„Erum ekki orðnar nógu þroskaðar til að klára svona leiki“ Andri Már Eggertsson skrifar 19. febrúar 2023 22:35 Rúnar Ingi Erlingsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Snædís Bára Njarðvík tapaði í Ólafssal gegn Haukum. Leikurinn var jafn og spennandi en Haukar unnu að lokum þriggja stiga sigur 76-73. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með fyrri hálfleik Njarðvíkur. „Smáatriðin duttu ekki með okkur. Það svíður einnig hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik. Orkustigið var ekki nógu gott og við vorum að vorkenna sjálfum okkur of mikið. Þannig það svíður hvernig við vorum í fyrri hálfleik þar sem seinni hálfleikurinn var heilt yfir ágætur,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson eftir leik. Rúnar hélt áfram að tala um fyrri hálfleik Njarðvíkur og hann var ekki ánægður með hvernig Njarðvík spilaði í öðrum leikhluta þar sem Njarðvíkingar gerðu þrjú stig á sjö mínútum. „Við vorum sjálfum okkur verstar. Við vitum hvernig vörn Haukar spila og mér fannst við sýna að við erum með ákveðnar lausnir yfir því sem Haukar vilja gera. En hausinn á okkur var ekki á réttum stað.“ „Við vorum að pirra okkur allt of mikið og við höldum að körfubolti sé íþrótt sem á að vera fullkominn en hún er það ekki og mun ekki vera það. Við munum taka léleg skot og tapa boltanum og liðsfélaginn mun reyna að gera eitthvað sem klikkar og við verðum að leysa það töluvert betur. Það var okkur að kenna hvernig fór.“ Njarðvík var ellefu stigum undir í hálfleik en kom til baka í þriðja leikhluta og var einu stigi yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. „Við fórum að spila meira saman. Við fórum að spila sem lið varnarlega og það kom meiri orka. Við erum góðar í körfubolta og þegar við mætum með orkuna þá gerast oftast jákvæðir hlutir á gólfinu. En við erum ekki orðnar nógu þroskaðar til að klára þetta á þessu stigi og við vorum að reyna ýmislegt þegar við fórum í sóknir sem við þurftum að fá körfu og við vorum ekki nægilega hnitmiðaðar í því,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
„Smáatriðin duttu ekki með okkur. Það svíður einnig hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik. Orkustigið var ekki nógu gott og við vorum að vorkenna sjálfum okkur of mikið. Þannig það svíður hvernig við vorum í fyrri hálfleik þar sem seinni hálfleikurinn var heilt yfir ágætur,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson eftir leik. Rúnar hélt áfram að tala um fyrri hálfleik Njarðvíkur og hann var ekki ánægður með hvernig Njarðvík spilaði í öðrum leikhluta þar sem Njarðvíkingar gerðu þrjú stig á sjö mínútum. „Við vorum sjálfum okkur verstar. Við vitum hvernig vörn Haukar spila og mér fannst við sýna að við erum með ákveðnar lausnir yfir því sem Haukar vilja gera. En hausinn á okkur var ekki á réttum stað.“ „Við vorum að pirra okkur allt of mikið og við höldum að körfubolti sé íþrótt sem á að vera fullkominn en hún er það ekki og mun ekki vera það. Við munum taka léleg skot og tapa boltanum og liðsfélaginn mun reyna að gera eitthvað sem klikkar og við verðum að leysa það töluvert betur. Það var okkur að kenna hvernig fór.“ Njarðvík var ellefu stigum undir í hálfleik en kom til baka í þriðja leikhluta og var einu stigi yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. „Við fórum að spila meira saman. Við fórum að spila sem lið varnarlega og það kom meiri orka. Við erum góðar í körfubolta og þegar við mætum með orkuna þá gerast oftast jákvæðir hlutir á gólfinu. En við erum ekki orðnar nógu þroskaðar til að klára þetta á þessu stigi og við vorum að reyna ýmislegt þegar við fórum í sóknir sem við þurftum að fá körfu og við vorum ekki nægilega hnitmiðaðar í því,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira