Einvígi risa sem raknað hafa úr rotinu Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2023 12:01 Robert Lewandowski og Marcus Rashford eru ansi líklegir til að setja mark sitt á einvígi stórliðanna tveggja sem hefst í dag. Getty Barcelona og Manchester United hafa marga spennandi hildi háð í gegnum tíðina. Í dag mætast liðin hins vegar í Evrópudeildinni í fyrsta sinn, þrátt fyrir uppgang beggja í vetur undir stjórn nýrra þjálfara. Liðin mætast í fyrri leik sínum á Camp Nou snemma í dag, eða klukkan 17:45, og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Seinni leikurinn er svo á Old Trafford eftir viku. Barcelona hefur unnið alla sína leiki á árinu 2023 og virðist á hárréttri braut undir stjórn Xavi sem sneri aftur á Camp Nou síðasta sumar, eftir þriðja ár Börsunga í röð án þess að vinna spænsku deildina. Þeir eru komnir með átta stiga forskot á Real Madrid á toppi hennar. Þrátt fyrir það klúðruðu Börsungar tækifærinu á að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, þegar þeir enduðu fyrir neðan Bayern München og Inter í riðlakeppninni, og því eru þeir mættir í umspil Evrópudeildarinnar þar sem þeir berjast við United um sæti í 16-liða úrslitum. We're. Back. #UEL pic.twitter.com/SbCMiMGDRp— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 13, 2023 United hefur sömuleiðis vegnað afar vel eftir HM-hléið og er nú aðeins fimm stigum frá toppi ensku úrvalsdeildarinnar, eftir byrjunarörðugleika undir stjórn Eriks Ten Hag sem Hollendingurinn virðist hafa náð að lagfæra. Þá leikur liðið úrslitaleik í deildabikarnum síðar í mánuðinum og getur unnið sinn fyrsta titil í sex ár. United endaði hins vegar í 2. sæti síns riðils í Evrópudeildinni í haust, á eftir Real Sociedad, og þarf því að fara í umspilið. Barcelona hefur haft nokkra yfirburði gegn United í síðustu leikjum liðanna en United fagnaði síðast sigri í einvígi gegn Barcelona árið 2008, samtals 1-0 í undanúrslitum, þegar liðið varð Evrópumeistari. Barcelona vann svo úrslitaleik liðanna ári seinna, 2-0, og sömuleiðis úrslitaleikinn 2011, 3-1. Þá mættust liðin í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019 þar sem Barcelona vann báða leiki og einvígið samtals 4-0. United getur ekki teflt fram nýja manninum Marcel Sabitzer því hann er í banni vegna þriggja áminninga í búningi Bayern í haust, og sömu sögu er að segja af Lisandro Martínez. Antony, Anthony Martial og Scott McTominay fóru heldur ekki með liðinu til Barcelona vegna meiðsla, og Christian Eriksen og Donny van de Beek verða lengi frá vegna meiðsla. Börsungar eru án Ousmane Dembélé og Sergio Busquets. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Liðin mætast í fyrri leik sínum á Camp Nou snemma í dag, eða klukkan 17:45, og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Seinni leikurinn er svo á Old Trafford eftir viku. Barcelona hefur unnið alla sína leiki á árinu 2023 og virðist á hárréttri braut undir stjórn Xavi sem sneri aftur á Camp Nou síðasta sumar, eftir þriðja ár Börsunga í röð án þess að vinna spænsku deildina. Þeir eru komnir með átta stiga forskot á Real Madrid á toppi hennar. Þrátt fyrir það klúðruðu Börsungar tækifærinu á að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, þegar þeir enduðu fyrir neðan Bayern München og Inter í riðlakeppninni, og því eru þeir mættir í umspil Evrópudeildarinnar þar sem þeir berjast við United um sæti í 16-liða úrslitum. We're. Back. #UEL pic.twitter.com/SbCMiMGDRp— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 13, 2023 United hefur sömuleiðis vegnað afar vel eftir HM-hléið og er nú aðeins fimm stigum frá toppi ensku úrvalsdeildarinnar, eftir byrjunarörðugleika undir stjórn Eriks Ten Hag sem Hollendingurinn virðist hafa náð að lagfæra. Þá leikur liðið úrslitaleik í deildabikarnum síðar í mánuðinum og getur unnið sinn fyrsta titil í sex ár. United endaði hins vegar í 2. sæti síns riðils í Evrópudeildinni í haust, á eftir Real Sociedad, og þarf því að fara í umspilið. Barcelona hefur haft nokkra yfirburði gegn United í síðustu leikjum liðanna en United fagnaði síðast sigri í einvígi gegn Barcelona árið 2008, samtals 1-0 í undanúrslitum, þegar liðið varð Evrópumeistari. Barcelona vann svo úrslitaleik liðanna ári seinna, 2-0, og sömuleiðis úrslitaleikinn 2011, 3-1. Þá mættust liðin í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019 þar sem Barcelona vann báða leiki og einvígið samtals 4-0. United getur ekki teflt fram nýja manninum Marcel Sabitzer því hann er í banni vegna þriggja áminninga í búningi Bayern í haust, og sömu sögu er að segja af Lisandro Martínez. Antony, Anthony Martial og Scott McTominay fóru heldur ekki með liðinu til Barcelona vegna meiðsla, og Christian Eriksen og Donny van de Beek verða lengi frá vegna meiðsla. Börsungar eru án Ousmane Dembélé og Sergio Busquets. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira