Ekkert fær Rashford stöðvað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 16:05 Tveir af þremur skoruðu í dag. Richard Heathcote/Getty Images Marcus Rashford skoraði tvívegis þegar Manchester United vann Leicester City 3-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni. Þá jafnaði David De Gea, markvörður heimaliðsins, met Peter Schmeichel yfir þá markverði félagsins sem oftast hafa haldið hreinu. Það var ljóst að De Gea ætlaði sér að jafna Schmeichel í dag. Sá spænski varði tvívegis meistaralega í stöðunni 0-0. Fyrri varslan kom eftir að Harvey Barnes slapp naánst einn í gegn eftir að Fred hafði tapað boltanum á miðjum vellinum. Þegar 20 mínútur voru komnar á klukkuna átti Kelechi Iheanacho góðan skalla að marki en De Gea varði frábærlega og náði með sterkum úlnlið að blaka boltanum af marklínunni. Fimm mínútum síðar kom svo fyrsta mark leiksins. RECORD EQUALLED @D_DeGea x @PSchmeichel1 #MUFC pic.twitter.com/Eovv12vfOa— Manchester United (@ManUtd) February 19, 2023 Líkt og í nær öllum leikjum Man United að undanförnu var það Marcus Rashford sem braut ísinn. Hann þrumaði boltanum þá í netið úr nokkuð þröngu færi eftir að Bruno Fernandes lyfti boltanum yfir vörn gestanna. *Pretends to be shocked*#MUFC || #MUNLEI pic.twitter.com/2Qh2j7pdrr— Manchester United (@ManUtd) February 19, 2023 Gestirnir frá Leicester voru hins vegar sprækir og ógnuðu marki heimamanna ítrekað. Þeim tókst hins vegar ekki að jafna metin og staðan 1-0 í hálfleik. Í þeim síðari sýndu heimamenn gæði sín og ljóst að Erik Ten Hag hefur látið nokkur vel valin orð falla í hálfleik. Strax í upphafi síðari hálfleiks átti Lisandro Martínez skalla í slá eftir aukaspyrnu Luke Shaw. Þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum var forystuna svo orðin 2-0. Aftur var Rashford að verki. Hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn Leicester frá Fred og renndi boltanum framhjá Danny Ward í marki gestanna. Flaggið fór hins vegar á loft en eftir að myndbandsdómari leiksins skoðaði markið kom í ljós að Rashford var réttstæður. Staðan því orðin 2-0 og aðeins sex mínútum síðar var hún orðin 3-0. Eftir snögga sókn renndi Rashford boltanum á Bruno Fernandes sem setti boltann þvert fyrir markið þar sem Jadon Sancho gat ekki annað en skilað honum í netið. pic.twitter.com/tYz9stBr1o— Manchester United (@ManUtd) February 19, 2023 Heimamenn hefðu getað bætt við mörkum en fóru illa með nokkur fín færi en það kom ekki að sök, lokatölur á Old Trafford 3-0 Manchester United í vil. Lærisveinar Ten Hag eru í 3. sæti með 49 stig, þremur minna en Man City í 2. sætinu og fimm minna en Arsenal sem trónir á toppnum með leik til góða. Enski boltinn Fótbolti
Marcus Rashford skoraði tvívegis þegar Manchester United vann Leicester City 3-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni. Þá jafnaði David De Gea, markvörður heimaliðsins, met Peter Schmeichel yfir þá markverði félagsins sem oftast hafa haldið hreinu. Það var ljóst að De Gea ætlaði sér að jafna Schmeichel í dag. Sá spænski varði tvívegis meistaralega í stöðunni 0-0. Fyrri varslan kom eftir að Harvey Barnes slapp naánst einn í gegn eftir að Fred hafði tapað boltanum á miðjum vellinum. Þegar 20 mínútur voru komnar á klukkuna átti Kelechi Iheanacho góðan skalla að marki en De Gea varði frábærlega og náði með sterkum úlnlið að blaka boltanum af marklínunni. Fimm mínútum síðar kom svo fyrsta mark leiksins. RECORD EQUALLED @D_DeGea x @PSchmeichel1 #MUFC pic.twitter.com/Eovv12vfOa— Manchester United (@ManUtd) February 19, 2023 Líkt og í nær öllum leikjum Man United að undanförnu var það Marcus Rashford sem braut ísinn. Hann þrumaði boltanum þá í netið úr nokkuð þröngu færi eftir að Bruno Fernandes lyfti boltanum yfir vörn gestanna. *Pretends to be shocked*#MUFC || #MUNLEI pic.twitter.com/2Qh2j7pdrr— Manchester United (@ManUtd) February 19, 2023 Gestirnir frá Leicester voru hins vegar sprækir og ógnuðu marki heimamanna ítrekað. Þeim tókst hins vegar ekki að jafna metin og staðan 1-0 í hálfleik. Í þeim síðari sýndu heimamenn gæði sín og ljóst að Erik Ten Hag hefur látið nokkur vel valin orð falla í hálfleik. Strax í upphafi síðari hálfleiks átti Lisandro Martínez skalla í slá eftir aukaspyrnu Luke Shaw. Þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum var forystuna svo orðin 2-0. Aftur var Rashford að verki. Hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn Leicester frá Fred og renndi boltanum framhjá Danny Ward í marki gestanna. Flaggið fór hins vegar á loft en eftir að myndbandsdómari leiksins skoðaði markið kom í ljós að Rashford var réttstæður. Staðan því orðin 2-0 og aðeins sex mínútum síðar var hún orðin 3-0. Eftir snögga sókn renndi Rashford boltanum á Bruno Fernandes sem setti boltann þvert fyrir markið þar sem Jadon Sancho gat ekki annað en skilað honum í netið. pic.twitter.com/tYz9stBr1o— Manchester United (@ManUtd) February 19, 2023 Heimamenn hefðu getað bætt við mörkum en fóru illa með nokkur fín færi en það kom ekki að sök, lokatölur á Old Trafford 3-0 Manchester United í vil. Lærisveinar Ten Hag eru í 3. sæti með 49 stig, þremur minna en Man City í 2. sætinu og fimm minna en Arsenal sem trónir á toppnum með leik til góða.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti