Hverju miðla miðlunartillögur? Halldór Auður Svansson skrifar 16. febrúar 2023 11:01 Úrskurðurinn sem kveðinn var upp í Landsrétti þann 13. febrúar síðastliðinn, þar sem kröfu ríkissáttasemjara um aðgang að félagatali Eflingar var hafnað, er sögulegur og afdrifaríkur. Með óbeinum hætti náði Efling þannig fram þeirri lagatúlkun að miðlunartillaga ríkissáttasemjara til lausnar vinnudeilu verður ekki lögð fram í óþökk hlutaðeigandi stéttarfélags, þar sem ómögulegt er að framfylgja slíkri ákvörðun ef stéttarfélagið spilar ekki með ríkissáttasemjara í því að láta kjósa um tillöguna. Þessi túlkun er reyndar í anda þeirrar löngu hefðar sem um má lesa í umfjöllun á vefsíðu ASÍ: Þar sem framlagning miðlunartillögu er eins konar neyðarráðstöfun þegar allar aðrar leiðir hafa verið reyndar hefur sú hefð myndast í kjaradeilum á síðustu áratugum að ríkissáttasemjari leggur fram svokallaða innanhússtillögu. Er það tillaga sem samninganefndirnar svara annað hvort játandi eða neitandi. Sé innanhússtillaga samþykkt er kjarasamningur undirritaður með venjulegum fyrirvara, og síðan borinn upp af stéttarfélagi og félagi eða samtökum atvinnurekenda. Innanhússtillaga er þó ekki lögð fram gegn mótmælum annars hvors aðila og áður en hún er borin upp hefur ríkissáttasemjari kannað vel hug samningsaðila. Frá þessari hefð var vikið við úrlausn yfirstandandi deilu milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en um málsatvik má lesa í stjórnsýslukæru sem Efling lagði fram til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna miðlunartillögunnar. Þar kemur fram ríkisáttasemjari lagði tillöguna fram vegna þess að Efling hafði hafið atkvæðagreiðslu um verkföll, en Samtök atvinnulífsins hafi brugðist við því með því að hóta að tilboð um afturvirkar launahækkanir yrði dregið til baka ef til verkfalla kæmi. Ríkissáttasemjari taldi það þannig mikilvægt hagsmunamál fyrir félagsfólk Eflingar að fá að kjósa strax um tilboð Samtaka atvinnulífsins eins og það lá fyrir og hafði í raun alltaf legið fyrir óbreytt, með afturvirkum hækkunum. Þannig var ríkissáttasemjari að fallast á þann boðaða veruleika að ekkert yrði af afturvirkum hækkunum ef til verkfalla kæmi og að við honum yrði ekki haggað. Í raun var hann þannig að fallast á það að boðuð verkföll veiktu samningsstöðu Eflingar frekar en að efla hana. Hér voru ýmsir aðrir kostir í boði, svo sem að bíða eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslna um verkföll og jafnvel að sjá til með það hvaða raunverulegu áhrif verkföll myndu hafa á afstöðu Samtaka atvinnulífsins þegar á hólminn væri komið. Það hefði líka verið hægt að reyna að hafa áhrif á þessa afstöðu samtakanna eða þá hreinlega ákveða bara hvaða vægi hún hefði í viðræðunum. Það hefði líka verið hægt að koma til móts við kröfur Eflingar í miðlunartillögunni til að auka líkurnar á því að hún félli þar í góðan jarðveg. Með öðrum orðum þá hefði margt annað verið hægt að gera en að gleypa tilboð og afstöðu Samtaka atvinnulífsins hrá. Af hverju ríkissáttasemjari kaus að beita sér með nákvæmlega þeim hætti sem hann gerði, bæði að formi og efni, er þannig enn opin spurning þó hann hafi sagt sig frá deilunni. Hún varðar grundvallaratriði þess til hvaða hagsmuna á að horfa þegar stjórnvöld koma að úrlausn á kjaradeilum og hafi Efling þökk fyrir það að draga hana fram. Hlassi hefur verið velt sem mun varla hætta að rúlla úr þessu. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Úrskurðurinn sem kveðinn var upp í Landsrétti þann 13. febrúar síðastliðinn, þar sem kröfu ríkissáttasemjara um aðgang að félagatali Eflingar var hafnað, er sögulegur og afdrifaríkur. Með óbeinum hætti náði Efling þannig fram þeirri lagatúlkun að miðlunartillaga ríkissáttasemjara til lausnar vinnudeilu verður ekki lögð fram í óþökk hlutaðeigandi stéttarfélags, þar sem ómögulegt er að framfylgja slíkri ákvörðun ef stéttarfélagið spilar ekki með ríkissáttasemjara í því að láta kjósa um tillöguna. Þessi túlkun er reyndar í anda þeirrar löngu hefðar sem um má lesa í umfjöllun á vefsíðu ASÍ: Þar sem framlagning miðlunartillögu er eins konar neyðarráðstöfun þegar allar aðrar leiðir hafa verið reyndar hefur sú hefð myndast í kjaradeilum á síðustu áratugum að ríkissáttasemjari leggur fram svokallaða innanhússtillögu. Er það tillaga sem samninganefndirnar svara annað hvort játandi eða neitandi. Sé innanhússtillaga samþykkt er kjarasamningur undirritaður með venjulegum fyrirvara, og síðan borinn upp af stéttarfélagi og félagi eða samtökum atvinnurekenda. Innanhússtillaga er þó ekki lögð fram gegn mótmælum annars hvors aðila og áður en hún er borin upp hefur ríkissáttasemjari kannað vel hug samningsaðila. Frá þessari hefð var vikið við úrlausn yfirstandandi deilu milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en um málsatvik má lesa í stjórnsýslukæru sem Efling lagði fram til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna miðlunartillögunnar. Þar kemur fram ríkisáttasemjari lagði tillöguna fram vegna þess að Efling hafði hafið atkvæðagreiðslu um verkföll, en Samtök atvinnulífsins hafi brugðist við því með því að hóta að tilboð um afturvirkar launahækkanir yrði dregið til baka ef til verkfalla kæmi. Ríkissáttasemjari taldi það þannig mikilvægt hagsmunamál fyrir félagsfólk Eflingar að fá að kjósa strax um tilboð Samtaka atvinnulífsins eins og það lá fyrir og hafði í raun alltaf legið fyrir óbreytt, með afturvirkum hækkunum. Þannig var ríkissáttasemjari að fallast á þann boðaða veruleika að ekkert yrði af afturvirkum hækkunum ef til verkfalla kæmi og að við honum yrði ekki haggað. Í raun var hann þannig að fallast á það að boðuð verkföll veiktu samningsstöðu Eflingar frekar en að efla hana. Hér voru ýmsir aðrir kostir í boði, svo sem að bíða eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslna um verkföll og jafnvel að sjá til með það hvaða raunverulegu áhrif verkföll myndu hafa á afstöðu Samtaka atvinnulífsins þegar á hólminn væri komið. Það hefði líka verið hægt að reyna að hafa áhrif á þessa afstöðu samtakanna eða þá hreinlega ákveða bara hvaða vægi hún hefði í viðræðunum. Það hefði líka verið hægt að koma til móts við kröfur Eflingar í miðlunartillögunni til að auka líkurnar á því að hún félli þar í góðan jarðveg. Með öðrum orðum þá hefði margt annað verið hægt að gera en að gleypa tilboð og afstöðu Samtaka atvinnulífsins hrá. Af hverju ríkissáttasemjari kaus að beita sér með nákvæmlega þeim hætti sem hann gerði, bæði að formi og efni, er þannig enn opin spurning þó hann hafi sagt sig frá deilunni. Hún varðar grundvallaratriði þess til hvaða hagsmuna á að horfa þegar stjórnvöld koma að úrlausn á kjaradeilum og hafi Efling þökk fyrir það að draga hana fram. Hlassi hefur verið velt sem mun varla hætta að rúlla úr þessu. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar