Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. febrúar 2023 21:00 Eyþór Víðisson, öryggissérfræðingur. Vísir/Ívar Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. Líkt og greint var frá í fréttum okkar í gær er ekkert lögbundið eftirlit með svokölluðum áfangaheimilum í einkarekstri. Því er ljóst að öryggiskröfur eru ekki þær sömu og þegar um úrræði á vegum sveitarfélaga eða ríkis er að ræða. Eyþór Víðisson er sérfræðingur í öryggismálum. Hann segir að þegar opinberir aðilar reki húsnæðisúrræði sé það hluti starfs einhvers þeirra sem þar vinnur að passa upp á öryggismál, til að mynda eldvarnir. Hætta sé á að þegar um einkarekin úrræði er að ræða, líkt og Betra líf, þar sem eldur kom upp á föstudag, verði eftirlit lakara með tímanum. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að efla eftirlitið og gera meiri kröfur á svona einkarekin úrræði. Þetta er gömul saga og ný núna. Það er fullt af fólki sem býr í húsnæði sem er hannað sem iðnaðarhúsnæði til að byrja með. Þegar þú breytir slíku húsnæði í íbúðarhúsnæði, þá verða kannski til einhverjar holur á veginum sem koma kannski ekki alveg strax í ljós,“ segir Eyþór. Málið er nú í rannsókn lögreglu, og ætla má að hún taki nokkurn tíma. Leiði hún í ljós einhverja vankanta, telur Eyþór tækifæri til að bregðast við. „Þetta er mjög verðmætt, þarna dó enginn. Samt munaði mjög litlu. Í faginu þá lítum við á þetta sem gullið tækifæri til að bregðast við.“ Mögulega tilefni til að breyta flokkuninni Í byggingarreglugerð sé að finna mismunandi notkunarflokka. Þannig séu gerðar mismunandi kröfur til húsa. Kröfur til gistiheimila og hótela varðandi öryggi séu til að mynda minni en til sjúkrahúsa, enda munurinn sá að ekki er gert ráð fyrir að sjúklingar geti komist út hjálparlaust. „Þegar um er að ræða áfangaheimili eða vistheimili eða einhvers konar heimili þar sem fólk í vanda eða með veikindi er, en er ekki á sjúkrahúsi. Kannski má taka það og hækka upp, þannig að kröfurnar verði aðeins ríkari, svona svipað eins og á sjúkrahúsum.“ Slökkvilið Reykjavík Félagsmál Slysavarnir Tengdar fréttir „Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15 Fimm fermetra herbergi fyrir 140 þúsund krónur: „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt“ Íbúi áfangaheimilis, þar sem eldur kom upp í morgun, segist greiða 140 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir fimm fermetra herbergi. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir leiguna gríðarlega háa og að erfitt sé fyrir fólk í viðkvæmri stöðu að standa undir henni. 17. febrúar 2023 20:52 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
Líkt og greint var frá í fréttum okkar í gær er ekkert lögbundið eftirlit með svokölluðum áfangaheimilum í einkarekstri. Því er ljóst að öryggiskröfur eru ekki þær sömu og þegar um úrræði á vegum sveitarfélaga eða ríkis er að ræða. Eyþór Víðisson er sérfræðingur í öryggismálum. Hann segir að þegar opinberir aðilar reki húsnæðisúrræði sé það hluti starfs einhvers þeirra sem þar vinnur að passa upp á öryggismál, til að mynda eldvarnir. Hætta sé á að þegar um einkarekin úrræði er að ræða, líkt og Betra líf, þar sem eldur kom upp á föstudag, verði eftirlit lakara með tímanum. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að efla eftirlitið og gera meiri kröfur á svona einkarekin úrræði. Þetta er gömul saga og ný núna. Það er fullt af fólki sem býr í húsnæði sem er hannað sem iðnaðarhúsnæði til að byrja með. Þegar þú breytir slíku húsnæði í íbúðarhúsnæði, þá verða kannski til einhverjar holur á veginum sem koma kannski ekki alveg strax í ljós,“ segir Eyþór. Málið er nú í rannsókn lögreglu, og ætla má að hún taki nokkurn tíma. Leiði hún í ljós einhverja vankanta, telur Eyþór tækifæri til að bregðast við. „Þetta er mjög verðmætt, þarna dó enginn. Samt munaði mjög litlu. Í faginu þá lítum við á þetta sem gullið tækifæri til að bregðast við.“ Mögulega tilefni til að breyta flokkuninni Í byggingarreglugerð sé að finna mismunandi notkunarflokka. Þannig séu gerðar mismunandi kröfur til húsa. Kröfur til gistiheimila og hótela varðandi öryggi séu til að mynda minni en til sjúkrahúsa, enda munurinn sá að ekki er gert ráð fyrir að sjúklingar geti komist út hjálparlaust. „Þegar um er að ræða áfangaheimili eða vistheimili eða einhvers konar heimili þar sem fólk í vanda eða með veikindi er, en er ekki á sjúkrahúsi. Kannski má taka það og hækka upp, þannig að kröfurnar verði aðeins ríkari, svona svipað eins og á sjúkrahúsum.“
Slökkvilið Reykjavík Félagsmál Slysavarnir Tengdar fréttir „Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15 Fimm fermetra herbergi fyrir 140 þúsund krónur: „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt“ Íbúi áfangaheimilis, þar sem eldur kom upp í morgun, segist greiða 140 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir fimm fermetra herbergi. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir leiguna gríðarlega háa og að erfitt sé fyrir fólk í viðkvæmri stöðu að standa undir henni. 17. febrúar 2023 20:52 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
„Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15
Fimm fermetra herbergi fyrir 140 þúsund krónur: „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt“ Íbúi áfangaheimilis, þar sem eldur kom upp í morgun, segist greiða 140 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir fimm fermetra herbergi. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir leiguna gríðarlega háa og að erfitt sé fyrir fólk í viðkvæmri stöðu að standa undir henni. 17. febrúar 2023 20:52
Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17