Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2023 16:19 Tadarrius Bean, Demetrius Haley eru í neðri röðinni. Þeir Emmitt Martin III, Desmond Mills yngri og Justin Smith eru í þeirri efri. AP/Lögreglan í Memphis Fyrrverandi lögregluþjónarnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir að berja Tyre Nichols til bana, lýstu allir yfir sakleysi sínu í dómsal. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir mættu í dómsal eftir dauða Nichols, sem vakti mikla athygli og reiði um gervöll Bandaríkin. Nichols var stöðvaður í umferðinni í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn. Hann átti að hafa brotið umferðarlög en lögregluþjónar drógu hann út úr bílnum. Minnst einn þeirra hélt á byssu og annar skaut Nichols með rafmagnsbyssu. Þá reyndi hann að hlaupa heim til móður sinnar sem bjó í ekki hundrað metra fjarlægð. Nichols var stöðvaður og lögregluþjónarnir kýldu og spörkuðu ítrekað í hann á meðan hann lá í jörðinni og kallaði eftir aðstoð. Í kjölfar þess gerðu lögregluþjónarnir ekkert til að huga að Nichols einn þeirra tók myndir af honum. Hann var ekki fluttur á sjúkrahús fyrr en 27 mínútum eftir að sjúkraflutningamenn bar að garði. Nichols lést þremur dögum síðar á sjúkrahúsi. Allir lögregluþjónarnir voru reknir og lögreglustjórinn sagði þá bera beina ábyrgð á dauða Nichols. Hann hefur einnig sagt að ekkert bendi til þess að lögregluþjónarnir hafi haft tilefni til að stöðva Nichols. Þeir gætu átt yfir höfði sér allt að sextíu ára fangelsi. Lögregluþjónarnir heita Tadarrius Bean, Demetrius Haley, Desmond Mills yngri, Emmitt Martin þriðji og Justin Smith. Þeir sögðust allir saklausir af ákærum um morð, alvarlega líkamsárás, mannrán, ofbeitingu valds og vanrækslu í starfi. Þeir ganga allir lausir gegn tryggingu og eiga næst að mæta fyrir dómara þann 1. maí. Sjá einnig: Fimm til viðbótar reknir vegna dauða Nichols James Jones yngri, dómari, bað aðstandendur Nichols og aðra um að sýna þolinmæði, því dómsmálið gæti tekið langan tíma. „Allir sem að þessu máli koma vilja að því ljúki eins fljótt og auðið er. Það er þó mikilvægt að allir skilji að Tennessee ríki og allir sakborningarnir eiga fullan rétt á sanngjörnum réttarhöldum,“ sagði Jones. Í dómsal í dag sagði lögmaður Beans að skjólstæðingur sinni hefði bara unnið vinnuna sína og hann hefði aldrei snert Nichols. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að það sé ekki rétt, miðað við upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjónanna. 'I feel numb'Tyre Nichols' mother RowVaughn Wells says she is waiting for somebody to wake her up from this "nightmare", adding she wants the former police officers to look her in the face.https://t.co/ocnxwWwmmC Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/smFOzS7ASO— Sky News (@SkyNews) February 17, 2023 Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Nichols var stöðvaður í umferðinni í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn. Hann átti að hafa brotið umferðarlög en lögregluþjónar drógu hann út úr bílnum. Minnst einn þeirra hélt á byssu og annar skaut Nichols með rafmagnsbyssu. Þá reyndi hann að hlaupa heim til móður sinnar sem bjó í ekki hundrað metra fjarlægð. Nichols var stöðvaður og lögregluþjónarnir kýldu og spörkuðu ítrekað í hann á meðan hann lá í jörðinni og kallaði eftir aðstoð. Í kjölfar þess gerðu lögregluþjónarnir ekkert til að huga að Nichols einn þeirra tók myndir af honum. Hann var ekki fluttur á sjúkrahús fyrr en 27 mínútum eftir að sjúkraflutningamenn bar að garði. Nichols lést þremur dögum síðar á sjúkrahúsi. Allir lögregluþjónarnir voru reknir og lögreglustjórinn sagði þá bera beina ábyrgð á dauða Nichols. Hann hefur einnig sagt að ekkert bendi til þess að lögregluþjónarnir hafi haft tilefni til að stöðva Nichols. Þeir gætu átt yfir höfði sér allt að sextíu ára fangelsi. Lögregluþjónarnir heita Tadarrius Bean, Demetrius Haley, Desmond Mills yngri, Emmitt Martin þriðji og Justin Smith. Þeir sögðust allir saklausir af ákærum um morð, alvarlega líkamsárás, mannrán, ofbeitingu valds og vanrækslu í starfi. Þeir ganga allir lausir gegn tryggingu og eiga næst að mæta fyrir dómara þann 1. maí. Sjá einnig: Fimm til viðbótar reknir vegna dauða Nichols James Jones yngri, dómari, bað aðstandendur Nichols og aðra um að sýna þolinmæði, því dómsmálið gæti tekið langan tíma. „Allir sem að þessu máli koma vilja að því ljúki eins fljótt og auðið er. Það er þó mikilvægt að allir skilji að Tennessee ríki og allir sakborningarnir eiga fullan rétt á sanngjörnum réttarhöldum,“ sagði Jones. Í dómsal í dag sagði lögmaður Beans að skjólstæðingur sinni hefði bara unnið vinnuna sína og hann hefði aldrei snert Nichols. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að það sé ekki rétt, miðað við upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjónanna. 'I feel numb'Tyre Nichols' mother RowVaughn Wells says she is waiting for somebody to wake her up from this "nightmare", adding she wants the former police officers to look her in the face.https://t.co/ocnxwWwmmC Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/smFOzS7ASO— Sky News (@SkyNews) February 17, 2023
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56
Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25