„Jurtaolíur bara mjög hollar innan eðlilegra marka“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2023 21:01 Prófessor í næringarfræði segir fræolíur mjög hollar í hófi og furðar sig á umræðu um meinta skaðsemi þeirra síðustu misseri. Olíurnar finnist gjarnan í óhollum mat - og í honum liggi vandinn, ekki olíunum sjálfum. Hálfgerð herferð gegn fræ- og jurtaolíum á borð við repjuolíu og sólblómaolíu hefur verið rekin á samfélagsmiðlum síðustu misseri, bæði hérlendis og erlendis. Þessar olíur sagðar skelfilega óhollar og jafnvel valdur að hinum ýmsu sjúkdómum. Ritdeilur um meinta skaðsemi jurtaolía vöktu mikla athygli á Vísi nú í vikunni. En hvað segja sérfræðingarnir? Alls ekki eitur Eru þessar olíur eitur? „Nei. Eitur er eitthvað sem gerir þér illt mjög hratt og olíur og hvaða tegund af fitu og matvælum sem við leyfum hérna í búðunum flokkast ekki undir það. Svo er þetta spurning um hvað er hollt og í sjálfu sér eru jurtaolíur bara mjög hollar innan eðlilegra marka,“ segir Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.Vísir/Egill Og hann mælir ekki endilega með því að fólk skipti jurtaolíum út fyrir fitu sem er „minna unnin“, eins og til dæmis smjör. „Það er ekkert sérstaklega góð hugmynd að við förum að borða jafnmikið af mettaðri fitu eins og við gerðum fyrir tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum. Og þó svo að við sjáum ekki eins skýrt í dag samhengi milli mettaðrar fitu og hjarta- og æðasjúkdóma þá er það einfaldlega út af því að við borðum mikið, mikið minna af henni en áður,“ segir Þórhallur. Bakkelsi í matvörubúðum inniheldur flest einhvers konar jurtaolíu.Vísir/egill Í næstum öllu Grænmetis- og fræolíur eru í ótrúlegustu matvælum. Fréttamaður kíkti í bakkelsisdeild búðar á höfuðborgarsvæðinu og hvert sem litið er var repjuolíu að finna í innihaldslýsingunni. Þórhallur bendir einmitt á þetta; olíurnar finnast iðulega í unnum og djúpsteiktum matvörum, sælgæti og bökunarvörum. „Ég myndi frekar velta fyrir mér hvort það væri skynsamlegt að borða mikið af þeim matvælum heldur en að hafa áhyggjur af olíunni sjálfri. Ég held við séum að flækja matinn of mikið. Við þurfum ekki að vera með doktorspróf í matvælafræði til þess að borða. Þannig að ég held að þetta sé fulllangt gengið,“ segir Þórhallur. „Af hverju veltum við ekki fyrir okkur af hverju við borðum ekki meira af trefjum? Því það er eiginlega stóra vandamálið.“ Neytendur Matur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Hálfgerð herferð gegn fræ- og jurtaolíum á borð við repjuolíu og sólblómaolíu hefur verið rekin á samfélagsmiðlum síðustu misseri, bæði hérlendis og erlendis. Þessar olíur sagðar skelfilega óhollar og jafnvel valdur að hinum ýmsu sjúkdómum. Ritdeilur um meinta skaðsemi jurtaolía vöktu mikla athygli á Vísi nú í vikunni. En hvað segja sérfræðingarnir? Alls ekki eitur Eru þessar olíur eitur? „Nei. Eitur er eitthvað sem gerir þér illt mjög hratt og olíur og hvaða tegund af fitu og matvælum sem við leyfum hérna í búðunum flokkast ekki undir það. Svo er þetta spurning um hvað er hollt og í sjálfu sér eru jurtaolíur bara mjög hollar innan eðlilegra marka,“ segir Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.Vísir/Egill Og hann mælir ekki endilega með því að fólk skipti jurtaolíum út fyrir fitu sem er „minna unnin“, eins og til dæmis smjör. „Það er ekkert sérstaklega góð hugmynd að við förum að borða jafnmikið af mettaðri fitu eins og við gerðum fyrir tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum. Og þó svo að við sjáum ekki eins skýrt í dag samhengi milli mettaðrar fitu og hjarta- og æðasjúkdóma þá er það einfaldlega út af því að við borðum mikið, mikið minna af henni en áður,“ segir Þórhallur. Bakkelsi í matvörubúðum inniheldur flest einhvers konar jurtaolíu.Vísir/egill Í næstum öllu Grænmetis- og fræolíur eru í ótrúlegustu matvælum. Fréttamaður kíkti í bakkelsisdeild búðar á höfuðborgarsvæðinu og hvert sem litið er var repjuolíu að finna í innihaldslýsingunni. Þórhallur bendir einmitt á þetta; olíurnar finnast iðulega í unnum og djúpsteiktum matvörum, sælgæti og bökunarvörum. „Ég myndi frekar velta fyrir mér hvort það væri skynsamlegt að borða mikið af þeim matvælum heldur en að hafa áhyggjur af olíunni sjálfri. Ég held við séum að flækja matinn of mikið. Við þurfum ekki að vera með doktorspróf í matvælafræði til þess að borða. Þannig að ég held að þetta sé fulllangt gengið,“ segir Þórhallur. „Af hverju veltum við ekki fyrir okkur af hverju við borðum ekki meira af trefjum? Því það er eiginlega stóra vandamálið.“
Neytendur Matur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira