Vinir og fangar gefa skýrslu fyrir dómi í stóra kókaínmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2023 13:37 Frá upphafi aðalmeðferðar í málinu þann 19. janúar síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu er framhaldið í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrir dóminn koma vinir ákærðu í málinu, sumir sem von er á í dómsal en önnur sem afplána dóma í fangelsinu á Litla-Hrauni. Málið fjallar í grófum dráttum um fjóra íslenska karlmenn og tilraun þeirra til að smygla gríðarlegu magni af kókaíni til landsins. Efnin komu frá Brasilíu, voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi og er þáttur þeirra í málinu ólíkur. Mörgum spurningum er ósvarað. Héraðsdómur hefur minnt fjölmiðla á að bannað sé að fjalla um það sem fram kemur við aðalmeðferð málsins þar til skýrslutökum yfir öllum aðilum er lokið. Aðalmeðferðin hófst þann 19. janúar og enn sér ekki fyrir endann á því að aðalmeðferðinni ljúki. Jóhannes Páll Durr og Birgir Pálsson er á meðal fjögurra ákærðu. Þeir eru mættir í dómsal til að fylgjast með gangi mála við aðalmeðferðina. Meðal vitna í dag eru vinir þeirra Birgis og Jóhanness og sömuleiðis fangi á Litla-Hrauni sem gefa mun skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Skýrslutökur hófust í dag klukkan 13 og eru fulltrúar nokkurra fjölmiðla á svæðinu. Dómari í málinu sagðist við upphaf þinghalds gera ráð fyrir því að skýrslutökur í dag stæðu yfir til um klukkan fjögur. Enn hefur ekki tekist að taka skýrslur af hollenskum tollvörðum í málinu. Því er alls óvíst hvenær almenningur mun fá fréttir af því sem fram kemur í dómsal. Málið er fyrir margra hluta athyglisvert og snýst um innflutning á um hundrað kílóum af kókaíni. Fjölmiðlar hafa þó greint frá afstöðu Páls Jónssonar, timbursala á sjötusaldri, og Daða Björnssonar, þrítugs Reykvíkings, í málinu. Vinur Daða er einnig meðal þeirra sem koma fyrir dóminn í dag. Afstaða Páls og Daða kom að stórum hluta fram í greinargerð sem verjendur þeirra skiluðu til dómstólsins. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Málið fjallar í grófum dráttum um fjóra íslenska karlmenn og tilraun þeirra til að smygla gríðarlegu magni af kókaíni til landsins. Efnin komu frá Brasilíu, voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi og er þáttur þeirra í málinu ólíkur. Mörgum spurningum er ósvarað. Héraðsdómur hefur minnt fjölmiðla á að bannað sé að fjalla um það sem fram kemur við aðalmeðferð málsins þar til skýrslutökum yfir öllum aðilum er lokið. Aðalmeðferðin hófst þann 19. janúar og enn sér ekki fyrir endann á því að aðalmeðferðinni ljúki. Jóhannes Páll Durr og Birgir Pálsson er á meðal fjögurra ákærðu. Þeir eru mættir í dómsal til að fylgjast með gangi mála við aðalmeðferðina. Meðal vitna í dag eru vinir þeirra Birgis og Jóhanness og sömuleiðis fangi á Litla-Hrauni sem gefa mun skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Skýrslutökur hófust í dag klukkan 13 og eru fulltrúar nokkurra fjölmiðla á svæðinu. Dómari í málinu sagðist við upphaf þinghalds gera ráð fyrir því að skýrslutökur í dag stæðu yfir til um klukkan fjögur. Enn hefur ekki tekist að taka skýrslur af hollenskum tollvörðum í málinu. Því er alls óvíst hvenær almenningur mun fá fréttir af því sem fram kemur í dómsal. Málið er fyrir margra hluta athyglisvert og snýst um innflutning á um hundrað kílóum af kókaíni. Fjölmiðlar hafa þó greint frá afstöðu Páls Jónssonar, timbursala á sjötusaldri, og Daða Björnssonar, þrítugs Reykvíkings, í málinu. Vinur Daða er einnig meðal þeirra sem koma fyrir dóminn í dag. Afstaða Páls og Daða kom að stórum hluta fram í greinargerð sem verjendur þeirra skiluðu til dómstólsins.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira