Óvænt uppsögn bæjarstjóra í Fjarðabyggð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2023 14:23 Jón Björn Hákonarson tók við sem bæjarstjóri í september 2020 en hann var áður forseti bæjarstjórnar. Hann var oddviti Framsóknar í kosningunum í fyrra. Fjarðarbyggð Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði eftir því á fundi bæjarráðs í morgun að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Bæjarráð varð að ósk Jóns og munu starfslok hans verða í mars. Jón Björn, sem hefur starfað í sveitarstjórnarmálum frá árinu 1994, segist hafa haft ákveðnar áhyggjur af orðræðu um störf kjörinna fulltrúa síðustu misseri. Gagnrýni og rökræða um málefni hafi þróast yfir á persónulegar nótur á samfélagsmiðlum og í almennri umræðu. „Því þurfum við að breyta í samfélaginu okkar til að gera störf kjörinna fulltrúa eftirsóknarverð til framtíðar litið. Það er eðlilegt að við höfum mismunandi skoðanir og lífssýn og rökræða fari fram um þær á eðlilegum vettvangi án þess að persónum sé blandað þar inn á stundum ósmekklegan hátt. Þannig viljum við að lýðræðið virki.“ Stefán Þór Eysteinsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, segir uppsögn Jóns Björns hafa komið á óvart. Bæjarráð hafi þó brugðist hratt við og sé með arftaka í sigtinu. Þau ætli að sjá til og hvort það gangi upp áður en skoðað verði að auglýsa starfið eða ekki. „Þessi orðræða orðin svolítið hvöss, kannski hvassari en hún var. Samfélagsmiðlar eru eins og fólk talaði við eldhúsborðið heima hjá sér í gamla daga, nema nú lætur það allt flakka á netmiðlum. Hann er búinn að vera frontur lengi fyrir meirihlutann og óháð því hvað kemur upp þá vill fólk tengja það við hann. Sama hvort það sé verðskuldað eða ekki,“ segir Stefán Þór. Jón Björn segist ætla að ljúka nokkrum verkefnum en svo hlaða batteríin með fjölskyldunni áður en hann svipast um eftir nýju verkefni. „Hann er gríðarlega fær í sínu fagi og mjög eftirsóttur,“ segir Stefán Þór. Facebook-færslu Jóns Björns í heild má sjá að neðan. Dagurinn í dag felur í sér ákveðin tímamót í mínu lífi þar sem ég tilkynnti bæjarráði Fjarðabyggðar í morgun þá ákvörðun mína að segja upp starfi mínu sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar og í framhaldi af starfslokum mínum í því starfi mun ég óska eftir leyfi frá störfum frá bæjarstjórn Fjarðabyggðar út árið 2023. Síðustu ár í starfi bæjarstjóra hafa verið afar annasöm, en á sama tíma ákaflega gefandi. Ég hef frá árinu 1994 helgað sveitarstjórnarmálum megnið af mínum tíma og ég lít stoltur og ánægður um öxl yfir þann tíma. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vinna að fjölbreyttum verkefnum fyrir samfélagið okkar á þesum tíma, hvort sem er innan nefnda sveitarfélagsins, í bæjarstjórn og nú síðast sem bæjarstjóri. Það hafa verið mikil forréttindi að fá að vinna að málum sveitarfélagins með fjölmörgum öflugum og skemmtilegum kjörnum fulltrúum úr hinu pólitíska umhverfi hverju sinni. Það hefur ekki síður verið gefandi að vinna með starfsmönnum sveitarfélagsins. Sveitarfélagið á mikinn auð í sínum starfsmönnum sem hefur verið gott að vinna með í gegnum tíðina. Þegar ég velti fyrir mér öllum þeim málum sem ég hef fengið að koma að þá veit ég eiginlega ekki hvað stendur þar upp úr því þetta hefur eiginlega allt verið jafn gaman að fá að vinna að. Sameiningarnar sem myndað hafa Fjarðabyggð tel ég hafa verið mikið gæfuspor fyrir samfélagið allt. Öll sú mikla tvinnuuppbygging sem hér hefur átt sér stað, sá árangur sem náðst hefur þó í samgöngubótum, velferðarmálin og breytingar á þeim vettvangi í aukinni þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra og almenna velferð í Fjarðabyggð. Allt eru þetta risavaxinn verkerfni en eins og alltaf þegar horft er í baksýnisspegilinn hefði maður viljað gera sumt öðruvísi og annað betur en vonandi er það fleira sem eftir liggur sem hefur reynst samfélaginu til góða eftir afrakstur samvinnu við svo margt gott fólk og íbúa hverfanna okkar. Heilt yfir hefur, eins og ég sagði áðan, þessi tími minn á vettvangi sveitarstjórnarmála í Fjarðabyggð verið afar skemmtilegur og gefandi og ég er pínu meyr yfir að hafa fengið traust til þessara verka svona lengi. Ég neita því þó ekki að síðustu misseri hef ég haft ákveðnar áhyggjur af því hvernig orðræða um störf kjörinna fulltrúa er að þróast og gagnrýni og rökræða um málefni hefur þróast yfir á persónulegar nótur á samfélagsmiðlum og í almennri umræðu. Því þurfum við að breyta í samfélaginu okkar til að gera störf kjörinna fulltrúa eftirsóknarverð til framtíðar litið. Það er eðlilegt að við höfum mismunandi skoðanir og lífssýn og rökræða fari fram um þær á eðlilegum vettvangi án þess að persónum sé blandað þar inn á stundum ósmekklegan hátt. Þannig viljum við að lýðræðið virki. Næstu dagar fara í að ganga frá og koma málum sem ég hef verið að vinna í innan sveitarfélagsins í farveg ásamt því að ljúka því sem ljúka þarf. Að því loknu mun ég taka mér góðan tíma til að hlaða batterýin og sinna vinum og fjölskyldu, í framhaldi af því mun ég síðan fara að horfa í kringum mig eftir nýjum verkefnum. Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Jón Björn, sem hefur starfað í sveitarstjórnarmálum frá árinu 1994, segist hafa haft ákveðnar áhyggjur af orðræðu um störf kjörinna fulltrúa síðustu misseri. Gagnrýni og rökræða um málefni hafi þróast yfir á persónulegar nótur á samfélagsmiðlum og í almennri umræðu. „Því þurfum við að breyta í samfélaginu okkar til að gera störf kjörinna fulltrúa eftirsóknarverð til framtíðar litið. Það er eðlilegt að við höfum mismunandi skoðanir og lífssýn og rökræða fari fram um þær á eðlilegum vettvangi án þess að persónum sé blandað þar inn á stundum ósmekklegan hátt. Þannig viljum við að lýðræðið virki.“ Stefán Þór Eysteinsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, segir uppsögn Jóns Björns hafa komið á óvart. Bæjarráð hafi þó brugðist hratt við og sé með arftaka í sigtinu. Þau ætli að sjá til og hvort það gangi upp áður en skoðað verði að auglýsa starfið eða ekki. „Þessi orðræða orðin svolítið hvöss, kannski hvassari en hún var. Samfélagsmiðlar eru eins og fólk talaði við eldhúsborðið heima hjá sér í gamla daga, nema nú lætur það allt flakka á netmiðlum. Hann er búinn að vera frontur lengi fyrir meirihlutann og óháð því hvað kemur upp þá vill fólk tengja það við hann. Sama hvort það sé verðskuldað eða ekki,“ segir Stefán Þór. Jón Björn segist ætla að ljúka nokkrum verkefnum en svo hlaða batteríin með fjölskyldunni áður en hann svipast um eftir nýju verkefni. „Hann er gríðarlega fær í sínu fagi og mjög eftirsóttur,“ segir Stefán Þór. Facebook-færslu Jóns Björns í heild má sjá að neðan. Dagurinn í dag felur í sér ákveðin tímamót í mínu lífi þar sem ég tilkynnti bæjarráði Fjarðabyggðar í morgun þá ákvörðun mína að segja upp starfi mínu sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar og í framhaldi af starfslokum mínum í því starfi mun ég óska eftir leyfi frá störfum frá bæjarstjórn Fjarðabyggðar út árið 2023. Síðustu ár í starfi bæjarstjóra hafa verið afar annasöm, en á sama tíma ákaflega gefandi. Ég hef frá árinu 1994 helgað sveitarstjórnarmálum megnið af mínum tíma og ég lít stoltur og ánægður um öxl yfir þann tíma. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vinna að fjölbreyttum verkefnum fyrir samfélagið okkar á þesum tíma, hvort sem er innan nefnda sveitarfélagsins, í bæjarstjórn og nú síðast sem bæjarstjóri. Það hafa verið mikil forréttindi að fá að vinna að málum sveitarfélagins með fjölmörgum öflugum og skemmtilegum kjörnum fulltrúum úr hinu pólitíska umhverfi hverju sinni. Það hefur ekki síður verið gefandi að vinna með starfsmönnum sveitarfélagsins. Sveitarfélagið á mikinn auð í sínum starfsmönnum sem hefur verið gott að vinna með í gegnum tíðina. Þegar ég velti fyrir mér öllum þeim málum sem ég hef fengið að koma að þá veit ég eiginlega ekki hvað stendur þar upp úr því þetta hefur eiginlega allt verið jafn gaman að fá að vinna að. Sameiningarnar sem myndað hafa Fjarðabyggð tel ég hafa verið mikið gæfuspor fyrir samfélagið allt. Öll sú mikla tvinnuuppbygging sem hér hefur átt sér stað, sá árangur sem náðst hefur þó í samgöngubótum, velferðarmálin og breytingar á þeim vettvangi í aukinni þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra og almenna velferð í Fjarðabyggð. Allt eru þetta risavaxinn verkerfni en eins og alltaf þegar horft er í baksýnisspegilinn hefði maður viljað gera sumt öðruvísi og annað betur en vonandi er það fleira sem eftir liggur sem hefur reynst samfélaginu til góða eftir afrakstur samvinnu við svo margt gott fólk og íbúa hverfanna okkar. Heilt yfir hefur, eins og ég sagði áðan, þessi tími minn á vettvangi sveitarstjórnarmála í Fjarðabyggð verið afar skemmtilegur og gefandi og ég er pínu meyr yfir að hafa fengið traust til þessara verka svona lengi. Ég neita því þó ekki að síðustu misseri hef ég haft ákveðnar áhyggjur af því hvernig orðræða um störf kjörinna fulltrúa er að þróast og gagnrýni og rökræða um málefni hefur þróast yfir á persónulegar nótur á samfélagsmiðlum og í almennri umræðu. Því þurfum við að breyta í samfélaginu okkar til að gera störf kjörinna fulltrúa eftirsóknarverð til framtíðar litið. Það er eðlilegt að við höfum mismunandi skoðanir og lífssýn og rökræða fari fram um þær á eðlilegum vettvangi án þess að persónum sé blandað þar inn á stundum ósmekklegan hátt. Þannig viljum við að lýðræðið virki. Næstu dagar fara í að ganga frá og koma málum sem ég hef verið að vinna í innan sveitarfélagsins í farveg ásamt því að ljúka því sem ljúka þarf. Að því loknu mun ég taka mér góðan tíma til að hlaða batterýin og sinna vinum og fjölskyldu, í framhaldi af því mun ég síðan fara að horfa í kringum mig eftir nýjum verkefnum.
Dagurinn í dag felur í sér ákveðin tímamót í mínu lífi þar sem ég tilkynnti bæjarráði Fjarðabyggðar í morgun þá ákvörðun mína að segja upp starfi mínu sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar og í framhaldi af starfslokum mínum í því starfi mun ég óska eftir leyfi frá störfum frá bæjarstjórn Fjarðabyggðar út árið 2023. Síðustu ár í starfi bæjarstjóra hafa verið afar annasöm, en á sama tíma ákaflega gefandi. Ég hef frá árinu 1994 helgað sveitarstjórnarmálum megnið af mínum tíma og ég lít stoltur og ánægður um öxl yfir þann tíma. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vinna að fjölbreyttum verkefnum fyrir samfélagið okkar á þesum tíma, hvort sem er innan nefnda sveitarfélagsins, í bæjarstjórn og nú síðast sem bæjarstjóri. Það hafa verið mikil forréttindi að fá að vinna að málum sveitarfélagins með fjölmörgum öflugum og skemmtilegum kjörnum fulltrúum úr hinu pólitíska umhverfi hverju sinni. Það hefur ekki síður verið gefandi að vinna með starfsmönnum sveitarfélagsins. Sveitarfélagið á mikinn auð í sínum starfsmönnum sem hefur verið gott að vinna með í gegnum tíðina. Þegar ég velti fyrir mér öllum þeim málum sem ég hef fengið að koma að þá veit ég eiginlega ekki hvað stendur þar upp úr því þetta hefur eiginlega allt verið jafn gaman að fá að vinna að. Sameiningarnar sem myndað hafa Fjarðabyggð tel ég hafa verið mikið gæfuspor fyrir samfélagið allt. Öll sú mikla tvinnuuppbygging sem hér hefur átt sér stað, sá árangur sem náðst hefur þó í samgöngubótum, velferðarmálin og breytingar á þeim vettvangi í aukinni þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra og almenna velferð í Fjarðabyggð. Allt eru þetta risavaxinn verkerfni en eins og alltaf þegar horft er í baksýnisspegilinn hefði maður viljað gera sumt öðruvísi og annað betur en vonandi er það fleira sem eftir liggur sem hefur reynst samfélaginu til góða eftir afrakstur samvinnu við svo margt gott fólk og íbúa hverfanna okkar. Heilt yfir hefur, eins og ég sagði áðan, þessi tími minn á vettvangi sveitarstjórnarmála í Fjarðabyggð verið afar skemmtilegur og gefandi og ég er pínu meyr yfir að hafa fengið traust til þessara verka svona lengi. Ég neita því þó ekki að síðustu misseri hef ég haft ákveðnar áhyggjur af því hvernig orðræða um störf kjörinna fulltrúa er að þróast og gagnrýni og rökræða um málefni hefur þróast yfir á persónulegar nótur á samfélagsmiðlum og í almennri umræðu. Því þurfum við að breyta í samfélaginu okkar til að gera störf kjörinna fulltrúa eftirsóknarverð til framtíðar litið. Það er eðlilegt að við höfum mismunandi skoðanir og lífssýn og rökræða fari fram um þær á eðlilegum vettvangi án þess að persónum sé blandað þar inn á stundum ósmekklegan hátt. Þannig viljum við að lýðræðið virki. Næstu dagar fara í að ganga frá og koma málum sem ég hef verið að vinna í innan sveitarfélagsins í farveg ásamt því að ljúka því sem ljúka þarf. Að því loknu mun ég taka mér góðan tíma til að hlaða batterýin og sinna vinum og fjölskyldu, í framhaldi af því mun ég síðan fara að horfa í kringum mig eftir nýjum verkefnum.
Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira