Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2023 16:19 Tadarrius Bean, Demetrius Haley eru í neðri röðinni. Þeir Emmitt Martin III, Desmond Mills yngri og Justin Smith eru í þeirri efri. AP/Lögreglan í Memphis Fyrrverandi lögregluþjónarnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir að berja Tyre Nichols til bana, lýstu allir yfir sakleysi sínu í dómsal. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir mættu í dómsal eftir dauða Nichols, sem vakti mikla athygli og reiði um gervöll Bandaríkin. Nichols var stöðvaður í umferðinni í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn. Hann átti að hafa brotið umferðarlög en lögregluþjónar drógu hann út úr bílnum. Minnst einn þeirra hélt á byssu og annar skaut Nichols með rafmagnsbyssu. Þá reyndi hann að hlaupa heim til móður sinnar sem bjó í ekki hundrað metra fjarlægð. Nichols var stöðvaður og lögregluþjónarnir kýldu og spörkuðu ítrekað í hann á meðan hann lá í jörðinni og kallaði eftir aðstoð. Í kjölfar þess gerðu lögregluþjónarnir ekkert til að huga að Nichols einn þeirra tók myndir af honum. Hann var ekki fluttur á sjúkrahús fyrr en 27 mínútum eftir að sjúkraflutningamenn bar að garði. Nichols lést þremur dögum síðar á sjúkrahúsi. Allir lögregluþjónarnir voru reknir og lögreglustjórinn sagði þá bera beina ábyrgð á dauða Nichols. Hann hefur einnig sagt að ekkert bendi til þess að lögregluþjónarnir hafi haft tilefni til að stöðva Nichols. Þeir gætu átt yfir höfði sér allt að sextíu ára fangelsi. Lögregluþjónarnir heita Tadarrius Bean, Demetrius Haley, Desmond Mills yngri, Emmitt Martin þriðji og Justin Smith. Þeir sögðust allir saklausir af ákærum um morð, alvarlega líkamsárás, mannrán, ofbeitingu valds og vanrækslu í starfi. Þeir ganga allir lausir gegn tryggingu og eiga næst að mæta fyrir dómara þann 1. maí. Sjá einnig: Fimm til viðbótar reknir vegna dauða Nichols James Jones yngri, dómari, bað aðstandendur Nichols og aðra um að sýna þolinmæði, því dómsmálið gæti tekið langan tíma. „Allir sem að þessu máli koma vilja að því ljúki eins fljótt og auðið er. Það er þó mikilvægt að allir skilji að Tennessee ríki og allir sakborningarnir eiga fullan rétt á sanngjörnum réttarhöldum,“ sagði Jones. Í dómsal í dag sagði lögmaður Beans að skjólstæðingur sinni hefði bara unnið vinnuna sína og hann hefði aldrei snert Nichols. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að það sé ekki rétt, miðað við upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjónanna. 'I feel numb'Tyre Nichols' mother RowVaughn Wells says she is waiting for somebody to wake her up from this "nightmare", adding she wants the former police officers to look her in the face.https://t.co/ocnxwWwmmC Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/smFOzS7ASO— Sky News (@SkyNews) February 17, 2023 Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Nichols var stöðvaður í umferðinni í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn. Hann átti að hafa brotið umferðarlög en lögregluþjónar drógu hann út úr bílnum. Minnst einn þeirra hélt á byssu og annar skaut Nichols með rafmagnsbyssu. Þá reyndi hann að hlaupa heim til móður sinnar sem bjó í ekki hundrað metra fjarlægð. Nichols var stöðvaður og lögregluþjónarnir kýldu og spörkuðu ítrekað í hann á meðan hann lá í jörðinni og kallaði eftir aðstoð. Í kjölfar þess gerðu lögregluþjónarnir ekkert til að huga að Nichols einn þeirra tók myndir af honum. Hann var ekki fluttur á sjúkrahús fyrr en 27 mínútum eftir að sjúkraflutningamenn bar að garði. Nichols lést þremur dögum síðar á sjúkrahúsi. Allir lögregluþjónarnir voru reknir og lögreglustjórinn sagði þá bera beina ábyrgð á dauða Nichols. Hann hefur einnig sagt að ekkert bendi til þess að lögregluþjónarnir hafi haft tilefni til að stöðva Nichols. Þeir gætu átt yfir höfði sér allt að sextíu ára fangelsi. Lögregluþjónarnir heita Tadarrius Bean, Demetrius Haley, Desmond Mills yngri, Emmitt Martin þriðji og Justin Smith. Þeir sögðust allir saklausir af ákærum um morð, alvarlega líkamsárás, mannrán, ofbeitingu valds og vanrækslu í starfi. Þeir ganga allir lausir gegn tryggingu og eiga næst að mæta fyrir dómara þann 1. maí. Sjá einnig: Fimm til viðbótar reknir vegna dauða Nichols James Jones yngri, dómari, bað aðstandendur Nichols og aðra um að sýna þolinmæði, því dómsmálið gæti tekið langan tíma. „Allir sem að þessu máli koma vilja að því ljúki eins fljótt og auðið er. Það er þó mikilvægt að allir skilji að Tennessee ríki og allir sakborningarnir eiga fullan rétt á sanngjörnum réttarhöldum,“ sagði Jones. Í dómsal í dag sagði lögmaður Beans að skjólstæðingur sinni hefði bara unnið vinnuna sína og hann hefði aldrei snert Nichols. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að það sé ekki rétt, miðað við upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjónanna. 'I feel numb'Tyre Nichols' mother RowVaughn Wells says she is waiting for somebody to wake her up from this "nightmare", adding she wants the former police officers to look her in the face.https://t.co/ocnxwWwmmC Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/smFOzS7ASO— Sky News (@SkyNews) February 17, 2023
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56
Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25