Hrefna Sætran sigraði á nýliðamóti í kraftlyftingum: „Vissi að þetta myndi henta mér“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. febrúar 2023 07:00 Meistarakokkurinn Hrefna Sætran gerir ýmislegt annað en að hræra í pottunum. Hún sigraði á dögunum á nýliðamóti í kraftlyftingum þar sem hún lyfti hvorki meira né minna en 270 kílóum. „Ég byrjaði fyrir tveimur árum og ég vissi einhvernvegin að ég myndi hafa mjög gaman af þessu,“ sagði Hrefna þegar Guðjón Guðmundsson, Gaupi, náði tali af henni á veitingastað hennar í gær. „Ég er náttúrulega kannski vaxin fyrir kraftlyftingar. Ég er lítil eins og margir eru í þessu sporti þannig ég vissi að þetta myndi henta mér. Mér finnst gaman að lyfta svona þungu.“ Hrefna segir að hún hafi fundið sig í íþróttinni um leið og hún byrjaði. „Algjörlega. Ég ætlaði að byrja fyrir löngu en ég var búinn að bíða með það af því að ég vissi að maður þyrfti að eyða svolítið miklum tíma með þetta. Þannig ég vildi bíða þangað til ég hefði tíma fyrir það og valdi bara þennan tíma fyrir tveimur árum.“ „Ég æfi þrisvar í viku og það skiptir svo miklu máli í þessu hvíldin á milli. Þannig að það er bara nóg fyrir mig að æfa þrisvar í viku.“ Þá virtist Hrefna vera bara nokkuð sátt við árangurinn á sínu fyrsta móti og telur 270 kíló vera ágætis byrjunarpunkt. „Já, þetta er ágætt á byrjendamóti. Held ég,“ sagði Hrefna og hló. Setur lyftingarnar í forgang fyrir sjálfa sig Hrefna segir einnig að æfingarnar hjálpi ekki bara með styrk, heldur hjálpi þær líkamsstöðunni og geri henni gott þegar hún þarf að burðast með þunga potta og pönnur í vinnunni. „Mjög. Kraftlyftingarnar gefa manni styrk og vöðva sem hjálpa manni bara að labba betur í lífinu og vera beinn í bakinu. Þannig þetta passar mjög vel saman.“ Eins og flestir vita er Hrefna löngu búin að stimpla sig inn sem einn besti kokkur landsins og hún á og rekur veitingastaðina Fisk- og Grillmarkaðinn. Ásamt því heldur hún heimili og því vildi Gaupi fá að vita hvort hún hafi nægan tíma í þetta allt saman. „Fólk spyr mig einmitt oft út í það með þessar æfingar, en ég vil bara gera þetta þannig ég reyni að setja það í svona smá forgang fyrir mig. Maður hefur ekki alltaf gert það í lífinu og mér finnst það mikilvægt.“ Klippa: Kraftlyftingakonan Hrefna Sætran Byrjuð að undirbúa næsta mót Þá segist Hrefna ætla að halda áfram í íþróttinni og að hún sé nú þegar farin að undirbúa sig fyrir næsta mót. „Klárlega. Ég er byrjuð að æfa fyrir næsta mót sem er í nóvember og ég er búin að setja mér persónuleg markmið.“ „Það er kannski smá pressa að vera að segja það opinberlega. En ég hugsa að ég ætli að létta mig um eitt kíló og þá fer ég niður um flokk og svo ætla ég að ná 110 kg í hnébeygju, 60 kg í bekkpressu og 120 í réttstöðulyftu.“ Hún viðurkennir þó að hún hafi ekki endilega verið að hugsa allt of vel út í mataræðið, en þó sé hún búin að gera nokkrar breytingar. „Ég hef ekki mikið verið að hugsa út í það, en ég reyni að borða svolítið vel af próteini til að fá meiri vöðva. Það náttúrulega gerist ekki að sjálfu sér eins og fólk heldur oft þegar maður er að lyfta þungt. Maður fær ekki ósjálfrátt meiri vöðva og maður þarf að vinna vel í því.“ Að lokum nefnir Hrefna einnig alla æfingafélagana sína og þá vini sem hún hefur eignast í gegnum lyftingarnar. „Ég er búin að eignast fullt af bnýjum vinum sem er mjög skemmtilegt. Þetta er fólk á öllum aldri og allir með sameiginlegt áhugamál þannig þetta er alveg frábært,“ sagði Hrefna að lokum. Vísir/Stöð 2 Lyftingar Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sjá meira
„Ég byrjaði fyrir tveimur árum og ég vissi einhvernvegin að ég myndi hafa mjög gaman af þessu,“ sagði Hrefna þegar Guðjón Guðmundsson, Gaupi, náði tali af henni á veitingastað hennar í gær. „Ég er náttúrulega kannski vaxin fyrir kraftlyftingar. Ég er lítil eins og margir eru í þessu sporti þannig ég vissi að þetta myndi henta mér. Mér finnst gaman að lyfta svona þungu.“ Hrefna segir að hún hafi fundið sig í íþróttinni um leið og hún byrjaði. „Algjörlega. Ég ætlaði að byrja fyrir löngu en ég var búinn að bíða með það af því að ég vissi að maður þyrfti að eyða svolítið miklum tíma með þetta. Þannig ég vildi bíða þangað til ég hefði tíma fyrir það og valdi bara þennan tíma fyrir tveimur árum.“ „Ég æfi þrisvar í viku og það skiptir svo miklu máli í þessu hvíldin á milli. Þannig að það er bara nóg fyrir mig að æfa þrisvar í viku.“ Þá virtist Hrefna vera bara nokkuð sátt við árangurinn á sínu fyrsta móti og telur 270 kíló vera ágætis byrjunarpunkt. „Já, þetta er ágætt á byrjendamóti. Held ég,“ sagði Hrefna og hló. Setur lyftingarnar í forgang fyrir sjálfa sig Hrefna segir einnig að æfingarnar hjálpi ekki bara með styrk, heldur hjálpi þær líkamsstöðunni og geri henni gott þegar hún þarf að burðast með þunga potta og pönnur í vinnunni. „Mjög. Kraftlyftingarnar gefa manni styrk og vöðva sem hjálpa manni bara að labba betur í lífinu og vera beinn í bakinu. Þannig þetta passar mjög vel saman.“ Eins og flestir vita er Hrefna löngu búin að stimpla sig inn sem einn besti kokkur landsins og hún á og rekur veitingastaðina Fisk- og Grillmarkaðinn. Ásamt því heldur hún heimili og því vildi Gaupi fá að vita hvort hún hafi nægan tíma í þetta allt saman. „Fólk spyr mig einmitt oft út í það með þessar æfingar, en ég vil bara gera þetta þannig ég reyni að setja það í svona smá forgang fyrir mig. Maður hefur ekki alltaf gert það í lífinu og mér finnst það mikilvægt.“ Klippa: Kraftlyftingakonan Hrefna Sætran Byrjuð að undirbúa næsta mót Þá segist Hrefna ætla að halda áfram í íþróttinni og að hún sé nú þegar farin að undirbúa sig fyrir næsta mót. „Klárlega. Ég er byrjuð að æfa fyrir næsta mót sem er í nóvember og ég er búin að setja mér persónuleg markmið.“ „Það er kannski smá pressa að vera að segja það opinberlega. En ég hugsa að ég ætli að létta mig um eitt kíló og þá fer ég niður um flokk og svo ætla ég að ná 110 kg í hnébeygju, 60 kg í bekkpressu og 120 í réttstöðulyftu.“ Hún viðurkennir þó að hún hafi ekki endilega verið að hugsa allt of vel út í mataræðið, en þó sé hún búin að gera nokkrar breytingar. „Ég hef ekki mikið verið að hugsa út í það, en ég reyni að borða svolítið vel af próteini til að fá meiri vöðva. Það náttúrulega gerist ekki að sjálfu sér eins og fólk heldur oft þegar maður er að lyfta þungt. Maður fær ekki ósjálfrátt meiri vöðva og maður þarf að vinna vel í því.“ Að lokum nefnir Hrefna einnig alla æfingafélagana sína og þá vini sem hún hefur eignast í gegnum lyftingarnar. „Ég er búin að eignast fullt af bnýjum vinum sem er mjög skemmtilegt. Þetta er fólk á öllum aldri og allir með sameiginlegt áhugamál þannig þetta er alveg frábært,“ sagði Hrefna að lokum. Vísir/Stöð 2
Lyftingar Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sjá meira