfir í hitt liðið hið snarasta. Það lið spilar sóknarbolta, er framsækið og mun slá í gegn. Við stöndum öll með þér Soffía! Dissum, dei! Höfundur er byggingarverkfræðingur og oddviti Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Miðflokkurinn Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Kardóbær er yndislegur bær á Suðurlandi, fullur af skrítnum húsum og skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum. Þekktur er bærinn fyrir friðsæld og veðurfar sem ekki fyrirfinnst annarsstaðar á Íslandi. Þrennt er það þó sem að ógnar friðsældinni í Kardóbæ, þrír kostulegir ræningjar, ógurlega ljónið þeirra sem elskar mjólkursúkkulaði og hin ráðríka og skapstygga en jafnframt hin fallega og góða Soffía frænka. Ræningjarnir þrír Ræningjarnir kostulegu Kjasper, Bresper og Sjónatan sem yfirgefnir af móður sinni urðu frægir af endemum er þeir fengu sína korter af frægð í goðsagnakennda raunveruleikasjónvarpsþættinum „Allt í skrúfunni“. Fyrir þá sem ekki vita, að þá fær sá flest stig í þeim þætti sem getur nítt sem mest skóinn af nágrannanum, logið uppá hann sakir og boðið uppá sem flest tonn og rúmmetra af bjór og pizzum, sérstaklega stuttu fyrir lýðræðislegar kosningar. Fyrir það eru gefin auka stig. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fengu ræningjarnir 12+ stig, fullt hús stiga. Og félagar þeirra í kjölfarið hreinan meirihluta í bæjarstjórn Kardóbæjar. Ræningjarnir þrír eru ýmsum „hæfileikum“ gæddir. Sá elsti, Kjasper, er þeim hæfileikum gæddur að vita ekki skilgreininguna á fermeter, sá í miðjunni Bresper veit ekki muninn á réttu og röngu og sá yngsti Sjónatan, veit ekki neitt. Ræningjarnir þrír eru ekki miklar mannvitsbrekkur svona miðað við…fólk. Ljónið Ljónið, krúttið, Ljónsi beib. Ljónsi beib eyðir mestum tíma sínum upp í rúmi jórtrandi mjólkursúkkulaði. Hann er krútt, Mjaw! Þegar ljónið geiflar sig og grettir, teygir loppurnar fram eftir góðan lúr og prumpar, hleypur dáleg dýrð af hræddum dýrum undir hans mjöðm. Þannig hefur það verið undanfarin tuttugu og fimm ár í Kardóbæ. Prump og fart og flest dýr hlaupa undir hans bagga. Hárlausan bagga sem hefur stækkað og þyngst í áranna rás. Soffía frænka Soffía bæjarstýra í Kardóbæ á fullt í fangi með að stýra bænum með ræningjana og ljónið innanbæjar. Ræningjarnir og ljónið eru alltaf að biðja um meiri þrif og meiri mat. Soffía, glaðlynda framfarasinnaðaætta og eftirlætisdúlla samfélagsins í Kardóbæ, skilur ekkert hvernig í heitapotta er snúið með Ræningjana þrjá og ljónið innanborðs. Hún áttar sig ekki á því í dag að ræningjarnir og ljónið ætla sér að éta hana. Hún fattar það ekki. Það er komið að íbúum Kardóbæjar sem fylgjast meðvirknislega með þróuninni að láta hana vita að ræningjarnir og ljónið séu ekki góður félagsskapur og ætla sér að éta hana. Hún Soffía, sem við elskum öll og dáum ætti að drífa sig yfir í hitt liðið hið snarasta. Það lið spilar sóknarbolta, er framsækið og mun slá í gegn. Við stöndum öll með þér Soffía! Dissum, dei! Höfundur er byggingarverkfræðingur og oddviti Miðflokksins í Svf. Árborg.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun