Efling og SA: Lítið bar í milli Stefán Ólafsson skrifar 20. febrúar 2023 14:30 Eftir að nýr sáttasemjari kom að kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hófust alvöru viðræður milli aðilanna í fyrsta sinn á miðvikudag í síðustu viku. Í góðri trú féllst samninganefnd Eflingar síðan á að fresta verkfallsaðgerðum á fimmtudagskvöld til miðnættis á sunnudag (19. feb.) til að greiða fyrir jákvæðum samningaviðræðum. Einlægur samningsvilji og jákvæð leit að lausnum var leiðarljós Eflingarfólks í viðræðunum. Efling tók mörg skref til að nálgast SA. Viðræðurnar snérust um að aðlaga launatöflu Eflingar að sérstökum aðstæðum verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og að gera það innan skekkjumarka kostnaðar SGS-samningsins. Aðilar voru sammála um að SGS-samningurinn væri ódýrari fyrir fyrirtækin ef hann væri heimfærður óbreyttur á félagsmenn Eflingar á höfuðborgarsvæðinu. Efling ætti því inni einhverja umframhækkun svo félagsmenn Eflingar fengju álíka ábata af samningnum og verkafólk sem starfar undir SGS-samningnum, án þess þó að heildarkostnaður fyrirtækja yrði meiri. Ólík sjónarmið voru þó um aðferðir við mat á kostnaði og hversu mikið það svigrúm væri. Í reynd gengu viðræðurnar vel á fimmtudag og föstudag og báðir aðilar voru lausnamiðaðir og þokuðust saman. Gerð höfðu verið drög að breyttri launatöflu til að koma til móts við ólíka samsetningu Eflingarfélaga samanborið við SGS-félögin á landsbyggðinni og að dreifa launahækkunum með öðrum hætti en gert var í SGS-samningnum. Við lok föstudags mátti ætla að greið leið væri að því að brúa það bil sem þá var milli aðila hvað útfærslu launatöflu snerti. Samninganefnd Eflingar hafði lýst sig viljuga til að koma til móts við SA varðandi aðrar breytingar á kjarasamningi sem SA óskuðu eftir í skiptum. SA forystan snéri við blaðinu Það kom samningafólki Eflingar því mjög á óvart á laugardeginum að gangur viðræðna þyngdist, þó áfram væri unnið með hugmyndir um ívilnandi breytingar á kjarasamningi til að vega á móti breytingum á launatöflu. Á sunnudagsmorgun var síðan ljóst að SA-fólk hafði snúið við blaðinu og vildi ekki halda áfram á þeirri leið sem þó hafði skilað aðilunum á þann stað að frekar lítið bar í milli. Ekki hjálpaði til að SA gengu á bak loforðs um að viðræður myndu fara fram við fulltrúa Samskips og olíudreifingarfyrirtækja meðan á frestun verkfalls stæði. Síðan þegar sáttasemjari óskaði eftir yfirliti hvors aðila um sig um lokastöðu viðræðna seinni part sunnudags þá dró forysta SA skyndilega upp óþekkjanlega mynd af afstöðu sinni þar sem áður umræddar málamiðlanir af þeirra hálfu höfðu gufað upp – rétt eins og markmiðið væri að ýkja hversu mikið bil væri milli aðilanna. Þetta var með miklum ólíkindum. Einnig virðist sem að SA-forystan hafi verið andvíg því að settur sáttasemjari legði fram miðlunartillögu sem risi undir því að vera einhvers konar millivegur milli aðilanna. Gjáin sem brúa þurfti þá var vel innan þess ramma sem miðlunartillögur geta tekið á með farsælum hætti. Í framhaldinu hefur forysta SA gripið til fordæmalausra hótana um beitingu verkbanns á nærri 21.000 Eflingarfélaga sem myndi lama atvinnulíf á höfuðborgarsvæðinu samstundis á þriðjudag í næstu viku. Erfitt er að sjá hverju slík framvinda ætti að skila öðru en að magna upp áhrif deilunnar, langt umfram þau áhrif sem verkföll afmarkaðra hópa geta haft, og skapa glundroða í samfélaginu. Þetta nýja skref forystu SA er væntanlega hugsað sem leið til að þvinga stjórnvöld til að setja lögbann á verkföll verkafólks, sem ekki hefur verið gert í áratugi. Tilefnið er vægast sagt langsótt í ljósi þess sem á milli bar í deilunni á föstudag og laugardag. Full ástæða er því til að efast um að SA-fólk hafi haft alvöru samningsvilja að þessu sinni. En Efling sýndi mikinn samningsvilja í verki – á marga vegu. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að nýr sáttasemjari kom að kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hófust alvöru viðræður milli aðilanna í fyrsta sinn á miðvikudag í síðustu viku. Í góðri trú féllst samninganefnd Eflingar síðan á að fresta verkfallsaðgerðum á fimmtudagskvöld til miðnættis á sunnudag (19. feb.) til að greiða fyrir jákvæðum samningaviðræðum. Einlægur samningsvilji og jákvæð leit að lausnum var leiðarljós Eflingarfólks í viðræðunum. Efling tók mörg skref til að nálgast SA. Viðræðurnar snérust um að aðlaga launatöflu Eflingar að sérstökum aðstæðum verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og að gera það innan skekkjumarka kostnaðar SGS-samningsins. Aðilar voru sammála um að SGS-samningurinn væri ódýrari fyrir fyrirtækin ef hann væri heimfærður óbreyttur á félagsmenn Eflingar á höfuðborgarsvæðinu. Efling ætti því inni einhverja umframhækkun svo félagsmenn Eflingar fengju álíka ábata af samningnum og verkafólk sem starfar undir SGS-samningnum, án þess þó að heildarkostnaður fyrirtækja yrði meiri. Ólík sjónarmið voru þó um aðferðir við mat á kostnaði og hversu mikið það svigrúm væri. Í reynd gengu viðræðurnar vel á fimmtudag og föstudag og báðir aðilar voru lausnamiðaðir og þokuðust saman. Gerð höfðu verið drög að breyttri launatöflu til að koma til móts við ólíka samsetningu Eflingarfélaga samanborið við SGS-félögin á landsbyggðinni og að dreifa launahækkunum með öðrum hætti en gert var í SGS-samningnum. Við lok föstudags mátti ætla að greið leið væri að því að brúa það bil sem þá var milli aðila hvað útfærslu launatöflu snerti. Samninganefnd Eflingar hafði lýst sig viljuga til að koma til móts við SA varðandi aðrar breytingar á kjarasamningi sem SA óskuðu eftir í skiptum. SA forystan snéri við blaðinu Það kom samningafólki Eflingar því mjög á óvart á laugardeginum að gangur viðræðna þyngdist, þó áfram væri unnið með hugmyndir um ívilnandi breytingar á kjarasamningi til að vega á móti breytingum á launatöflu. Á sunnudagsmorgun var síðan ljóst að SA-fólk hafði snúið við blaðinu og vildi ekki halda áfram á þeirri leið sem þó hafði skilað aðilunum á þann stað að frekar lítið bar í milli. Ekki hjálpaði til að SA gengu á bak loforðs um að viðræður myndu fara fram við fulltrúa Samskips og olíudreifingarfyrirtækja meðan á frestun verkfalls stæði. Síðan þegar sáttasemjari óskaði eftir yfirliti hvors aðila um sig um lokastöðu viðræðna seinni part sunnudags þá dró forysta SA skyndilega upp óþekkjanlega mynd af afstöðu sinni þar sem áður umræddar málamiðlanir af þeirra hálfu höfðu gufað upp – rétt eins og markmiðið væri að ýkja hversu mikið bil væri milli aðilanna. Þetta var með miklum ólíkindum. Einnig virðist sem að SA-forystan hafi verið andvíg því að settur sáttasemjari legði fram miðlunartillögu sem risi undir því að vera einhvers konar millivegur milli aðilanna. Gjáin sem brúa þurfti þá var vel innan þess ramma sem miðlunartillögur geta tekið á með farsælum hætti. Í framhaldinu hefur forysta SA gripið til fordæmalausra hótana um beitingu verkbanns á nærri 21.000 Eflingarfélaga sem myndi lama atvinnulíf á höfuðborgarsvæðinu samstundis á þriðjudag í næstu viku. Erfitt er að sjá hverju slík framvinda ætti að skila öðru en að magna upp áhrif deilunnar, langt umfram þau áhrif sem verkföll afmarkaðra hópa geta haft, og skapa glundroða í samfélaginu. Þetta nýja skref forystu SA er væntanlega hugsað sem leið til að þvinga stjórnvöld til að setja lögbann á verkföll verkafólks, sem ekki hefur verið gert í áratugi. Tilefnið er vægast sagt langsótt í ljósi þess sem á milli bar í deilunni á föstudag og laugardag. Full ástæða er því til að efast um að SA-fólk hafi haft alvöru samningsvilja að þessu sinni. En Efling sýndi mikinn samningsvilja í verki – á marga vegu. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun